LOKSINS MAÐUR SEM HELDUR MENNTUN SINNI ÁFRAM EFTIR ÚTSKRIFT

Ég hef nokkuð oft sagt frá því, hér á blogginu í sambandi við vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands, að komið hefðu fram greinar og álit virtra hagfræðinga, sem gæfu til kynna að samband vaxta og verðbólgu væri EKKI til staðar eins og áður hefði verið haldið.  Til að byrja með hélt ég í einfeldni minni að núverandi Seðlabankastjóri hefði kynnt sér þessi mál, en hafi hann gert það þá hefur hann algjörlega snúið við blaðinu nú síðustu mánuði.  En nú hefur fyrrum prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands Ragnar Árnason komið fram og talar um að AÐRAR BARÁTTUAÐFERÐIR SÉU MUN ÁHRIFARÍKARI Í BARÁTTUNNI VIÐ VERÐBÓLGUNA EN STÝRIVAXTAHÆKKANIR.  Og talar hann sérstaklega um skuldabréfaútgáfu og tek ég þar algjörlega undir með honum.  Um þetta "kristallast" sennilega ágreiningurinn en með stýrivaxtaleiðinni eru það almenningur og skuldsett fyrirtæki sem greiða verðbólguna en ef farin yrði sú leið  sem Ragnar Árnason boðar væru  það að stórum hluta fjármagnseigendur sem greiddu brúsann.  GETUR VERIÐ AÐ ÞAÐ SÉ ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ STÝRIVAXTALEIÐIN ER FARIN??????


mbl.is Betra vopn gegn verðbólgunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband