LOKSINS MAÐUR SEM HELDUR MENNTUN SINNI ÁFRAM EFTIR ÚTSKRIFT

Ég hef nokkuð oft sagt frá því, hér á blogginu í sambandi við vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands, að komið hefðu fram greinar og álit virtra hagfræðinga, sem gæfu til kynna að samband vaxta og verðbólgu væri EKKI til staðar eins og áður hefði verið haldið.  Til að byrja með hélt ég í einfeldni minni að núverandi Seðlabankastjóri hefði kynnt sér þessi mál, en hafi hann gert það þá hefur hann algjörlega snúið við blaðinu nú síðustu mánuði.  En nú hefur fyrrum prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands Ragnar Árnason komið fram og talar um að AÐRAR BARÁTTUAÐFERÐIR SÉU MUN ÁHRIFARÍKARI Í BARÁTTUNNI VIÐ VERÐBÓLGUNA EN STÝRIVAXTAHÆKKANIR.  Og talar hann sérstaklega um skuldabréfaútgáfu og tek ég þar algjörlega undir með honum.  Um þetta "kristallast" sennilega ágreiningurinn en með stýrivaxtaleiðinni eru það almenningur og skuldsett fyrirtæki sem greiða verðbólguna en ef farin yrði sú leið  sem Ragnar Árnason boðar væru  það að stórum hluta fjármagnseigendur sem greiddu brúsann.  GETUR VERIÐ AÐ ÞAÐ SÉ ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ STÝRIVAXTALEIÐIN ER FARIN??????


mbl.is Betra vopn gegn verðbólgunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samband vaxta og verðbólgu er reyndar fyrir hendi í núverandi ástandi. Það virkar nokkurn veginn í eftirfarandi skrefum:

Verðbólga hækkar, mestmegnis vegna hækkandi húsnæðiskostnaðar. -> Vextir eru hækkaðir, en þeir eru stærsti liður húsnæðiskostnaðar og hækka því húsnæðiskostnað. -> Aftur á fyrsta skrefið.

Þessi hringavitleysa er í boði peningastefnunefndar seðlabankans. Þegar verðbólga hjaðnar verður það ekki vegna ákvarðana peningastefnunefndar, heldur þrátt fyrir þær.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.9.2022 kl. 19:52

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er 100% sammála þér Jóhann og Guðmundi einnig, vaxtahækkanir SÍ hafa ekkert að segja gagnvart verðbólgunni sem við horfum uppá þessa dagana. Brjálæðislegar hækkanir fasteignaverðs hafa ekkert með þá að gera sem eru að reyna, í veikum mætti, að koma þaki yfir höfuð sér, það eru ýmsir aðrir þættir sem hafa þar áhrif eins og t.d. borgarstjórn og önnur sveitarfélög.

Eldsneytisverð er einnig stór þáttur í verðbólgunni, nokkuð sem við höfum engin áhrif á nema þá ríkisstjórnin sem hrósar happi yfir stórauknum tekjum ríkissjóðs í formi aukinna tekna af virðisaukaskatti.

Þetta eru fá dæmi en stórir pólar sem spila á verðbólguna og almenningur getur lítið gert til að sporna við. Verðbólgan og hærri vextir koma verst niður á þeim sem síst skyldi og þeir sem hafa og eiga nóg græða mest á þessum aðgerðum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.9.2022 kl. 22:11

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, samband vaxta og verðbólgu er EKKI til staðar og það hefur verið sýnt fram á það, enda hvaða áhrif heldur þú að vextir á Íslandi hafi á verðbólgu sem er að mestu leiti drifin áfram af erlendum kostnaðarverðhækkunum????????

Jóhann Elíasson, 12.9.2022 kl. 22:30

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sæll Tómas.  Ég er algjörlega sammála Ragnari Árnasyni þess efnis að það hefði verið mun áhrifaríkara að beita skuldabréfaútgáfu á verðbólguna, aðallega fyrir það að þá hefðu það verið fjármagnseigendur sem borguðu fyrir verðbólguna en með því að hækka stýrivextina þá voru það heimilin og þeir sem minna máttu sín sem fengu verðólguna í hausinn, KANNSKI ER ÞAÐ ÞESS VEGNA SEM SÚ LEIÐ VAR FARIN OG SVO ER ALMENNINGI TALIN TRÚ UM AÐ ÞETTA SÉ GER Í ÞEIRRA ÞÁGU OG ÞAÐ SLÆMA ER ÞAÐ AÐ FÓLK TRÚIR ÞESSARI ÞVÆLU SEM ER BORIN FYRIR ÞAÐ.....

Jóhann Elíasson, 12.9.2022 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband