HEILDARNIÐURSTAÐAN ÆTTI EKKI AÐ KOMA Á ÓVART !!!!!

En það sem kemur mér verulega á óvart er það hversu margir þeir eru sem EKKI HAFA ENNÞÁ gert upp hug sinn varðandi þennan Ices(L)ave-sirkus.
mbl.is Meirihluti andvígur Icesave-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, mér finnst ekki skrítið að ennþá séu einhverjir óvissir.

Eftir því sem ég best veit hafa fæstir landsmenn fengið tækifæri til þess að kynna sér samninginn/ana í heild sinni. Hefur þessum samningum ekki verið haldið mest leyndum frá okkur?

Persónulega ætla ég mér ekki að kjósa eitthvað ef ég fæ ekki tækifæri til að kynna mér báðar hliðar.

Ef að ég fæ að sjá báða samningana í HEILD sinni, þá get ég gert upp hug minn, annars kýs ég ekki.

Sölvi (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 18:09

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sölvi, á grundvelli þeirra gagna, sem liggja fyrir og með vísan til skynsemi get ég ekki betur séð en að þú hafir haft sömu möguleika til þess að kynna þér þetta mál og mynda þér skoðun ein og aðrir.  Það hafa báðir samningarnir vegna Ice(L)ave verið aðgengilegir á "netinu" en hitt er svo annað mál að margir "sérfræðingar" hafa komið fram og tjáð sig um samningana vissulega getur það haft áhrif á skoðanir margra.  Þá eru ýmis skjöl sem ekki eiga að koma fyrir almennings sjónir en heilt yfir þá tel ég landsmenn þokkalega upplýsta.

Jóhann Elíasson, 13.2.2010 kl. 20:55

3 identicon

Ok, gott og gilt. Þekki þetta mál ekki almennilega þar sem ég bý erlendis í augnablikinu.

En getur þú nokkuð bent mér á samningana, sjálfur finn ég þá hvergi. Langar að líta yfir þá skildi koma til þjóðaratkvæðis, svo ég geti nú myndað mér skoðun með því að færa rök fyrir báðum hliðum. 

En, samt sem áður er ég ósammála þér í einu.

Margir hafa myndað sér skoðun með því að fylgja hópum sem þeir telja sig tilheyra, eins með stjórnmálaflokkum, og eru því aðeins sammála þeim sem þeir telja sig hafa mesta hagsmuni með. Um leið og sá kostur reynist vera sá verri, er fólk ekki lengi að skipta um lið.

Þannig svo virðist sem margir fylgi einungis straumnum í þessum málefnum.

Ekki misskilja, ég er ekki að segja að við eigum að taka á okkur hundruð milljarða skuldir, ég vill bara sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni.

Sölvi (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 01:38

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér gott innlegg.  Ekki er ég alveg klár á hvar maður kemst í samningana núna en á sínum tíma voru þeir inni á indefense.is alla vega las ég þá þar. Svo eru samningarnir inni á vef Alþingis, altthingi.is.  Því miður er ég smeykur um að við fáum ekki að vita um ALLA möguleika í stöðunni en miðað við þær upplýsingar sem við fáum "ættum" við að geta metið möguleikana og myndað okkur skoðun út frá því.  Sjálfsagt mynda einhverjir sér skoðun fyrirfram  án þess að hafa nokkuð kynnt sér um  hvað málið fjallar, eins og þú sagðir þetta er þekkt t.d með að einhverjir kjósa vissan stjórnmálaflokk vegna þess að þeir hafa alltaf gert það.  ´Eg held að  ég misskilji ekkert, þú vilt bara kynna þér málið vel áður en þú tekur ákvörðun, það er ekkert athugavert við það frekar hefði verið hægt að gera athugasemd við það ef þú hefðir ætlað að kjósa ÁN þess að hafa kynnt þér málið.  Ég óska þér bara góðs gengis og vona að þér gangi vel að afla þeirra upplýsinga sem þú þarft á að halda til að gera upp hug þinn í þessu máli sem öðrum.

Jóhann Elíasson, 14.2.2010 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband