17.2.2010 | 09:56
"STUTTBUXNASTRÁKARNIR " VIRKJAÐIR AF LÍÚ OG TAGLHNÝTINGUM ÞEIRRA!!!!!!
Þó ekki sé ég fylgjandi hinni svokölluðu fyrningarleið (sé ekki að hún geri breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi eða bæti það á nokkurn hátt), þá blöskrar mér svo gjörsamlega sá skotgrafahernaður og "harka" sem hefur einkennt umræðinu um þessar fyrirhuguðu "breytingar". Sérstaklega er harkan mikil í röðum útgerðarmanna og ekki verður betur séð en að LÍÚ ætli sér að reka mikinn HRÆÐSLUÁRÓÐUR og nota ÖLL meðul til þess að reyna að koma í veg fyrir nokkrar "BREYTINGAR" á þessu handónýta fiskveiðistjórnunarkerfi okkar, sem er búið að leggja landsbyggðina í rúst og er að verða búið að "rústa" landinu. ÞETTA ER HAGSMUNAGÆSLA SVO UM MUNAR.
Félag gegn fyrningarleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 543
- Sl. sólarhring: 550
- Sl. viku: 2325
- Frá upphafi: 1846999
Annað
- Innlit í dag: 289
- Innlit sl. viku: 1385
- Gestir í dag: 254
- IP-tölur í dag: 249
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ástæða fyrir því að erlendar þjóðir horfa til Íslands í leit að betra fiskveiðistjórnunarkerfi. Ég er af landsbyggðinni og ég get sagt þér að landsbyggðin er ekki í rúst. Það er algjört bull í þér. Ef að fyrningarleiðin verður farin, þá fer landsbyggðin í rúst!
Um mitt síðasta ár voru haldnir fundir og samþykktar ályktanir gegn fyrningarleiðinni í Vestmannaeyjum, Grindavík, Höfn, Neskaupsstað, Akureyri, Ísafirði, Skagaströnd, Stykkishólmi og Ólafsvík.
Mér þykir því alls ekki skynsamlegt að fólk sem hefur nákvæmlega ekkert vit á sjávarútvegi (Samfylkingin með Ólínu Þorvarðar í broddi fylkingar) þykist ætla að umbreyta sjávarútvegnum sem er sú atvinnugrein sem er að bjarga okkur upp úr kreppunni!
Hættu síðan að segja að fólk sé virkjað í þetta af LÍÚ. Fyrningarleiðin er bara glórulaus!
Joseph (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 11:25
Það er nú ekki hægt að segja að fólk hafi mikið vit á sjávarútvegi, sem heldur því fram að útgerðarmenn eigi fiskinn í sjónum Joseph. Ætlar þú síðan að halda því fram að þessi áróður sé ekki komin frá LÍÚ? Eg hef átt heima í sjávarplássi sem fór illa, og flest öll í kring eftir geðþótta ákvarðanir´útgerðamanna sem lifa síðan eins og blóm í eggi en fólkið horfir á verðlaus hús og eignir. Eg er ekki sammála fyrningarleiðinni, en eg er eindregið þeirra skoðunar að þeir sem nýta ekki kvóta sem þeim er úthlutað til veiða, eiga að skila honum aftur. Þeir sem virkilega eru að standa sig eiga að fá að vera í friði.
Bjarni Kjartansson, 17.2.2010 kl. 12:11
Joseph, ég er nú líka af landsbyggðinni og hef séð hvert sjávarplássið af öðru lognast útaf og er KVÓTAKERFIÐ þar stærsta orsökin. Ég hef ekki borið á móti því að fyrningaleiðin sé "slæm" en það vantar alveg í þinn málflutning að segja okkur hvað er svona gott við Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið? Hvers vegna á ég að hætta að segja að fólk sé virkjað af LÍÚ, er það vegna þess að þú segir það?
Jóhann Elíasson, 17.2.2010 kl. 12:29
ég er nú eyjamaður, og menn sem að vilja kenna kvótakerfinu um fólksfækkun ætti aðeins að spá meira í hlutunum.
hérna í eyjum er fyrsta skipti fólksfjölgun núna síðasta ár eftir viðvarandi fólksfækkun frá því 1992 ef að ég man rétt.
þrátt fyrir þetta kvótakerfi og að kvóti hafi ef eitthvað er, aukist hérna í eyjum
Árni Sigurður Pétursson, 17.2.2010 kl. 13:01
það breytir því svo sem ekki, að þetta kerfi er meingallað og má LAGA það.
en þessi fyrningarleið er að mínu mati snarvitlaus.
kveðja.
Árni Sigurður Pétursson.
og slétt sama hvað aðrir segja, ekki stuttbuxna drengur LÍÚ, heldur annt um mína vinnu sem að er jú tengd sjávarútveg.
Árni Sigurður Pétursson, 17.2.2010 kl. 13:02
Eins og ég sé þetta þá er kvótakerfið kerfisbynding á arðráni. Ef að maður ber saman bát þar sem sami aðillinn á bæði bátinn og útgerðina er þetta arðrán dálítið falið, en með því að skoða einyrkja á sjónum sem þurfa að leigja sér kvótann eða gera samning við stóra útgerðarkalla þá er hægt að sjá arðránið svart á hvítu. Jóseph talar um að ef að kvótanum verði fyrnt að þá eigi landsbyggðin eftir að fara í rúst. Kannski er það satt hjá honum. Ég meina, mörg útgerðarfyrirtæki eiga eftir að fara á hausinn og þar af leiðandi eru miklar líkur á að allar verkanirnar sem þessi fyrirtæki eiga líka muni loka.
Þess vegna finnst mér mjög nauðsynlegt að virkja afl verkalýðsins samhliða þess sem að kvótakerfið verður afnumið. Verkamenn eru alltof fastir í þeirri trú, sem alin hefur verið af yfirvaldinu þeirra allt frá iðnvæðingu, að þeir geti ekki unnið nema að einhver jakkafataklæddur kapítalisti segi þeim hvenær það má vinna og tekur í leiðinni allan arðin af þeim til að kaupa sér fleiri jakkaföt. Ef að fyrirtækin fara á hausinn við það að kerfisbundin arðrán stoppi, þá gott og vel, fari þau þá á hausinn. Það er ekkert gagn af gangverki sem gengur ekki nema fyrir ránsfé. Það er ekki satt að verkalýðurinn geti ekki unnið frjáls og án eignarhalds (eins og LÍÚ o.fl. vilja meina), við þurfum bara að vita það sjálf.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.