4.4.2010 | 10:37
NÚ GEKK ALLT UPP HJÁ VETTEL................
Og ekki skemmdi það fyrir að hann tók "Schumacher-sigurstökkið" á verðlaunapalllinum en það var smá sárabót fyrir að KÓNGURINN skyldi falla úr keppni. Það var snilldarlegt hvernig hann vann sig úr þriðja sæti, á ráslínu upp í það fyrsta og sannar þar með hvað hann er virkilega góður ökumaður. Með Webber í öðru sæti þetta voru að sjálfsögðu draumaúrslit fyrir Red Bull og Rosberg var nokkuð öruggur í þriðja sæti en Kubica var ekki langt undan í því fjórða. Það var aðdáunarverður aksturinn hjá Suitil að hann skyldi geta haldið Hamilton fyrir aftan sig, Hamilton er með mun hraðskreiðari bíl og hefði átt að geta farið framúr og Massa var ekki langt frá honum. Þá var svolítið svekkjandi að sjá vélina hjá Alonso gefa sig á lokahringnum en Button hagnaðist á því. En keppnin var góð og nú er bara að sjá hvort Kína verður jafn spennandi eftir tvær vikur.
Vettel óstöðvandi í Sepang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
- HVAÐA SKATTA TELUR HANN ÞÁ "SANNGARNT" AÐ HÆKKA???????????
- ÞETTA LIÐ VIRÐIST BARA EKKI HAFA HUGMYND UM EITT EÐA NEITT....
- ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM HVAÐ ÞESSI "SKÍTDREYFARI OG SIÐLEYSINGI" ...
- ERU LÖGIN UM SEÐLABANKA ÍSLANDS ILLA UNNIN OG BEINLÍNIS RANGT...
- VEKUR UPP VONIR AÐ BJARTARI TÍMAR SÉU FRAMUNDAN - LÍKA Á ÍSLA...
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRI...
- NOKKUÐ MÖRG LÖG SEM ÞARNA HAFA VERIÐ BROTIN.......
- HVERJUM HEFUR HÚN EKKI SÝNT ÓVIRÐINGU Í ÖLLUM SÍNUM SAMSKIPTU...
- HVAÐA MISTÖK????????
- ÁLIKA RAUNHÆFT OG FLUGVÖLLUR Í HVASSAHRAUNI..........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 134
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 1985
- Frá upphafi: 1833724
Annað
- Innlit í dag: 81
- Innlit sl. viku: 1304
- Gestir í dag: 68
- IP-tölur í dag: 68
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta þessar síðustu tvær keppnir hafa verið skemmtilegar, fúlt að Schumacher dytti svona út hefði verið gaman að sjá hvernig honum hefði gengið. Red Bull bílarnir eru greinlega í sérflokki bara.
En alveg er maður búinn að fá sig fullsaddan af Stöð 2 Sport og þessum auglýsingum í miðri keppni. Maður skilur að það þurfi að fá fyrir kostnaði og annað, en þetta er samt algjör móðgun við áhorfendur, núna til dæmis misstum við af framúrakstrinum hjá Massa útaf auglýsingum. Væri lágmark að setja þá annan glugga sem sýndi keppnina einsog sumar erlendar stöðvar gera. Getið rétt ímyndað ykkur hvað allt yrðir brjálað ef þeir myndu gera þetta í leik í enska boltanum! Ég ætla að hætta minni áskrft að Stöð 2 Sport og horfa á þetta á gervihnattarásum.
Davíð (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 17:58
Ég er alveg sammála þér með þetta auglýsingakjaftæði hjá stöð 2 sport ég gafst upp á þeim 2008 eftir að þeir "gleymdu" trekk í trekk að taka ruglið af (það mætti halda að það væri eitthvað voða leindó sem fram fer þarna) Ég man ekki betur en það væri skilyrði þess að þeir fengu formúluna að tímatökurnar og keppnin yrðu í opinni dagskrá, og maður missti meðal annars af ræsingunni og það var komið fram í miðja keppni þegar ruglið var tekið af. Nú horfi ég alltaf á formúluna á BBC one, umfjöllunin þar er allt önnur og þeir eru alltaf á staðnum þar sem keppt er aldrei neinar auglýsingar og aldrei hlé. Um lýsinguna sér fyrrum formúlu 1-ökuþór, Eddie Jordan og David Coulthard og einn annar sjá um að taka viðtöl við keppendur og aðra á mótsstað og svo koma innskot frá bifreiðaíþróttafréttakonu sem heitir Lee McKenzie. Nú sé ég mest eftir að hafa ekki gert þetta fyrir löngu.
Jóhann Elíasson, 4.4.2010 kl. 20:17
Talandi um lélega þjónustu þá fer það hrikalega í taugarnar á mér þegar rangar myndir eru birtar af ökumönnum eins og sjá má í fréttinni sem þetta blogg er tengt við.
"Schumacher féll úr leik er felguró losnaði af bíl hans" stendur undir mynd af Pedro de la Rosa á vespu á leið í pitsvæðið ... Mér finnst það vera skilda að menn þekki í það minnsta hjálmana á ökumönnunum. Svo ekki sé nú minnst á búningana.
Kannski er maður bara "Grumpy Old Man" að láta þetta trufla sig.
Örvar (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 21:46
Þá er ég líka "Grumpy Old Man" Örvar. Pedro De La Rosa komst aldrei af stað vegna "vegna vandamála í eldsneytiskerfi bílsins og getur því ekki hafa fengið far með vespu á pittsvæðið þessu voru gerð góð skil á BBC one. Reyndar er þessi mund af Schumacher en reundar á "skotinu" sem ég sá þá var hann hjálmlaus.
Jóhann Elíasson, 5.4.2010 kl. 09:01
Nei þetta er ekki Schumacher þarna í fréttinni nema hann hafi skipt um skó, Hjálm og búning.
http://www.bild.de/BILD/sport/motorsport/formel1/2010/04/04/michael-schumacher/moped-2-15666818__MBHF-1270373638,templateId=renderScaled,property=Bild,height=349.jpg
Þarna má sjá Schumacher á vespu með hjálminn á hendinni ...
http://www.bild.de/BILD/sport/fotos/FOTO-GALERIEN-R/motorsport/Formel_201/alle-rennen-und-training-2010/03-malaysia/rennen-fg/schumi-1-15666738__MBHF,templateId=renderScaled,property=Bild,height=349.jpg
já og raunar skipt um ökumann líka miðað við klæðnaðinn á honum ...
Örvar (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 15:14
Góðar "pælingar" varðandi keppnina Jóhann, en strákar þetta er "Schumi" á báðum myndunum "Petronas Mercedes" stendur á gallanum .
Og Jóhann ! sendi þér fyndna mynd af "Schumi" frá 2002 á e póstinn þinn.
Óska ykkur annars góðs "Formúlu" árs kæru meðaðdáendur.
MBKV
Kristján
Kristján Hilmarsson, 5.4.2010 kl. 18:30
"My mistake" tók myndirnar í commentinu, myndin með fréttinni er ekki Schumacher greinilega, bara hrein óvandvirkni, en þeir plata ekki gamla F1 refi eins og okkur ;)
Kristján Hilmarsson, 5.4.2010 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.