EN VAR "REFSINGIN" EITTHVAÐ Í SAMRÆMI VIÐ BROTIÐ????????????

Ég held að allir séu sammála um að svo hafi ekki verið.  Mér þykir ríkisstjórn Geirs Haarde hafa sýnt alveg ótrúlegan undirlægjuhátt og aumingjaskap í þessu máli, að hafa ekki farið með málið beint fyrir alþjóðlega dómstóla.  En ekki er nú stórmannlegri framkoman hjá Steingrími Júdasi, þegar hann var í stjórnarandstöðu hafði hann uppi STÓR orð um þetta óyndisverk Breta og hvernig ríkisstjórn Geirs Haarde hefði staðið "hnípin og aðgerðarlaus" hjá, væri með öllu óverjandi og landi og þjóð til mikillar skammar.  En svo tekur hann sjálfur, ásamt Heilagri Jóhönnu, við stjórnartaumunum og ekki hefur nokkur skapaður hlutur verið gerður í þessum málum ennþá, það er ekki eins og það hafi ekki verið nægur tími
mbl.is Vildu refsa Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Því miður eru svona mál þannig vaxin að báðar þjóðir verða að samþykkja að farin verði dómstólaleiðin - bretar og hollendingar vilja ekki þá leið  og þá erum við stopp á sama hátt og bretar voru þegar við neituðum að fara með landhelgisdeilu fyrir alþjóðadóm.

Sé þetta rangminni hjá mér leiðréttir mig einhver -

hinsvegar sé ég ekki betur en kæra þjóðverja gæti opnað leið inn í dómssalina - nú eða hugsanlega þá ef við borgum ekkert - að þá neyðist kúgunarþjóðirnar til þess að fara dómstólaleiðina.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2010 kl. 10:57

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verjumst látum ekki vaða yfir okkur!

Sigurður Haraldsson, 13.4.2010 kl. 10:59

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ólafur þakka þér góða athugasemd.  Ekki er ég alveg viss en ég held að þú sért að rugla saman Ices(L)ave og hryðjuverkalögunum Bretar þurfa varla að samþykkja það að farið sé í mál við þá vegna hryðjuverkalaganna, en þarna verð ég að viðurkenna það að ég er ekki alveg inn í þeim málum en ef svo er þá er dómstólaleiðin alveg lokuð.  Er það ekki svo, að þó að Hollendingar hafi margt á samviskunni þá koma þeim hryðjuverkalög Breta ekkert við.

Jóhann Elíasson, 13.4.2010 kl. 11:25

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það hefði ekki verið leyfilegt á sínum tíma af stjórnvöldum að "færa" Icesave yfir á breskar og Hollenskar kennitölur, samkvæmt regluverki EES-samningsins, enda er það óheimilt þar sem "frjáls" viðskipti eiga sér stað, þá er einkafyrirtækjum heimilt að starfrækja fyrirtæki alls staðar innan þess svæðis sem "frelsi" ríkir. 

 Svo ef að fólk skoðar betur ummæli Sigurjórns Árnasonar bankastjóra, um að það kæmi sér "betur" fyrir tryggingasjóðinn, að flytja reikningana, þá liggur í rauninni bakvið þau ummæli, að það hefði verið verra fyrir eigendur bankans að slíkt yrði gert, enda hefði flutningur reikningana gert eigendum bankans, það nær ómögulegt að "hreinsa" útaf þeim, eins og þeir í rauninni gerðu.

 það er að mínu mati óhætt að segja, með ESB stefnu Samfylkingar í huga, að málsókn vegna þessara aðgerða Breta hafi ekki notið stuðnings, þess hluta ríkisstjórnar Geirs Haarde, sem var í Samfylkingunni.

 Fyrstu viðbrögð stjórnvalda í átt að samningum, litu að því að ESB hefði einhverja aðkomu að lausn málsins, enda Icesavereikningarnir, eingöngu mögulegir vegna EESsamningsins milli ESB og EFTA.  Sagan segir hins vegar, að ESB hafi fljótlega hlaupið frá borði, enda ekki skrítið kannski, þar sem að sanngjörn og réttlát lausn Icesavedeilunnar fyrir Ísland, yrði stór áfellisdómur fyrir regluverki ESB og eflaust tilefni ótal málssókna og ýtarlegra skoðanna á innviðum bankakerfisins á Bretlandi ,með skattaskjólin á Ermasundi og í Karabíska hafinu undir.  

  Við skulum líka hafa það hugfast að réttlát og sanngjörn lausn Icesavedeilunnar, myndi endanlega gera útaf við ESB-draum Samfylkingarinnar og er því framganga stjórnvalda í málinu öðrum þræði á pólitískum grunni, þegar að grunnurinn ætti að vera lagalegur.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.4.2010 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband