3.5.2010 | 10:18
ÞETTA ER VISSULEGA RÉTT HJÁ HONUM!!!!!!!!!!!!!!!
En hefði hann þá ekki átt að notfæra sér þessi forréttindi og gera eitthvað af viti til að rétta efnahagslífið við??? Nei hann gerði það ekki heldur hélt hann að allt myndi lagast við það að hækka skatta og gjöld á fólk sem barðist við að reyna að lifa á því litla sem það hafði fyrir. Ef við hefðum verið svo álánsöm að vera gengin í ESB og búin að taka upp evruna, áður en hrunið skall á, hefði hagstjórnin verið í höndum evrópska seðlabankans og við hefðum ekki haft neitt um það að segja hvaða aðgerða hefði verið gripið til (sem hefði kannski ekki skipt meginmáli í þessu tilfelli). Því ESB tekur EINGÖNGU tillit til MEÐALTALA í sinni hagstjórn, það er ekki tekið mið af því þótt verðbólga í einu ríki sé mikil það er eingöngu litið á meðaltölin, þeirra mottó er að ef þú ert með aðra löppina í fötu með ísköldu vatni og hina í fötu með sjóðandi vatni þá hefurðu það að MEÐALTALI ágætt!!!!
Steingrímur þakkar fyrir krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM HVAÐ ÞESSI "SKÍTDREYFARI OG SIÐLEYSINGI" ...
- ERU LÖGIN UM SEÐLABANKA ÍSLANDS ILLA UNNIN OG BEINLÍNIS RANGT...
- VEKUR UPP VONIR AÐ BJARTARI TÍMAR SÉU FRAMUNDAN - LÍKA Á ÍSLA...
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRI...
- NOKKUÐ MÖRG LÖG SEM ÞARNA HAFA VERIÐ BROTIN.......
- HVERJUM HEFUR HÚN EKKI SÝNT ÓVIRÐINGU Í ÖLLUM SÍNUM SAMSKIPTU...
- HVAÐA MISTÖK????????
- ÁLIKA RAUNHÆFT OG FLUGVÖLLUR Í HVASSAHRAUNI..........
- ÞAÐ VIRÐIST EKKI VERA NEINN MÖGULEIKI TIL AÐ HAFA "TAUMHALD" ...
- HVAÐA KANNANIR ERU ÞAÐ SEM SÝNA FRAM Á AÐ "MEIRIHLUTI" ÍSLEND...
- SÍÐAN HVENÆR FÓRU BIFREIÐAVIÐSKIPTI Á ÍSLANDI FRAM Í DOLLURU...
- ÞARF HÚN EKKI BARA AÐ FARA AFTUR TIL GEORGÍU TIL AÐ MÓTMÆLA???
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 348
- Sl. sólarhring: 382
- Sl. viku: 2515
- Frá upphafi: 1832680
Annað
- Innlit í dag: 251
- Innlit sl. viku: 1694
- Gestir í dag: 231
- IP-tölur í dag: 231
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefði sennilega ekki breytt neinu að vera með evruna í þeim vanda sem Íslendingar eru. Hins vegar hefði verið auðveldara að sjá hvað var í gangi - og að mér sýnist ennþá í gangi.
Það á ekkert að banna olíu í öllum heiminum af því að einhver ökuníðingur notaði bensín á bílinn til þess að keyra alltof hratt og fullur. Það á að stoppa ökuníðinginn.
Sumarliði Einar Daðason, 3.5.2010 kl. 10:27
Ertu virkilega svo vankaður, sumarliði, að þú haldir að það hefði ENGU breytt þó að evran hefði verið hér???? Ertu búinn að fara MARGAR ferðir í gegnum heilaþvottastöð LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR?????
Jóhann Elíasson, 3.5.2010 kl. 10:39
Er vaxtastigið ekki bara fínt í ESB. Þegar það er kreppa þá á að lækka vexti til að örva atvinnulifið. Vextir í ESB eru nálægt núll..... en hérna á Íslandi nálægt 10%
Einnig hefði ekki orðið eins mikil verðbólga hérna því að verðbólgan seinustu ár hafa verið vegna gengisfalls en engu öðru. Og það hefði ekki gerst með evruna.
Sleggjan og Hvellurinn, 3.5.2010 kl. 10:44
Ég læt engan heilaþvo mig og ég ætla ekki að segja að þú sért vankaður. Þú hlýtur að geta útskýrt fyrir mér hvað það er sem ég er að misskilja. Hagfræði er í raun einföld fræði.
Sumarliði Einar Daðason, 3.5.2010 kl. 10:48
Kannski hef ég misskilið þitt innlegg Sumarliði. Ég var einfaldlega að segja í minni færslu að ESB- batteríið hentar ekki og tekur ekki tillit til hagkerfa innan sambandsins heldur keyrir það á stefnu sem eingöngu tekur tillit til fjöldans. Þetta ætti líka að svara að mestu leiti athugasemd "Sleggjunnar og þrumunnar", sem einhverra hluta vegna treystir sér ekki til að koma fram undir nafni, þótt svo að vextir í ESB séu nálægt núlli þá eru margir aðrir þættir sem skipta máli og þeir þættir skipta ekki MINNA máli en vextirnir.
Jóhann Elíasson, 3.5.2010 kl. 10:58
Jóhann viltu þá ekki upplýsa okkur hvernig tæplega 9% stýrivextir séu að þjóna okkar hagkerfi.
Sleggjan og Hvellurinn, 3.5.2010 kl. 12:15
Ég sagði hvergi að 9% vextir væru að þjóna hagkerfinu og þú skalt bara LESA það sem er skrifað og skilja svo getur þú verið með yfirlýsingar en það virðist ekki vera þín sterka hlið að skilja hlutina miðað við athugasemdirnar frá þér.
Jóhann Elíasson, 3.5.2010 kl. 13:23
"Hagfræði er í raun einföld fræði."
Já, en svo eru herskarar af mönnum í vinnu við að flækja hana. Menn sem að flestu öðru leyti eru vel gefnir einstaklingar, og kallast fjármálaverkfræðingar. Markmið þeirra er að útbúa fjármálagjörninga sem eru svo flóknir að engin getur skilið þá og þar af leiðandi enginn hagnast á þeim nema þeir sjálfir.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2010 kl. 14:22
9% stýrivextir eru afleiðing af krónunni. Efnahagsstjórnunini segja kannski einhverjir, en það er hluti af efnahagsstjórnuninni að vera með krónuna sem gjaldmiðil. Ég get því ekki séð betur en að spurning Sleggjunnar sé fullkomnlega réttmæt og kalla eftir svari við henni.
Það verður ekki eftirspurn eftir dvergmynt sem fellur eins og steinn í kreppum, nema einhver gulrót sé rétt að fjárfestum til að réttlæta áhættuna. Hingað til hefur engin önnur gulrótarækt verið stunduð í þeim tilgangi nema hátt vaxtastig, sem er hér allt lifandi að drepa og hrekja fólk og úr landi í tugþúsundatali, auk þess sem blómleg fyrirtæki eins og Össur, CCP og Marel flytja starfsemi sína til nágrannalandanna.
Síðan má spyrja hvað það kostar að hafa krónuna í venjulegu árferði. Þessi kreppa verður ekki eilíf. Hvað kostar það almenning í landinu að þurfa að kaupa eitt hús en borga tvö? Hvað kostar það fyrirtækin að búa við a.m.k. 5% hærri vexti en í samkeppnislöndum?
Theódór Norðkvist, 3.5.2010 kl. 20:07
Theódór: 9% stýrivextir eru ekki "afleiðing af krónunni" heldur afleiðing af framkvæmd peningastefnu hjá útgefanda gjaldmiðisins. Það myndi ekki skipta neinu máli þó við notuðum seðla og mynt sem hétu eitthvað annað og væru öðruvísi á litinn, það er samt ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans sem ræður vaxtastiginu. Vissulega má færa rök fyrir því að vaxtastigið sé of hátt, en það er ekki hægt að kenna viljalausum seðlum og mynt um það. Ef það er eitthvað vandamál með gjaldmiðilinn okkar, þá er það ekki peningunum sjálfum að kenna heldur ákvarðanatöku þeirra einstaklinga sem sitja í peningastefnunefnd, og góðu fréttirnar eru að þeim getum við skipt út án þess að skipta um gjaldmiðil! Það gætum ið hinsvegar ekki ef við ef við myndum yfirgefa krónuna og taka upp erlenda mynt, þá væru ákvarðanir um peningastefnuna teknar í fjarlægu landi sem við hefðum lítil áhrif á, og gætum aldrei framkallað mannabreytingar þar eins og gerðist hér á Íslandi mjög nýlega. Þeir sem halda því fram að við værum betur sett með Evruna þurfa að rökstyðja afhverju þeir treysta Jean-Claude Trichet fyrir íslenskum hagsmunum.
Gott fólk, vinsamlegast losið ykkur við þá ranghugmynd að pappírsmiðar og málmskífur séu fær um sjálfstæða ákvarðanatöku !
Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2010 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.