SKRÍTNAR FRÉTTIR!!!!!!!

Um leið og eitthvað fer að ganga virkilega vel hjá mönnum, er farið að orða þá við Ferrari, hér fyrir nokkrum vikum gekk það fjöllunum hærra að Robert Kubica væri búinn að gera "leynisamning" við Ferrari og var þá vísað til þess að samningur Felipe Massa væri að renna út en nú á Mark Webber jafnvel að vera á leiðinni til þeirra og þá er einnig vísað til þess að Massa sé að klára samninginn.  Ég vissi alltaf að Massa væri mjög góður, en einhvern veginn efast ég um að það þurfi tvo í staðinn fyrir hann....
mbl.is Webber útilokar ekki að skipta um lið 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það má alveg taka undir þetta mér þér. En það er Webber sjálfur sem kemur þessu af stað í viðtali við breska blaðið. Og samt er þetta ekkert einsdæmi. Þegar líður að lokum samninga ökuþóra koma þeir því alltaf á framfæri í fjölmiðlum að þeir eigi í viðræðum við hina og þessa. Ef til vill er þetta aðferð til að vekja athygli stærri liða á sér - næstum dulin skilaboð um að þeir séu til í að tala við þau. Með fullri virðingu fyrir Massa þá er Webber mun sókndjarfari sýnist mér og e.t.v. ávinningur fyrir Ferrari að fá hann.

Og svo getur þetta líka verið tilraun hjá honum til að segja ráðamönnum Red Bull að hann sé reiðubúinn að söðla um - nema þeir opni pyngjur sínar og skrifi mun hærri launatékka en hingað til.

Þetta getur allt verið bull hjá mér, en svona lagað hefur bara gerst svo mörgum sinnum áður - og þá oft verið aðgerð til að vekja athygli á sér.

Ágúst Ásgeirsson, 24.5.2010 kl. 14:55

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alls ekki að segja að þetta sé bull hjá þér, enda þekki ég þig ekki að því og get sagt þér hér og nú að fréttir úr formúlunni á mbl.is hafa á sér vissan gæðastimpil vegna aðkomu þinnar og ég þori alveg að fullyrða það að fyrir vikið fá þær meiri lestur og umfjöllun.  Ég er alls ekki frá því að það sé rétt hjá þér að með þessu sé Webber að hækka launin sín og um leið er þetta bara hluti af því að hann er að markaðssetja sig (ég er að fara í markaðsfræðipróf á miðvikudaginn og mátti til með að vera svolítið gáfulegur).  Webber er sókndjarfari en Massa, þar er ég enn einu sinni sammála þér, en ég held að hann sé á hápunkti ferilsins núna og eftir þetta held ég að verði ekki mikið um það að ræða að hann "bæti" sig mikið en öðru máli held ég að gegni með Kubica, að mínu mati held ég að hann væri betri kostur fyrir Ferrari.

Jóhann Elíasson, 24.5.2010 kl. 16:10

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Skrítnar pælingar þetta og "silly season" ekki byrjuð einusinni , en skýringar Ágústs jafngóðar og hvað annað þar til eitthvað öðruvísi kemur í ljós, nú eða þetta staðfestist.

Kíkti HÉR og er eiginlega jafnnær, þó vitnað sé í sama blað og Ágúst gerir ?? 

Þar fyrir utan finnst mér einmitt eitt atriði gera Webber og Massa svoldið áþekkka sem ökuþóra, og það er hversu "Ójafnir" þeir hafa verið upp í gegn um tíðina, þ.e. svona annaðhvort á toppi eða tómir feilar, en Webber virkar stöðugri nú í ár.

"We´ll just have to wait" strákar !!

MBKV að "Utan"

KH

Kristján Hilmarsson, 24.5.2010 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband