HVAÐ HEFUR RÍKISSTJÓRNIN GERT TIL AÐ "ÖRVA" ATVINNULÍFIÐ?????

Maðurinn hlýtur bara að vera á einhverjum lyfjum og það mjög sterkum því það er ekki með nokkru móti hægt að sjá að "ríkisstjórn fólksins" hafi gert nokkuð til þess að koma atvinnu af stað í landinu og ekkert sem bendir til að svo verði.  Í morgun bloggaði ég um þetta nýja "úrræði" sem Árni Páll kynnti á föstudag en þegar á reyndi var þetta úrræði aðeins á pappírnum SJÁ HÉR þar var um að ræða "átak", sem ekki hafði verið útfært áður en það var kynnt, kannski liggur svona mikið á að bæta ímynd "ráðalausu ríkisstjórnarflokkanna" fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta laugardag????  Heldur Steingrímur virkilega að ASÍ væri að fara útí mikinn aðgerðapakka ef allt væri í himnalagi????  Forysta ASÍ er öll eins og hún leggur sig á bandi þessarar ríkisstjórnar og það er nokkuð víst að ekki væri farið út í aðgerðir nema FULL ástæða væri til.
mbl.is Gefa veiðileyfi á stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég spurði mig að því sama þegar ég las þetta, get ekki munað betur en að einstök fyrirtæki, sveitarfélög og almenningur eigi hér meiri hlut að máli,en vinsamlegast leiðréttið mig fari ég með rangt mál.

 Síðast þegar ég athugaði þá rís efnahagurinn alltaf upp á sumrin og dalar hægt á haustinn; hægt í fyrstu en tekur "skell" í Nóvember. Hvernig skildi sá skellur verða núna?

Brynjar Þór (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 17:56

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Af öllum sólarmerkjum að dæma má gera ráð fyrir að sá "SKELLUR" verði ansi harður, menn eru að tala um annað bankahrun og hjá því er talað um að fyrra bankahrunið hafi verið sem lítil æfing.  Og flest kemur þetta til vegna ráðaleysis og aðgerðaleysis stjórnvalda.

Jóhann Elíasson, 25.5.2010 kl. 18:13

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er eins og ég sagði um árið...

Bóndi minn kæri og búalið

ennþá lengist langa-bið

Því ráðherran lýgur 

svo í burtu flýgur

með illa ígrundað atkæðið.

Óskar Guðmundsson, 26.5.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband