16.6.2010 | 08:40
ÍSLAND HEFUR EKKERT TIL ÞESSA SAMBANDS AÐ SÆKJA!!!!!!!!!!
Sambandssinnar hafa ekki getað komið með NEIN haldbær rök fyrir því að Ísland ætti að ganga í þetta samband, sem hefur evru að gjaldmiðli og er að deyja drottni sínum og sambandið sjálft er að lognast útaf, því eins og allir vita þá er þarna samansafn af ólíkum ríkjum, með ólíkar þarfir og reynt er að samræma þetta allt, eins og um einhverja eineggja tvíbura sé að ræða og miðstýra svo svo öllu batteríinu frá Brussel. Upphafið að hugmyndinni um sameinaða Evrópu, er komin frá Hitler en hann reyndi að sameina hana með hervaldi, sem allir vita að tókst ekki. Þarna var komið upphafið að yfirgangi Þjóðverja og átti bara eftir að aukast (þessu erum við að finna fyrir núna). Eftir seinni heimsstyrjöldina var ákveðið að fara aðrar og friðsamari leiðir við að sameina Evrópu í eitt samband og er sá ferill enn í gangi (það hefur varla farið framhjá nokkrum manni). Halda menn virkilega að Ísland hafi einhvern hag af því að vera aðili að þessu sambandi og hver getur sá hagur hugsanlega verið??????????????????
Vilja að við hættum hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 21
- Sl. sólarhring: 247
- Sl. viku: 1937
- Frá upphafi: 1855090
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 1203
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar væri heimurinn núna í dag, ef það væri ekkert Evrópskt samvinnu eða samband til staðar? Væru þá kanarnir ekki búnir að taka allt yfir ? ESB er mótvægi, ef Evrópumenn standa ekki saman þá munum við glata tilveru okkar með tímanum. Fyrst var það Rússa grýlan sem átti alltaf að hræða okkur með, en hvar væri Ísland í dag ef við hefðum ekki getað stundað vöruviðskipti við Rússana á sínum tíma? Nú er verið að búa til ESB grýla, "BÖÖÖ !". Það hefur engin farið jafn ílla með Ísland eins og Íslendingar hafa sjálfir gert. Hér höfum búið við dulið lénsherra skipulag allt of lengi. Það eru alltaf einhverjir sérhagsmunahópar sem ráða öllu hér og eignast allt. Lengi lifi Ísland ! Lengi lifi Evrópa !
Rabbi (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 11:00
Rabbi að þú skulir láta svona órökstudda þvælu frá þér fara og svona barnalega er ekki nokkrum heilvita manni sæmandi. Og ekki er einu sinni hægt að svara þessu samhengislausa bulli þínu.
Jóhann Elíasson, 16.6.2010 kl. 13:44
svona mundi republikani svara þessu. þú átt bara ekkert svar við þessu vegna þess að þú veist ég hef rétt fyrir mér. þú vilt kannski ráða landráðsmennirnir aftur til starfa ?
Rabbi (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:01
Merkilegt með þessa Evrópusinnar, það skiftir engu hvað gerist, stefnumálin lenda í árekstri, forsendur gufa upp og hugmyndir hrynja. Allt sem þeir lögðu upp með er gufað upp eða hrunið. Þeir standa samt fastir á "töfralandinu" allgerlega blindaðir á allt - slíkt kallast í daglegu tali heilaþvottur
Þessi rabbi er bara að "copy/peasta" sama áróðurinn á allar síður
Brynjar Þór (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:21
síðan hvenær verðu skoðun manna að áróðri ? við hefðum aldrei átt að slíta tengslum við Dani á sínum tíma. það voru bara íslenskir auðvaldsinnar og ameríkanar sem vildu slíta okkur frá Dönum. það var rekið mikil áróður fyrir því að Íslendingar segðu sig úr lög við Dani.
Best væri að öll Norðurlöndinn eitt sambandsríki.
Rabbi (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:36
Á hverju ertu eiginlega Rabbi, þú kemur ekki með nein rök fyrir bullinu í þér og þar af leiðandi er engu að svara og hvernig í ósköpunum getur þú þá haft rétt fyrir þér??????
Jóhann Elíasson, 16.6.2010 kl. 19:19
Auðvitað geta Íslendingar mikið sjálfir, en þú hlýtur að vera sammála mér um það...
ad tad væri frekar erfitt og ógáfulegt fyrir borg eins og Aarhus í Danmörku að reyna að halda uppi "sjálfstæði" og eigin gjaldmiðli, í stað þess að vera hluti af Danmörku eða hinu víðara svæði sem liggur í kring. Það er bara meira vit (að mínu mati) í að "vera með" og hafa því áhrif á gang mála sem á endanum snúa að manni sjálfum, því umhverfi manns hefur áhrif á mann hvort sem manni líkar betur eða verr.
Afhverju Aarhus í Danmörk? Vegna þess ad Ísland er svipad, miðað við mannfjölda og efnahag.
Við getum svo margt.... en við getum enn meir saman (EU).
Copy/Paste :)
Mikilvægt innlegg í umræðuna um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu hefur nýlega litið dagsins ljós nýlega frá Seðlabanka Íslands. Þar er sýnt fram á að kostir þess að taka upp evru í stað krónu eru miklir.
Segja má að Seðlabankinn enn frekar rennt stoðum undir þá skoðun Samtaka iðnaðarins að aðild Íslands að Evrópusambandinu hafi ótvírætt í för með sér mikla kosti fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Samtökin hafa jafnan bent á að þar skipti evran mestu en evran og aðild að ESB verða ekki sundur skilin.
Seðlabanki Íslands gefur út rannsóknarritgerðir á ensku undir heitinu „Central Bank of Iceland Working Papers“. Hér er um að ræða fræðilegar ritgerðir um hagfræði og efnahagsmál sem ritaðar eru af starfsmönnum bankans eða sérfræðingum sem sérstaklega eru til þess fengnir.
http://www.si.is/malaflokkar/althjodlegt-samstarf/evropumal/evra/nr/1830
Nokkrir mikilvægir þættir eru þá þessir:
* Verðlag verður gegnsærra - samkeppni breytist - veruleg verðlækkun neysluvöru;
* Sameiginlegt viðskiptaumhverfi - samlögun hagkerfa í eina sameiginlega heild;
* Hagvaxtargrunnur styrkist - verður hluti af miklu stærra hagkerfi og viðskiptalífi;
* Viðskipti á sameiginlegu svæði stóraukast;
* Samþætting í atvinnulífi eykst - sérhæfing, hagræðing og samvinna aukast;
* En við verðum jafnframt að hafa í huga
- að boðleiðir verða lengri - kostir smásamfélagsins dvína;
- að forgangsröðun stjórnvalda fjarlægist a.m.k. að einhverju leyti;
- að staðbundnar sveiflur verða óvarðar
- nýjar leiðir gegn staðbundnum áföllum.
Undanþágur og sérlausnir í aðildarviðræðum við Evrópusambandið
Í umræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu er því stundum haldið fram að sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins sé andstæð íslenskum hagsmunum. Látið er fylgja með að ómögulegt sé að finna viðunandi lausn í sjávarútvegsmálinu í aðildarviðræðum og þess vegna sé um tómt mál að tala að hefja aðildarviðræður. Aðildarsamningar að ESB hafa sömu lagastöðu og stofnsamningar ESB. Því er áhugavert að skoða hvort einhver aðildarríki ESB hafi fengið slíkar sérlausnir eða undanþágur í sínum aðildarsamningum.
Undanþágur
Danmörk og Bretland hafa gengið lengst í fyrirvörum og undanþágum frá reglugerðaverki ESB og virðast jafnvel hafa kerfisbundna stefnu þess efnis að taka ekki þátt á öllum samstarfssviðum ESB. Bæði Bretland og Danmörk eru undanþegin þriðja stigi myntbandalags ESB og þar með frá því að taka upp evruna. Bretland og Írland standa fyrir utan Schengen og Danmörk viðurkennir ekki yfirþjóðlegan rétt Evrópusambandsins á sviði innanríkis- og dómsmála. Danir viðurkenna heldur ekki að ríkisborgararéttur ESB taki framar dönskum ríkisborgararétti og eru einnig undanþegnir varnarstefnu ESB.[i]
Þá má nefna að Danmörk fékk ennfremur sérlausn í sínum aðildarsamningi frá árinu 1973 sem kveður á um að Danir mega viðhalda löggjöf sinni á kaupum útlendinga á sumarhúsum í Danmörku. Löggjöfin kveður á um aðeins þeir sem hafa verið búsettir í Danmörku í fimm ár hið minnsta mega kaupa tiltekin sumarhús á tilteknum stöðum.[ii] Malta fékk svipaða undanþágu í sínum aðildarsamningi og fékk að viðhalda löggjöf þess efnis þeir sem ekki hafa búið í landinu í fimm ár hið minnsta mega ekki kaupa fleiri en eina húseign í landinu.[iii] Þessar bókanir teljast til varanlegra undanþága frá regluverki ESB enda ganga þær gegn frjálsum fjárfestingarrétti sem á að vera tryggður í stofnsáttmála ESB. Malta fékk einnig eins og Írland heimild til að viðhalda banni við fóstureyðingum. Þegar Suður-Evrópuríkin, Grikkland (1981), Spánn og Portúgal (1986) gengu í ESB fengu þau í aðildarsamningi sérstaka undanþágu í bómullarframleiðslu. Sú undanþága hefur síðan orðið að almennri reglu í landbúnaðarstefnu ESB. Svíþjóð fékk undanþágu frá heilbrigðisreglum ESB og fékk heimild til að selja varatóbakið snus á heimamarkaði.[iv] Hér er semsé um að ræða klárar undanþágur (e. opt-outs) frá stofnsáttmálum ESB.
Sérlausnir
Fjölmörg aðildarríki hafa einnig fengið fram ýmiskonar sérlausnir sem sniðnar hafa verið inn samhliða aðildarviðræðum. Hér má nefna ákvæði um sérstakan stuðning við harðbýl svæði sem varð til í tengslum við inngöngu Bretlands og Írlands í ESB árið 1973. Annað dæmi um sérniðna lausn sem varð til í aðildarviðræðum má finna í aðildarsamningum Svíþjóðar, Finnlands og Noregs (aðildarsamnigur Noregs var svo felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu). Sérstök grein um heimskautalandbúnað heimilar sænskum og finnskum stjórnvöldum að styðja landbúnað norðan 62. breiddargráðu allt að 35 prósent umfram það sem er heimilað annars staðar í ESB. Finnar fengu einnig heimild til að styrkja enn frekar svæði sem eiga í séstökum erfiðleikum með að aðlagast landbúnaðarstefnu ESB.[v] Í aðildarsamningi sínum fengu Finnar því framgengt að 85 prósent af landssvæði Finnlands er skilgreint sem harðbýlt svæði. [vi]
Sjávarútvegur á Möltu
Malta hefur haft nokkra sérstöðu í sjávarútvegi og því er áhugavert að skoða aðildarsamning þeirra á því sviði sérstaklega. Snemma á áttunda áratugnum lýsti Malta yfir 25 mílna efnahagslögsögu en erfiðlega hefur gengið að fá hana viðurkennda á alþjóðavettvangi. Undanfarin 30 ár hefur Malta þó að mestu stjórnað veiðum innan þeirrar lögsögu. Möltubúum hefur þó reynst erfitt að fá ESB og alþjóðasamfélagið til að virða lögsöguna og erlend fiskiskip hafa alla tíð stundað veiðar að einhverju leyti innan hennar. Aðstæður á Möltu eru æði ólíkar þeim sem þekkjast á Íslandi, til að mynda að því leyti að á Möltu er lítið um staðbundna fiskistofna. Meirihluti stofna er því sameiginlegur með ríkjum ESB og Norður-Afríku. Í reglum ESB eru ríki aðeins einráð um fiskveiðar innan tólf mílna lögsögu. Utan hennar er óheimilt að mismuna sjómönnum eftir þjóðerni. Því þurfti að semja um lögsöguna milli tólf og 25 mílur frá eyjunni.
Í samningaviðræðunum gerði Malta þá kröfu að halda 25 mílna lögsögunni. Niðurstaðan varð sú að stjórnvöld á Möltu munu eftir sem áður stjórna veiðum innan 25 mílna lögsögunnar. Samningamenn ESB féllust á þetta á grundvelli þess sjónarmiðs að aðildin verði ekki til að draga úr verndaraðgerðum innan svæðisins. Þótt stjórnvöld á Möltu haldi stjórn á veiðum í lögsögunni er þeim formlega séð hins vegar ekki heimilt að meina öðrum en maltneskum sjómönnum að veiða milli tólf og 25 mílnanna. Til að girða fyrir útgerð frá öðrum ríkjum var því sett inn sú regla að veiðar á svæðinu takmarkist við skip undir tólf metrum að lengd, en langflest fiskiskip á Möltu eru undir þeirri stærð. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að maltneskir sjómenn munu eftir sem áður sitja einir að veiðum á svæðinu því ekki er talið svara kostnaði fyrir aðrar þjóðir að senda svo lítil fiskiskip svo langa leið til veiða við Möltu.[vii] Lettland fékk einnig álika undanþágu í sjávarútvegi hvað varðar veiðar í Eystrasalti.
Malta fékk því líka framgengt að öll eyjan er skilgreind sem harðbýlt svæði. Malta fékk enn frekari undanþágur fyrir eyjunni Gozo, sem tilheyrir Möltu. Til að mynda má selja þar vöru án þess að innheimta virðisaukaskatt.
Sérlausnir innan ESB
Til viðbótar við undanþátur og sérlausnir sem ríki hafa fengið í aðildarsamningum er einnig nokkuð um að aðildarríki ESB hafi einnig náð að semja um undanþágur og sérlausnir eftir að inn í ESB er komið, sérstaklega í tengslum við endurskoðun á stofnsáttmála ESB. Danir, Bretar og Írar hafa til að mynda náð fram slíkum samningum. Eins og greint hefur verið frá standa Bretland og Írland til að mynda fyrir utan Schengen-samstarfið og hafa undanþágu frá stefnumálum á sviði innflytjendamála, löggæslu og landamæraeftirlits. Þessi undanþága eða sérlausn er á grundvelli sérstakrar bókunnar við Amsterdam-samninginn frá árinu 1997.[viii] Danski kjósendur höfnuðu Maastricthsáttmálanum frá árinu 1992 í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í sérstöku samkomulagi sem undirritað var í Edinborg árið 1994 náðu Danir fram ýmsum sérákvæðum, til að mynda um veitingu ríkisborgararéttar og undanþágu frá þátttöku í myntbandalagi ESB. Eins og Bretar og Írar náðu Danir einnig fram sérstakri bókun við Amsterdam-samninginn. Í henni fengu Danir einnig undanþágu frá ýmsum þáttum í samstarfi ESB á sviði innanríkis- og dómsmála þótt Danmörk sé vissulega fullgildur aðili að Schengen. Danmörk fékk að auki sérstaka heimild til að standa fyrir utan varnarsamstarf ESB.[ix]
Undanþágur og sérlausnir verða raunar ekki aðeins til í aðildarsamningum eða við endurskoðun á stofnsamningum ESB. Nokkuð er um að einstaka ríki hafi náð að semja sig frá einstaka tilskipunum og reglugerðum sem eru í undirbúningi og önnur ESB-ríki vilja setja. Slíkar undanþágur eru gjarnan veittar á svæðum sem búa við sértakar aðstæður og þar sem viðkomandi reglugerð gengur gegn hagsmunum þess svæðiðs. Nokkuð er um slíkar undanþágur í sjávarútvegi. Til að mynda við Hjaltlandseyjar og Orkneyjar auk sérreglna í Miðjarðarhafi og Eyrtasalti.[x]
Staða Íslands í aðildarviðræðum
Framangreindar bókanir hafa sömu lagastöðu og aðildarsamningarnir sjálfir. Í 174. gr. aðildarsamnings Austurríkis og Finnlands, Svíþjóðar og Noregs er til að mynda sagt að þær séu óaðskiljanlegur hluti af samningnum. Aðildarsamningar ríkja hafa svo einnig sömu stöðu og stofnsamningar ESB.
Í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að ESB má nefna að í 299. grein Rómarsáttmálans er kveðið á um sérstaka stöðu um fjarlægar eyjar og héruð innan ESB. Í ákvæðinu er viðurkennt að sérstaða slíkra svæða geti kallað á ýmsar sérlausnir. Í skýrslu sem starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins tók saman árið 2004 undir heitinu Fiskveiðiauðlindin - Ísland og Evrópusambandið, er bent á að Ísland gæti nýtt þessa grein í samningum við ESB um sérlausn í sjávarútvegi en í ákvæðinu felst sú regla að „heimamönnum er tryggður víðtækur forgangur til hagnýtingar náttúruauðlinda á hafsvæðum eyjanna sem um ræðir.” Í skýrslunni kemur einnig fram að heimamenn geti krafist “einkarétts til veiða, vinnslu og markaðssóknar, en mega hins vegar t.d. ekki sækja inn á meginlandsmarkað Evrópu með þeim hætti að skekki markaðsaðstæður þar.” Í ákvæðinu felast einnig möguleikar um “margvíslega styrki, m.a. til þróunar og ráðgjafar, veiðarfæra og annarrar vélvæðingar, starfsþjálfunar, vöruþróunar og sölumála.” Þá gilda sérstök ákvæði um skattamál, tollamál, innflutningshöft á þessum svæðum, og um stuðning vegna flutningskostnaðar, efnivörukostnaðar og fjármögnunar.[xi]
Kjósi Íslendingar á annað borð að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið ætti samkvæmt þessari upptalningu hér að framan vel að vera gerlegt að ná viðunandi lausn í sjávarútvegsmálinu. Komi til aðildarviðræðna ættu íslensk stjórnvöld að fara fram á sérstaka aðlögun á sjávarútvegsstefnu ESB svo hún falli að aðstæðum á Íslandi.[xii] Baráttan um yfirráð yfir auðlindum landsins er nátengd sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og beintengd hugmyndum um fullveldi Íslands. Sjávarafurðir telja enn góðan meirihluta í vöruútflutningi Íslands. Yfirráð yfir fisknum snýst því með beinum hætti um yfirráð yfir eigin örlögum. Ekki síst þess vegna er mikilvægt að sérstaða svæðisins umhverfis Íslands sé áréttuð með óyggjandi hætti. Þetta væri til að mynda hægt að tryggja með því að gera fiskveiðilögsögu Íslands að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Ekki væri um að ræða almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur um sértæka beitingu hennar á ákveðnu svæði á grundvelli nálægðarreglu þannig að ákvarðanir um nýtingu á auðlind Íslands sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildarríkjum ESB yrðu teknar á Íslandi.
Í rökstuðningi fyrir sérstakri beitingu sjávarútvegsstefnunnar á Íslandi má beina sjónum að ólíkum aðstæðum á Norð- vestur-Atlantshafssvæðinu annars vegar og hafsvæðum innan ESB hins vegar, líkt og Halldór Ásgrímsson gerði í Berlínarræðu sinni árið 2002. Við skoðun á landakorti Evrópu sjá menn það í hendi sér að þörf er á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu á meginlandi Evrópu þar sem um sameiginlega nýtingu er að ræða úr sameiginlegum auðlindum. Fiskistofnar við meginland Evrópu virða ekki landamæri og eru veiddir af fjölda ríkja. Því er augljóst að sameiginleg stjórn þarf að vera á slíkum veiðum.
Þessu er hins vegar ólíkt farið á Íslandsmiðum og raunar á öllu Norð- vestur-Atlantshafi. Fiskistofnar Íslands eru að mestu staðbundnir og því er ekki um sameiginlega auðlind að ræða, ekki frekar en á við um skóga í Finnlandi eða olíu við strendur Bretlands. Sjávarútvegsstefnu ESB var í raun aldrei ætlað að ná yfir svæði þar sem ekki eru sameiginlegar auðlindir og því tekur stefnan, eðli málsins samkvæmt, ekki tillit til aðstæðna á Íslandi. Í hugsanlegum aðildarviðræðum þarf því að skoða með hvað hætti unnt er að laga stefnuna að aðstæðum á Íslandi. Í því sambandi er unnt að beita nálægðarreglu Evrópusambandsins sem kveður á um að ákvarðanir skulu teknar sem næst þeim er ákvörðunin snertir. Svör við því hvort unnt sé að ná viðunandi aðildarsamningi við Evrópusambandið, til að mynda á borð við þá sem hér er nefnd, fæst hins vegar ekki fyrr en í aðildarviðræðum...
http://starfsmenn.bifrost.is/default.asp?sid_id=36787&tId=1
Trausti Traustason, 16.6.2010 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.