HVAÐ ÞÝÐIR EINKAREKINN HÁSKÓLI???????????

Samkvæmt öllu hefði ég haldið að einkarekinn skóli ætti ekki að NEINUleiti að vera háður fjárframlögum frá ríkinu.  Einkarekinn skóli á að byggja á skólagjöldum frá nemendum, enda eru skólagjöldin í HR ekki á færi neinna fátæklinga og svo ofan á þetta þá eru þeir á háum styrkjum frá ríkinu.  Og hvað eru menn svo að greiða fyrir?????  Ef það væri einhver afburða menntun horfði málið kannski einhvern veginn öðruvísi við, eftir því sem ég hef kynnt mér með þær námsbrautir sem eru kenndar bæði við HÍ og HR tökum sem dæmi hagfræði og lögfræði, þá er kennsla við HR og HÍ mjög svipuð og voru þeir starfandi lögfræðingar ekki alveg á eitt sáttir hvor skólinn ætti vinninginn þar en þegar kom að hagfræðinni var ekki nokkur efi, ALLIR starfandi hagfræðingar sem ég hafði samband við voru á einu máli um að þar hefði HÍ vinninginn og HR ætti langt í land með að ná sama árangri.  En ef menn vilja endilega reka einkarekna háskóla og telja sig geta það þá eiga þeir að gera það ÁN RÍKISAFSKIPTA.
mbl.is „Niðurskurði til háskóla verður nú að linna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu.

Mér skilst að HR fái u.þ.b. sama á hvern nemanda og HÍ, þannig að skólagjöldin eru hrein viðbót.

Ekki skrítið að þeir geti leyst út skólastjóra sem fer á þing með 60 milljóna kveðjugreiðslu.

Síðan reistu þeir höll við Öskjuhlíð og fóru á hausinn með allt saman, en voru dregnir að landi og bjargað.

Það sjá það held ég flestir, að þetta er endemis vitleysa.

Doddi (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 11:50

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skyldi það vera rétt að skortur á lögfræðingum og hagfræðingum hafi valdið hruni íslenska hagkerfisins og sett þúsundir fjölskyldna á vonarvöl?

Ég leyfi mér að stórefast um að þessa þjóð vanti fleiri lögfræðinga eða fleiri hafgræðinga ef ég miða út frá reynslu af þessum akademisku afglöpum.

Árni Gunnarsson, 20.6.2010 kl. 16:40

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Árni, ég tók  nú bara þessi tvö svið af handahófi og ég ætla mér nú ekki að fara út í þá umræðu hvort nokkuð sé við þessa menn að gera, það er bara allt annað mál.

Jóhann Elíasson, 20.6.2010 kl. 16:52

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki skilja það svo Jóhann að ég hafi verið að sneiða að þér eða efni færslunnar. Þvert á móti er ég þér hjartanlega sammála.

Og ég hef lengi haft efasemdir um ávöxtun þeirra fjármuna sem árlega hefur verið mokað inn æðri stig okkar skólakerfis.

Engin merki sá ég um það í aðdraganda efnahagshurnsins eða viðbrögðum að þar hafi skort langar romsur af akademiskum lærdómsgráðum hjá flestum þeim sem þar léku aðalhlutverkin.

Árni Gunnarsson, 21.6.2010 kl. 15:40

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki er ég neitt "hörundssár" Árni, ég hélt bara rétt sem snöggvast að þú hefðir ekki alveg skilið hvað ég var að fara.  En auðvitað var það misskilningur hjá mér og biðst ég velvirðingar á því.  Annars er ég þér alveg sammála um alla þessa "eftiráfræðinga" sem ég vil kalla svo,sem voru að koma í viðtöl í öllum fjölmiðlum, eftir hrun og voru að gefa"ráð".

Jóhann Elíasson, 22.6.2010 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband