Það er alveg hreint með ólíkindum sú lítilsvirðing sem RÚV sýnir kvennalandsliði Íslands í knattspyrnu. Vegna HM í knattspyrnu, var aðeins hægt að sýna seinni hálfleikinn í landsleik Íslands og Króatíu í knattspyrnu kvenna. Þessi leikur var með þeim mikilvægari sem stelpurnar hafa spilað, ég veit ekki með aðra en ég hafði t.d mun meiri áhuga á þessum leik en leiknum milli Argentínu og Grikklands á HM og mín vegna hefði alveg mátt sýna þann leik eftir að landsleik Íslands og Króatíu var lokið. Þar að auki var þetta 100 landsleikur Katrínar Jónsdóttur fyrirliða og skorði hún sitt 18 mark fyrir landsliðið, en það var að sjálfsögðu ekki hægt að vita fyrirfram. Persónulega finnst mér þetta HM fár komið langt fram úr sé, það er ekki nóg með að flestir leikirnir séu sýndir beint heldur eru misgáfulegar umræður um leikina fyrir og eftir leik. T.d hefur alltaf verið STUTTUR fréttatími í sjónvarpinu klukkan sex, fréttirnar verða að vera stuttar því það byrjar leikur klukkan hálfsjö, veðurfregnir komast ekki að fyrr en um átta og í gærkvöldi var EINN dagskrárliður í sjónvarpinu sem EKKI tengdist fótbolta og hann byrjaði tíu mínútur yfir níu, strax eftir tíu fréttir byrjaði svo "Íslenski boltinn". Er ekki kominn tími til að RÚV komi upp sérstakri íþróttarás????? Það bjargar miklu að nú skuli vera hásumar og menn geta fundið sér annað að ger en að glápa á sjónvarp...
Ísland vann 3:0 sigur á Króötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM HVAÐ ÞESSI "SKÍTDREYFARI OG SIÐLEYSINGI" ...
- ERU LÖGIN UM SEÐLABANKA ÍSLANDS ILLA UNNIN OG BEINLÍNIS RANGT...
- VEKUR UPP VONIR AÐ BJARTARI TÍMAR SÉU FRAMUNDAN - LÍKA Á ÍSLA...
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRI...
- NOKKUÐ MÖRG LÖG SEM ÞARNA HAFA VERIÐ BROTIN.......
- HVERJUM HEFUR HÚN EKKI SÝNT ÓVIRÐINGU Í ÖLLUM SÍNUM SAMSKIPTU...
- HVAÐA MISTÖK????????
- ÁLIKA RAUNHÆFT OG FLUGVÖLLUR Í HVASSAHRAUNI..........
- ÞAÐ VIRÐIST EKKI VERA NEINN MÖGULEIKI TIL AÐ HAFA "TAUMHALD" ...
- HVAÐA KANNANIR ERU ÞAÐ SEM SÝNA FRAM Á AÐ "MEIRIHLUTI" ÍSLEND...
- SÍÐAN HVENÆR FÓRU BIFREIÐAVIÐSKIPTI Á ÍSLANDI FRAM Í DOLLURU...
- ÞARF HÚN EKKI BARA AÐ FARA AFTUR TIL GEORGÍU TIL AÐ MÓTMÆLA???
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 107
- Sl. sólarhring: 307
- Sl. viku: 2274
- Frá upphafi: 1832439
Annað
- Innlit í dag: 99
- Innlit sl. viku: 1542
- Gestir í dag: 96
- IP-tölur í dag: 96
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég þér sammála.Það er á örfáum sviðum,sem Íslendingar ná langt á Alþjóðamælikvarða.Eitt af því er kvennafótbolti.Þarna fara stelpurnar okkar.Ég er ekki síður hissa,hvað fáir fara á leiki þeirra.
Sjónvarpið ætti að nota þann tíma,sem ruglukollarnir hans Þorsteins taka af dagskrá.Þessir rugla með knattspyrnu á HM.Það er alveg ótrúlegt hvað þeir geta bullað um hluti,sem þeir hafa takmarkaða vit á.
Ég tel að samanlögðu,sé hér um 2 klst.á dag.eða um 50-60 klst á meðan HM-keppnin stendur yfir.4 menn á mklum launum fyrir ekki neitt,er ekki full langt gengið.
Það væri nær að senda þá út á völl með tuðrurnar sínar,og nýta tíma sjónvarpsins,til að sýna eitthvað,til að brjóta aðeins niður sjónvarp frá HM.Greiði ekki allir jafnt til RÚV,og eiga því rétt á að sjá eitthvað annað.
Ingvi Rúnar Einarsson, 23.6.2010 kl. 00:10
hjartanlega sammála. nefni dæmi en systir mín 10 ára er að leika í 6. flokki og í íslandsmóti. þar er hún núna á stuttum tíma í tvígang búin að lenda í því að dómari leiksins er þjálfari andstæðinganna. í öðru lagi að í annað af þessum tveimur skiptum þá var semsagt dómarinn/þjálfarinn bæði að reka sýnar stelpur áfram í leiknum, meðan hann var að dæma og ekki nóg með það heldur hringir síminn og hann fer að blaðra í hann einnig á meðan leik stendur. akkúrat engin virðing borin fyrir leiknum. þetta er náttúrulega skandall því stelpurnar eru að byrja í íþróttinni og eru að læra leikreglurnar með hverju ári og feta sig áfram. það er mikilvægast þegar menn/konur eru að byrja sín fyrstu skref í hvaða íþrótt sem er, ekki bara fótbolta, að fár virðingu fyrir leikreglum og eikki síður dómurum og þeim sem halda utan um reglur. svona háttalag er ekki til þess fallið að gefa virðingu fyrir því sem gert er. að minu mati þá er til nóg af dómurum til að dæma þessa leiki í yngri flokkum bæði strákar og stelpur sem eru fullfær um að dæma, ég nefni bara dæmi með sjálfan mig því þegar ég var að spila fótbolta sjálfur þá komu dómarar í heimsókn og við í liðinu fengum tækifæri til að hitta þá og síðan var námskeið og tekið síðan dómarapróf og þar með réttindi til að dæma í yngstu flokkum. þetta er ennþá gert að ég best veit og eins og ég segi þá er nóg til af ungum dómurum til að dæma í yngstu flokkum. ánægður að einhver skyldi nefna þetta og ég veit ekki til þess að þetta sé eitthvað vandamál hjá strákunum en þegar kemur að stelpunum þá er eins og að vanti áhuga eða eitthvað, næ ekki að festa fingur á það. fordómar, ég skal ekki fullyrða það er nú 2010 og við skulum halda því til haga. takk fyrir mig.
þórarinn (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 03:58
Þetta er ekki spurning um virðingu sorry. Það er einfaldlega meiri áhugi á HM en á kvennaknattspyrnu. Ekki misskilja mig, ég hef gaman að því að horfa á stelpurnar og horfði á allan leikinn við NÍ og seinni hálfleik í þessum en kommon, knattspyrna í þeim gæðaflokki sem Argentína sýndi í gær er ástæða þess að knattspyrna er vinsæl.
Það eru margar íþróttir sem Íslendingar eru að ná verulega góðum árangri í sem fá litla sem enga umfjöllun í fjölmiðlum, þannig er þetta bara, framboð og eftirspurn.
Tryggvi, 23.6.2010 kl. 11:10
Það er bara þín fullyrðing Tryggvi, sorry
Jóhann Elíasson, 23.6.2010 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.