VESENIÐ STRAX BYRJAÐ!!!!!!!!!!!!!!!!

Ekki koma þessar fréttir neitt stórkostlega á óvart og ítreka ég þá skoðun mína að höfnin, sem slík, geti þjónað þokkalega sem ferjuhöfn í sumar (reyndar með svona tilfæringum) en í haust fjölgar þeim dögum sem verður ófært í höfnina svo koma vetraveðrin og þá syrtir enn meira í álinn og að lokum verður það svo að einungis verður fært fyrir smábáta í höfnina í einhvern stuttan tíma.  Því miður þá á þessi mikla fjárfesting eftir að verða sandinum að bráð, fjárfesting sem nemur milli 4 og 5 milljörðum, því miður segi ég því ég sé það ekki fyrir mér að stjórnvöld verði tilbúin til þess að setja fjármagn í nýja ferju fyrir Vestmannaeyjar strax eftir að hafa set svona mikið fjármagn í verkefni sem "floppar".  Ég hef skrifað nokkuð margar greinar um þetta og meðal annars hefur mér verið borið á brýn að segja að varnargarðarnir í Landeyjahöfn hverfi í hafið í fyrsta veðri.  Ég hef farið yfir allar mínar greinar um þetta og hef ekki fundið þetta en aftur á móti hef ég sagt að "garðarnir" komi til með að hverfa, svo hefur ekkert alvöru brim komið á "garðana" ennþá svo það er nú fullfljótt hjá mönnum að fagna strax. Eins og ég sagði áður þá hef ég skrifað nokkuð um þetta ævintýri og meðal annars grein í október 2007 SJÁ HÉR þegar þessi hafnargerð var á teikniborðinu.  Halda menn að það sé einhver tilviljun að það er engin almennileg höfn á suðurlandi frá Þorláksöfn að Höfn í Hornafirði?  Þegar ég segi "almennileg höfn" veit ég svei mér þá ekki hvort höfnin á Höfn í Hornafirði á skilið að kallat "almennileg" ég hef aldrei siglt í erfiðari höfn og á örugglega ekki eftir að gera (ástæðan er einfaldlega sú að ég er hættur til sjós).  En er á meðan er ég vona að landmenn og Eyjamenn njóti vel Landeyjahafnar á meðan hægt er og vonum svo það besta en búum okkur undir það versta í framtíðinni. 
mbl.is Mokað úr Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þar sem sandur er á ferðinni sest hann að öllum fyrirstöðum, náttúrulegum sem manngerðum. Ég óttast að þetta geti farið á versta veg og varnargarðarnir þjóni aðallega hlutverki sandfangara, þó að maður voni hið besta. Falli eitthvað undir áhættufjárfestingu, þá er það þessi höfn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.7.2010 kl. 15:16

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er fullkomlega sammála þér þarna.  Þegar skip hefur strandað þarna á söndunum hafa ekki liðið mörg á þar til það hverfur alveg í sandinn.  Einhvern veginn hefur mér fundist að það hafi verið farið út í þessa framkvæmd meira af kappi en forsjá.

Jóhann Elíasson, 30.7.2010 kl. 15:28

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ef þetta verður svona öfunda ég ekki skipstjórnarmenn á Herjólfi í vetur. Við könnumst við svona vesen héðan úr Rifshöfn, því bæði við á Örvari og Tjaldi þurfum að sæta sjávarföllum til að komast inn og út úr Rifshöfn.

Sigurbrandur Jakobsson, 30.7.2010 kl. 15:50

4 identicon

Eins og fram hefur komið þá er framkvæmdum þmt. dýpkun ekki lokið í nýju höfninni. Þá hefur komið fram allan framkvæmdatímann að dýpkun verði aldrei lokið því viðhalda þarf dýpi með uppmokstri á hverju ári. Spurningin er hins vegar hvort þetta efni sé frá framburði vegna gossins eða hvort það er bara almennt meiri sandburður inn í höfnina en gert var ráð fyrir. En dýpka þarf á hverju ári.

Þá eru það garðarnir. Ég hef einmitt haft í huga það sem fram kemur hér að ofan að skip sem strandað hafa á söndum suðurstrandarinnar hafa horfið í sandinn á skömmum tíma. Hvort það sama gildi um garðana er erfitt að segja til um, en ég vona þó ekki.

Vissulega eiga eftir að verða felldar niður ferðir vegna veðurs og sjólags og er talið að það verði oftar en var á gömlu leiðinni. Hins vegar er miklu auðveldara, vegna þess hve stutt siglingin er, að koma við auka ferðum eða færa til ferðir á hverjum degi.

Mér finnst Landeyjahöfn spennandi verkefni en rétt er að hún er mikið áhættuverkefni. Ég vona svo sannarlega að þetta verkefni heppnist vel því þessi höfn er gríðarleg samgöngubót fyrir Vestmannaeyjar, miklu meiri samgöngubót en stærri og hraðskreiðari ferja til Þorlákshafnar.

Guðmundur (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 18:27

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að sjálfsögðu vonar maður að þetta verkefni "heppnist" þetta er ekki bara gríðarleg samgöngubót fyrir Vestmannaeyja, þó svo að þeirra hagur sé mestur af þessu verkefni, heldur fyrir allt Suðurland og gæti teygt sig um allt land.  En ég verð nú að segja eins og er, bara ef maður skoðar þarna aðstæður, þá fyllist maður ekki neinni bjartsýni og þessi uppákoma, með strand skipsins í höfninni, aðeins viku eftir formlega opnun.  Segir það okkur ekki að sandburðurinn er mun meiri en menn gerðu ráð fyrir, verður það nóg að dýpka höfnina EINU SINNI Á ÁRI????  Það sem ég er hræddastur við er að ef þetta verkefni "fokkast" upp, hvað verður þá um samgöngur til Vestmannaeyja??????

Jóhann Elíasson, 30.7.2010 kl. 21:28

6 identicon

Nú hef ég ekki ennþá séð þetta svæði með eigin augum en mér sýnist á myndum að töluverðar endurbætur þyrfti að gera, ef stöðva eða minnka ætti sandburðinn.

En þykir mér það heldur ódýrt skot að kenna eingöngu sandburði inn í höfnina um þetta vesen í fyrradag, hann er varla það mikill.

Það var smástreymt og hefur það mikið að segja, einnig má ekki vanmeta þann þátt að höfnin er ekki fulldýpkuð.

Sem þýðir bæði að auðvitað rekst skipið mun frekar niður og einnig að það rótar mun meira upp af efni þegar því er snúið, efni sem gjarnan sest í hauga eða "ójöfnur" eins og segir í fréttinni.

Lausnin er einföld, klára að dýpka og svo endurbætur með tíð og tíma sem skila sér á endanum.

Daníel Kristjánsson (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband