Slakt gengi Englendinga á HM í fótbolta skrifast EKKI á þjálfarann.......

Sökudólgurinn er frekar ofurlaunleikmanna.  Mér finnst það ekki líklegt að menn sem eru með 3 - 4 milljónir í laun á dag séu nokkuð að spila af fullri einbeitingu fyrir landsliðið þar sem einungis heiðurinn er í húfi en ef þeir meiðast illa getur fótboltaferill þeirra verið á enda, því er ekki ósennilegt að þeir einbeiti sér að því að komast heilir í gegnum leikinn og með því hugarfari vinnast ekki leikir.........
mbl.is Capello biðst afsökunar á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki hrjáði það spænska landsliðinu

Ásmundur Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 15:20

2 identicon

það eru heill hellingur af breytum sem hafa áhrif á það hvernig liði gengur í keppni líkt og HM. það gæti verið laun manna, eins og þú bendir á, en eins og Ásmundur bendir á þá hrjáði það ekki spænska liðið. þetta er fyrst og fremst hvernig liðið er undirbúið svo og hvernig þeir mæta stemmdir í hvern einasta leik andlega og ekki síst líkamlega. síðan getur spilað inní þetta álag sem skapast hefur með mörgum leikjum á tímabili þ.e. hvort menn eru þreyttir og margt margt fleira. en heilt yfir þá er það sem þú nefnir lítill partur af þessu vill ég meina, aðrir hlutir spila stærra hlutverk. ekki má heldur gleyma þjálfaranum hann heldur mönnum á tánum þ.e. ætti að skipta mönnum inn og út úr hóp ef hann telur þá ekki standa sig og síðan að mótívera menn fyrir leik og sjá um að þeir séu rétt undirbúnir. það er alveg skiljanlegt að capello sendi frá sér þessa yfirlýsingu enda gengi enska liðsins vonbrigði á HM að flestra mati, þar með talið mér.

þórarinn (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 20:46

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ásmundur, kannski var það vegna þess að það var ekki mikið af ofurlaunamönnum í Spánska liðinu, þar var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp gríðarlega gott lið.

Þórarinn ég er þér alveg hjartanlega sammála en ég er þess fullviss að ég hafi nefnt þá breytu sem hafði MEST áhrif.

Jóhann Elíasson, 8.8.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband