ENN EINN "BLEKKINGARLEIKURINN"......................................

Hún ríður ekki við einteyming vitleysan og feluleikurinn hjá "ríkisstjórn fólksins".  Þetta fólk hefur sýnt það og sannað, svo ekki verður um villst, að það er gjörsamlega óhæft til þess að fylgja eftir stjórnarskránni og að fara að því sem þar stendur.  Þá á bara að búa til eitthvert batterí til þess að leggja línurnar en það er bara eitt sem þessir fuglar athuga ekki; STJÓRNARSKRÁIN ER MJÖG GOTT PLAGG OG AFGERANDI, HÚN HEFUR STAÐIST TÍMANS TÖNN MJÖG VEL og að mínu áliti er varla nokkuð atriði í henni sem þarf endurskoðunar við.  En það sama verður EKKI sagt um þá sem eiga að fara eftir henni og eiga að sjá um að hún sé í heiðri höfð (það er að segja Alþingismenn).  Væri ekki ráð að fyrst yrði hugað að því hvernig Alþingismenn-konur eigi að breyta sínum vinnubrögðum og starfi til þess að brjóta EKKI stjórnarskrána, eins og hefur verið gert frá upphafi lýðveldisstofnunar hér á landi, áður en er hugað að breytingum á stjórnarskránni, sem jafnvel er ekki þörf á????  Nokkuð mikið hefur verið skorað á mig að birta hér á blogginu hugleiðingar mínar um Stjórnarskrána okkar og hvernig ég rökstyð það að hún hafi aldrei verið virt og henni aldrei sýndur sá sómi sem hún á skilið að fá.  Í upphafi þingferils síns sverja þingmenn- og konur þess eið að virða stjórnarskrána, en manni dettur í hug að þarna sé einungis um einhverja formlega athöfn að ræða og þingmenn hafi ekki einu sinni fyrir því að lesa hana.  En hér á eftir fer þessi pistill minn:   

Allt frá okkar fyrstu árum í skóla hefur okkur verið sagt að hin svokallaða þrískipting ríkisvaldsins sé grundvöllurinn að stjórnskipun lýðveldisins Íslands.

Eins og allir vita skiptist valdið í: LÖGGJAFARVALD, FRAMKVÆMDAVALD og DÓMSVALD.

En eftir að stöðuveitingar ráðherra komust í hámæli, þá fór ég nú að skoða þessa þrískiptingu ríkisvaldsins betur og miðað við þá skoðun þá komst ég að því að skilin þarna á milli eru orðin afskaplega óskýr og sum staðar eru þau bara alveg horfin, hafi þau einhvern tíma verið til staðar.

LÖGGJAFARVALD er samkvæmt stjórnarskránni í höndum Alþingis og forseta.  Alþingismenn og konur fá umboð sitt frá þjóðinni, til fjögurra ára í senn, þeirra hlutverk er að setja lög sem þjóðin á að fara eftir og forseti veitir þessum lögum samþykki sitt.

FRAMKVÆMDAVALD er ráðherra viðkomandi málaflokks og staðfestir forsetinn skipan viðkomandi ráðherra.  Viðkomandi ráðherra á að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi setur (Löggjafarvaldið).

DÓMSVALD er í höndum dómara.

Þannig er þrískiptingu ríkisvaldsins háttað þessum ÞREMUR þáttum á að halda algjörlega aðskildum til að tryggja sem best lýðræði og réttláta meðferð þegna landsins gegn hinu opinbera.

En eitthvað virðist þetta hafa skolast til á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hægt er með nokkuð góðri samvisku að fullyrða það að þrískipting ríkisvaldsins hafi aldrei að fullu verið til framkvæmdar hér á landi.  Þessa fullyrðingu verður að skoða nánar og mun ég gera tilraun til þess hér á eftir.

Við skulum byrja á því að skoða LÖGGJAFARVALDIÐ:  Á Alþingi sitja 63 fulltrúar kjörnir af þjóðinni, það er óumdeilt, en af þessum 63 þingmönnum eru 12 ráðherrar.  Þarna er strax komin skörun.  Það er svo tilhögunin á Alþingi, að svokölluð ráðherrafrumvörp njóta forgangs í störfum þingsins, en þetta þýðir að þau frumvörp sem eru borin upp af ráðherra hafa forgang framyfir svokölluð þingmannafrumvörp.  Ég tel að þarna sé um að ræða brot á stjórnarskránni.  Samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins eiga ráðherrar ekki að hafa atkvæðisrétt á Alþingi og spurning hvort þeir eigi yfirhöfuð nokkuð að eiga sæti þar.  Það er spurning hvort störf Alþingis yrðu ekki bara "skilvirkari" ef ráðherrar myndu bara mæta einu sinni í viku eða sjaldnar í fyrirspurnartíma niður á þing?  Það er erfitt að skrifa nokkuð sérstaklega um FRAMKVÆMDAVALDIÐ vegna þess að þessi grein fjallar um það hvernig það hefur smám saman verið að "taka yfir" LÖGGJAFARVALDIÐ og DÓMSVALDIÐ.  Það verður ekki um það deilt að FRAMKVÆMDAVALDIÐ er alltaf að verða fyrirferðarmeira í stjórnsýslu okkar Íslendinga.  Þá er eftir að fara yfir DÓMSVALDIÐ.  Ekki hefur það orðið útundan í þessari þróun.  DÓMSVALDIÐ á samkvæmt stjórnarskránni að standa alveg sjálfstætt.  En er það alveg sjálfstætt?  Ég verð að viðurkenna vankunnáttu mína þar en ég veit ekki hvenær ráðherra byrjaði að skipa dómara, en í stjórnarskránni stendur í 59 grein "Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum" (Tilvitnun líkur, leturbreytingar eru mínar), þá er það skilningur minn, samkvæmt þessu,að ráðherra eigi EKKI að skipa dómara og er þá ekki með góðu móti hægt að segja að stjórnarskráin hafi verið brotin í  mörg ár eða jafnvel áratugi?  Ekki einvörðungu hefur framkvæmdavaldið seilst til áhrifa í löggjafarvaldinu heldur er það einnig komið með puttana í dómsvaldið (sbr. Það að flestir dómarar, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti, eru orðnir pólitískt skipaðir).

Það er mín skoðun að stjórnarskráin, sem slík sé mjög gott plagg og hefur hún þolað mjög vel tímans tönn en aftur á móti hef ég meiri áhyggjur af þeim sem eru á Alþingi og eiga að sjá til þess að það sé unnið í samræmi við stjórnarskrána m.a á að gæta þess að lög sem eru sett séu í samræmi við stjórnarskrána á því vill nú vera misbrestur.

Það er öruggleg einhver ástæða fyrir því að það er verið að tala um RÁÐHERRARÆÐI hér á landi.


mbl.is Kosið til stjórnlagaþings 27. nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvort stjórnarskráin sjálf þarfnast mikillar endurskoðunar verður ekki afgreitt í pistli sem þessum þótt ég sé alls ekki að gera lítið úr honum.

Það sem mér og ýmsum öðrum finnst skorta er skýrt ákvæði þar sem ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu er bundið og skilgreint. Sömuleiðis vantar skýr ákvæði um viðurlög við stjórnsýslubrotum og skyldur stjórnsýslunnar skilgreindar út í hörgul.

Ég lít svo á að skyldur ráðherra og Alþingis séu brotnar eftir geðþótta og aldrei hefur stjórnsýsluábyrgð komið til framkvæmda.

Í stuttu máli: Íslenska þjóðin er þráfaldlega beitt lýðræðisofbeldi af valdstjórninni.

Það er vandinn sem þarf að bregðast við með breyttum og lagfærðum lögum um stjórnsýslu.

Þakka annars ágætan pistil. 

Árni Gunnarsson, 12.8.2010 kl. 22:42

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Jóhann.

Ég tek undir það að stjórnarskráin sé gott plagg þótt enn vanti ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Spurningin snýst nefnilega um framkvæmd laga og túlkun þá sem viðhöfð hefur verið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.8.2010 kl. 23:25

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Góður pistill Jói Mér finnst stjórnarskárinn góð en er sammála því að það þarf að koma inn þjóðaratkvæðagreiðslum um meiri hátra málefni og einnig ábyrgð ráðherra eða bara virkja þann lið.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.8.2010 kl. 09:34

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru til lög um ráðherraábyrgð en ég man ekki til þess að þeim lögum hafi nokkurn tíma verið framfylgt. Ætti ekki að kalla LANDSDÓMSTÓL reglulega saman og endurskilgreina hlutverk hans?????  Ég er ykkur hjartanlega sammála um að það ættu að vera SKÝR ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskránni og hvað teljist meiriháttar málefni.

Jóhann Elíasson, 13.8.2010 kl. 15:08

5 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Mjög góður pistill. Takk fyrir.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 15.8.2010 kl. 04:14

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann , þetta er góður pistill hjá þér. Þetta eru hlutir sem maður hugsar kannski of lítið um og ég held að það sé svo um flesta. Þess vegna er gott að fá svona grein til að vekja mann til umhugsunar um þessa hluti.

Takk fyrir og kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.8.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband