"ÉG STYÐ KJARABARÁTTU SLÖKKVIÐS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMANNA SVO FRAMARLEGA AÐ ÞAÐ BITNI EKKI Á MÉR".......

Var rauði þráðurinn hjá fólki sem var rætt við á Reykjavíkurflugvelli í gær...  Er nema von að ástandið hér á landi sé eins og það er????  Einstaklingshyggjan er ofar öllu, samtakamáttur er enginn og menn gefa bara skít í allt ef þeir fá sitt fram......  Í stað þess að sýna slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum samstöðu í kjarabaráttu sinni og hreinlega að sleppa því að fara til Akureyrar í  EINN dag, þá reyndi fólk að komast "framhjá" löglegu verkfalli, með því að ætla sér að fljúga til Húsavíkur og fara svo þaðan í rútu til Akureyrar.  Hefði nú ekki verið nær lagi að reyna að stuðla að því að samningar tækjust, sem fyrst við þessa aðila í stað þess að vera með svona "hundakúnstir", því öll viljum við að þessir menn séu til staðar ef slys og brunar verða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mig óar við þeirri yfirlýsingu sem talsmaður neytenda sendi frá sér. Þar segir hann að verkföll megi ekki skaða neinn nema þann sem á beina aðild að viðkomandi kjaradeilu! Ef þessi túlkun er rétt er í raun búið að afnema verkfallsréttinn, eina vopn launþega.

Gunnar Heiðarsson, 14.8.2010 kl. 15:57

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég man nú ekki eftir verkfalli sem EKKI hefur skaðað þriðja aðila.

Jóhann Elíasson, 14.8.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband