ERU MENN LOKSINS AÐ ÁTTA SIG????????????????

Það er löngu ljóst, án þess að verið sé að draga úr getu Eiðs Smára, að hann hefur verið "dragbítur" á landsliðinu nokkuð lengi.  Við verðum bara að viðurkenna það.  Hann er bara nokkrum flokkum fyrir ofan samherja sína í landsliðinu í getu (svo er annað mál hvort hann nennir að nota þessa umframgetu sína) og þegar hann hefur verið inn á vellinum hafa hinir leitað hann uppi og gefið á hann og hreinlega ætlast til þess að hann klári málin.  Það er engin von til þess að A landsliðið okkar nái árangri með svona lagað í farteskinu.  Vonandi erum við að sjá fram á nýja og betri tíma hjá A landsliðinu okkar og ég tek ofan fyrir Ólafi landsliðþjálfara fyrir að þora að taka þessa ákvörðun.
mbl.is Eiður Smári ekki í landsliðshópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jóhann. Ef þetta er rétt skilgreining hjá þér, sem ég ætla ekkert að draga í efa, þá tek ég ekki ofan fyrir Óla þjálfara nema hann segi þetta þannig að menn skilji að Eiður er of góður en ekki eins og hann lætur líta út að hann sé ekki " í liði" og því ekki í þjálfun og þar með ekki nógu góður. Það þarf hinsvegar að byggja upp þannig móral í liðinu að Eiður nýtist í botn án þess að hinir fái minnimáttarkennd. Ég er semsagt sem fótboltaáhugamanneskja mjög móðguð fyrir hönd Eiðs og þeirra sem hafa staðið með honum í blíðu og þá núna í stríðu  kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.8.2010 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband