FREKAR ÞÓTTI MÉR NÚ KEPPNIN LITLAUS..................

En þó voru einstaka atburðir til þess að lífga upp á hana.  Fyrst ber þó að nefna ræsinguna, en það verður ekki af Button tekið að "startið" hjá honum var alveg frábært og það að ná fyrsta sætinu  af Alonso, sem er þekktur fyrir það að vera snöggur í ræsingunni, eru engir aukvisar sem gera og það sem meira er að fastlega má gera ráð fyrir því að Alonso og Massa hafi verið búnir að ráðgera einhvers konar samvinnu fyrir mótið.  "Snertingin" hjá Hamilton og Massa rétt eftir startið var alveg skelfileg og ég hélt ekki að maður með þá reynslu sem Hamilton hefur gerði ekki svona mistök og þetta axarskaft gæti reynst honum dýrkeypt þegar upp verður staðið.  fátt spennandi gerðist í fyrri hluta kappakstursins, Alonso fylgdi Button eins og skugginn og Massa var ekki langt undan.  Það var ekki fyrr en Button tók sitt "dekkjahlé" (flestir kalla þetta þjónustuhlé en ég veit ekki til að nokkuð sé gert nema skipta um dekk) að Alonso tók einn hring í viðbót og keyrði þá eins og "sá ljóti sjálfur" væri á eftir honum og strax eftir það tók hann sitt "dekkjahlé".  Það var ekki fyrr en Alonso kom út úr sínu "dekkjahléi", rétt fyrir framan Button, að við fengum að sjá smá stöðuslag en það var greinilegt að Alonso var töluvert hraðari og stakk hann af og bilið í Button var "þægilegt" það sem eftir lifði keppni.  "dekkjahléið" hjá Vettel, sem hann tók fyrir síðasta hring, var svo það síðasta sem hleypti einhverju "lífi" í þessa keppni en annars hefði maður nú ekki misst af miklu ef eitthvað annað hefði verið gert en að horfa á þetta, mér er sagt að "Silfrið" hafi verið ágætt.
mbl.is Alonso: Stöðugleiki lykillinn að titlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Þjónustuhlé/dekkjahlé? Það er jú dælt eldsneyti á bílana og einstaka sinnum hef ég séð þá stilla vængina. Mikið meira gera þeir ekki.

Ég hef stundum fylgst aðeins með 24-stunda akstrinum í Le Mans, þar er aðeins meira að gera, skipt um bremsukerfi, skift um drif og gírkassa og stundum heilmikil réttingavinna eftir tjón. Þar eru menn ekki að væla þó tækin rispist eitthvað og eitt eða tvö dekk vanti eftir útaf eða ákeyrslur, ef dósin kemst inn í "Pit" undir eigin vélarafli þá er bara tekin fram sleggja og byrjað að vinna.

Einar Steinsson, 17.9.2010 kl. 17:20

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einar, ef þú skyldir ekki hafa tekið eftir því þá er bannað að dæla bensíni á bílana, í það minnsta verður það út þetta tímabil.  Rétt er það að það hefur komið fyrir að vængirnir eru stilltir en þar með má segja að það sé upptalið sem gert er.  En hvað sem öllu líður þá fannst mér þessi keppni frekar dauf - það var frekar lítið um að vera.

Jóhann Elíasson, 18.9.2010 kl. 10:26

3 Smámynd: Einar Steinsson

Auðvitað, ég er greinilega eitthvað fastur í fortíðinni hérna. :)

Einar Steinsson, 18.9.2010 kl. 18:07

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alls ekki að "plammera" neitt á þig þarna.  Alla vega vona ég að þú takir því ekki þannig.

Jóhann Elíasson, 18.9.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband