Á HVAÐA PLÁNETU BÝR MAÐURINN EIGINLEGA??????????

Þolinmæði er nokkuð sem þessi ríkisstjórn er búin að fá mikið meira en nóg af!!!!!!  En nú er bara komið mikið meira en nóg...............  Almenningur er búinn að missa þolinmæðina stjórnvöld hafa EKKI GERT NEITT til að mæta skuldavanda heimilanna.  Þau hafa slegið skjaldborg um fjármagnseigundur en hinn almenni skuldari á að greiða fyrir alla óráðsíuna og hann á að sjá til þess að fjármagnseigandinn fái ALLT sitt til baka með vöxtum og vaxtavöxtum og svo verðtryggingu ofan á allt samanNei hr. Gunnarsstaða-Móri, fólk er búið að fá nóg af getuleysi og druslugangi þínum og þeirra sem eru með þér í ríkisstjórn OG VILL KOSNINGAR NÚNA.
mbl.is Óánægja vegna skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég á von á því að einhverjir fulltrúar meirihlutans á Alþingi noti þessa helgi til að íhuga vandlega eigin samvisku eftir atburði gærdagsins.

Sú ríkisstjórn sem byrjar feril sinn á því að storka þjóð sinni og sýna henni hroka, eða öllu heldur fyrirlitningu mun fyrr eða síðar hitta sjálfa sig fyrir.

Eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar ætti að verða það að skoða "pólsku leiðina" og setja bráðabirgðalög um einn lífeyrissjóð.

Árni Gunnarsson, 2.10.2010 kl. 08:34

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vel að orði komis, eins og þín er von og vísa Árni.

Jóhann Elíasson, 2.10.2010 kl. 09:42

3 identicon

Ríkisstjórn Íslands, hverjir sem það væru, hefur ekki það tæki sem þarf til að leysa skuldavanda heimilana, peninga. Okkur gagnast ekkert að benda á fjármagn annara, eignir og fjármagn sem ríkið hefur engan ráðstöfunarrétt á. Skattahækkanir, bótalækkanir og stórfelld skerðing á allri þjónustu er óhjákvæmileg. Atvinnuleysi mun aukast og fjöldi fólks mun missa allt sitt. Í um tvö ár höfum við lifað á fitu fyrri ára. Nú fáum við að finna fyrir kreppunni af fullum þunga. Það ætlar enginn að gefa okkur fjármagn til að bjarga okkur, og við fáum ekki að stela því. Það eru engir peningar til í ríkiskassanum til bjargar. Og það er fyrirsjáanlegt að ástandið á bara eftir að versna. Við erum í djúpum s.. , alvöru djúpum s.. .

sigkja (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 12:44

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hefur Gunnarsstaða-Móri komist í hausinn á þér sigkja???  Enn höfum við ekki séð NEINN sparnað í rekstri hins opinbera,  þar eru nú heldur betur matarholurnar................

Jóhann Elíasson, 2.10.2010 kl. 18:09

5 identicon

Nokkur hundruð heilbrigðisstarfsmenn. 100 Lögregluþjónar. 30 starfsmenn RÚV. Og á annað hundrað kennarar. Hafa, ásamt hundruðum ekki eins áberandi ríkisstarfsmönnum, misst vinnuna undanfarna mánuði. Auk þess sem starfshlutfall margra hefur verið skert, yfirvinnubann sett á mörgum ríkisstofnunum og ekki ráðið í störf sem losna. Og hafir þú litið í blöðin í dag þá eru boðaðar nokkur hundruð uppsagnir í viðbót og skerðingar bóta. Og þar sem það dugar ekki fáum við skattahækkanir meðan hið opinbera reynir að verða við óskum þínum um einhvern sparnað einhverstaðar.

sigkja (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 22:24

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki verið að tala um að draga saman með því að segja upp lögreglumönnum og heilbrigðisstarfsmönnum, heldur tiltekt í ráðuneytunum.  Þegar maður les athugasemdirnar frá þér sigkja, eða hvað sem þú nú heitir (ekki þorir þú að láta vita hver þú ert) þá verð ég meira og meira sannfærður um að þú sért einn af sauðtryggum fylgismönnum Gunnarsstaða-Móra, sem fylgir honum alveg í blindni.  Þú þarft ekkert að fræða mig um hvað hefur verið í gangi, aðallega fyrir tilstilli Gunnarsstaða-Móra og að spyrða "aðgerðir" Móra við mig lýsir kannski best þeim manni eða réttara sagt mannleysu sem þú hefur að geyma.

Jóhann Elíasson, 2.10.2010 kl. 22:58

7 identicon

Talandi um mannleysu, "Enn höfum við ekki séð NEINN sparnað í rekstri hins opinbera" Þín orð. Fyrst lýgur þú eins og þú ert langur til og ásakar svo mig um fylgispeki við hann Móra þinn þegar ég samþykki ekki lygarnar. Því miður virðist þú vera svo langt úti á þekju að ekki hafi veitt af að fræða þig um einföldustu atriði og hvað er að ske á landinu. Sorrí Stína, ég er Suðurnesjamaður. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hve Móri þinn er vinsæll á þessu heimili. En það gerir mig ekki blindan fyrir stöðu ríkissjóðs eða bjartsýnan á kraftaverkalækningar þó einhverjir aðrir vermdu ráðherrastólana. Það er enginn skortur á lýðskrumandi fíflum bæði á alþingi og utan með óraunhæfar, fáránlegar, ólöglegar og heimskulegar lausnir á vandanum. Ég hef ekki ennþá séð eina einustu sem gæti gengið.

sigkja (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 23:37

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég á ekkert í Móra og þú skalt benda mér á LYGI og ekki vera með einhverjar aðdróttanir.  Ég get ekki séð að það hjálpi þér neitt að vera Suðurnesjamaður, sjálfur bý ég á Suðurnesjunum og það þarf ekkert að segja mér hvað er í gangi þar.  Þú virðist nú vera sísti maðurinn til að fræða aðra um hvað er í gangi á landinu.

Jóhann Elíasson, 3.10.2010 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband