"SÝNDARMENNSKA"..........................

Í þessari þingsályktunartillögu eru ENGAR breytingar aðeins er verið að teygja á málinu það er eingöngu verið að ná sér í VINSÆLDIR (ekki veitir Landráðafylkingunni af) með því að herða á ákvæðinu um "sameign þjóðarinnar á auðlindunum.
mbl.is Þjóðaratkvæði um fiskveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er mikil tímamótatillaga og svo sannarlega ástæða til að koma henni í framkvæmd. þetta er beint framhald af samþykkt landsfundar Samfylkingar en hefur greinilega ekki náðst samstaða um í ríkisstjórn.

Mestu máli skiptir að málið sem kjósa á um verði skýrt orðað.

Árni Gunnarsson, 9.10.2010 kl. 12:33

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nefnilega málið Árni, ef maður les tillöguna er hvergi að sjá skýrt orðalag.

Jóhann Elíasson, 9.10.2010 kl. 12:46

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og við nánari skoðun þá er þetta nú ósköp líkt því þegar Alþingi eða sjávarútvegsráðherra skipaði í sáttanefndina frægu.

Fjórflokkurinn kann þetta svo sem.

Líklega óþarft að fagna þessu með súkkulaðitertum.

Árni Gunnarsson, 9.10.2010 kl. 14:09

4 identicon

Við erum búnir að hlæja mikið af þessu frumvarpi hérna um borð í skipinu mínu. 99% af þessu er steypa og á ekki eftir á neinn hátt eftir að auka arðsemi þjóðarinnar af greininni hvað þá auka atvinnu. Ég held að þau ættu að snúa sér að heimilinum í landinu og hugsa þetta betur.

Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 16:00

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þorbjörn. Þegar þú talar um skip þá fer ég að efast um hlutleysi þitt.  það er ekkert leyndarmál að útgerðir togara- frystitogara telja þessari kröfu beint að sínum hagsmunum. Svo þótt hlegið sé einhver ósköp um borð í þínu skipi hefur það afar lítið vægi í þeirri þverpólitísku umræðu um framsal aflaheimilda sem nú er orðin áratuga gömul.

Aflaheimildir munu verða innkallaðar fyrr eða síðar og vel reknar togaraútgerðir munu skila bæði góðum hlut til skipverja sem og góðum efnahagsreikningi eftir sem áður.

En eigendur útgerða munu ekki geta selt þær ásamt aflaheimildum, einhverjum lukkuriddurum fyrir milljarða til að stinga í eigin vasa.

Árni Gunnarsson, 9.10.2010 kl. 18:04

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, þetta er búið að vera lengi hitamál, þetta "kvótamál."

Mér hef alltaf fundist svolítið skrítið þegar menn eins og Þorbjörn Víglundsson mótmæla "réttlætinu," menn sem vinna með blautum höndunum.

Helgi Þór Gunnarsson, 10.10.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband