MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA...................

Ég fór í Bónus í Njarðvík rétt um upp úr hádegi í gær.  Þetta er ekki í frásögur færandi nema fyrir það (þeir sem þekkja til vita að við innganginn eru nokkur bílastæði sérstaklega ætluð fötluðum og eru vel merkt) að þegar ég kom þarna, sá ég að LÖGREGLUBÍL hafði verið lagt í eitt fatlastæðið, reyndar var hann í gangi og lögreglumaður undir stýri, reyndar var lögreglumaðurinn að vinna við einhverja pappíra og var því ekki mikið að fylgjast með því sem fram fór í kringum hann.  Einhver "púki" hljóp nú í mig og lappaði ég að bílnum, sá sem var undir stýri tók ekki eftir mér fyrr en ég bankaði á hliðarrúðuna, hann skrúfaði niður rúðuna og þá spurði ég hann að því hvort hann væri nokkuð fatlaður, hann hélt nú ekki og benti mér jafnframt á það að hann hefði EKKI lagt bifreiðinni þarna þar sem bíllinn væri í gangi og hann tilbúinn til að færa hann.  Þessi skýring fannst mér ekki alveg standast og mér er það stórlega til efs að hún hefði verið tekin gild af lögreglu ef einhver almennur borgari hefði komið með hana.  Ég gekk því frá bílnum, nokkuð hissa á þeim viðbrögðum sem ég hafði fengið.  Á leiðinni inn mætti ég lögreglukonu, sú leit út fyrir að vera í mjög góðu formi og hefði ekki átt í neinum vandræðum með að ganga frá "löglegu" stæði yfir í verslunina.  Þá er það spurningin Á MAÐUR EKKI AÐ GERA ÞÁ KRÖFU TIL LÖGREGLUNNAR AÐ HÚN SÝNI GOTT FORDÆMI ÚTI Í ÞJÓÐFÉLAGINU????? Ég sagði kunningja mínum frá þessu og hans orð voru bara "Jæja kallinn minn, nú er eins gott fyrir þig að fara varlega í framtíðinni - því nú ert þú kominn á "svartann lista" hjá löggunni".  Ég vona að þetta sé ekki alveg rétt hjá honum.............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, er þetta þá líka svona í Njarðvík!

kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.10.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband