7.11.2010 | 14:25
"BELJUR HAFSINS" RENNA ÚT..................
Þar eru "rök" "umhverfisbullaranna" runnin út í sandinn (eins og Landeyjahöfn). Þessir "rugludallar" vildu meina það að enginn borðaði þetta kjöt og þar af leiðandi yrði ekki hægt að selja afurðirnar. Þetta bull þeirra er nú fallið um sjálft sig eins og svo margt annað sem þeir hafa verið að þvæla gegnum tíðina og ekki eru vinnubrögð ýmissa umhverfissamtaka neitt að örva skilning almennings á baráttu þeirra núna hin síðari misseri. Það sem meira er að þessir svokölluðu umhverfissinnar eru svo gjörsamlega komnir úr sambandi við náttúruna, að þeir virðast halda að uppruni þess kjöts, sem þeir leggja sér til munns, sé í neytendapakkningum í stórmörkuðum.
631 tonn af langreyði til Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 140
- Sl. sólarhring: 495
- Sl. viku: 2309
- Frá upphafi: 1847140
Annað
- Innlit í dag: 81
- Innlit sl. viku: 1343
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef starfað um borð í japösnku túnfiskveiðiskipi, og kynnst þessari ágætu þjóð og matarvenjum þeirra. Við borðuðum hrátt hvalkjöt þrisvar í viku, með rifnum engifer í sojasósu, hrísgrjónum, þangi og ýmiskonar framandi meðlæti, og drukkum grænt te með, og varð gott af. Þeir sögðu að hvalkjöt væri hollast af öllu kjöti, engin fita, ekkert kolesterol þrungið af bætiefnum hafsins, það byggði á margra alda hefð Japana á fæðu úr hafinu. " Ef þú átt hrísgrjón, fisk eða hvalkjöt, grænt te og hreint vatn þarftu ekki meira til að halda lífi og kröftum um langan tíma" sögðu þeir. Þeir eru mjög meðvitaðir um gildi og innihald alls þess sem þeir láta ofan í sig, þessir litlu öguðu og harðduglegu náungar! Eftir 10 vikur á þeirra fæði, steig ég á vigt, hafði léttast um 8 kg. Aldrei svangur og frískur aldrei sem fyrr. Þarna var enginn sykur, ekkert brauð, ekki mjólkurvörur, utan smá mjólkurostur með morgunteinu og þurrkaðri og grillaðri hrognaloðnu, bara fyrir "Íslando", (mig). Þeir sögðu að hvalkjöt hefði verið illfáanlegt í Japan, þetta væri luxusfæða og ránýr í búðum eins og Blue Fin túnfiskurinn sem við vorum að veiða. Þarna eru 130 milj. munnar sem bíða eftir fersku frosnu hvalkjöti frá okkur. Það er nægur hvalur fyrir skynsamlegar veiðar, svona t.d. 500 dýr á ári.Þessi áróður"umhverfissinna er atvinna þeirra. Kynntist upplognum áróðri þessa liðs gegn selveiðimönnum við Nýfundnaland og Labrador á sínum tíma er ég dvaldi meðal þeirra. Þar var þrásinnis afhjúpað hvernig þar voru spunnar upp lygafréttir um illa meðferð á selum af hálfu veiðmanna. Þessar fréttir voru sviðsettar og upplognar. Brian Toby forsætisráðherra og Sandra Kelly umhverfisráðherra, snéru sér af hörku gegn þessum samtökum og þeirra rógi og fréttauppspuna. Síðan hefur lítið farið fyrir þeim, og Poul Watson hefur helst sýnt sig við Antkartiku við lítinn orðstír í viðskiptum við Japanska hvalveiðiflotann þar. Hann er útlægur frá sínu föðurlandi, Canada!
Stefán Lárus Pálsson, 7.11.2010 kl. 16:59
Þakka þér fyrir þetta Stefán, það er alltaf gott að fá álit þeirra sem þekkja til starfsaðferða þessarra hryðjuverkasamtaka sem kalla sig umhverfissinna.
Jóhann Elíasson, 7.11.2010 kl. 18:05
Sæll Jóhann, mikið er gaman að lesa svona góða athugasemd, ég þakka Stefáni fyrir.
En Jóhann, ég ætla að sigla í Landeyjahöfn kl 07:30 í fyrramálið.
kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 7.11.2010 kl. 22:55
Þetta er frétt sem vegur svolítið upp á móti svarsýnisumræðunni og fær mig til að segja. Bravó!
Árni Gunnarsson, 7.11.2010 kl. 23:39
..svartsýnis...
Árni Gunnarsson, 7.11.2010 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.