ÞETTA VAR NÚ FYRIRSJÁANLEGT...................

Það hefur aldrei fengist neitt alveg fast um það hjá pólitíkusunum í borginni hvaða afstöðu þeir hafi í raun og veru til þess að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík.  Allir hafa þeir farið í kringum þetta mál eins og kettir í kringum heitan graut því þeir vita að það er sama hvað þeir segja þeir styggja alltaf einhvern.  Hvernig væri bara að menn tækju nú ákvörðun í eitt skipti fyrir öll það "vita það allir" að það er vilji fyrir því að flugvöllurinn farifrá Reykjavík en menn eru bara ekki sammála um hvar hann eigi að vera.  Ég fyrir mitt leiti er hrifnastur af Lönguskerjahugmyndinni en ég geri mér grein fyrir því að sjálfsagt er hún dýrust og tæknilega erfiðust.  Þar á eftir kemur hugmyndin um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur það myndi kalla á miklar samgöngubætur milli Reykjavíkur og Keflavíkur (sumir segja lestarsamgöngur, en væri sá kostnaður óyfirstíganlegur?).  Þá hefur það verið nefnt að það sé eiginlega grundvallaratriði að það sé sjúkrahús við flugvöllinn.  Ég veit nú ekki betur en það sé mjög gott sjúkrahús í Keflavík og það væri nú ekki annað en að styrkja starfsemi þess og ef LHG flytur á Suðurnesin, eins og jafnvel er áformað, yrðu staðsettar þyrlur uppi á Keflavíkurflugvelli og lítið mál væri að skjótast með einn og einn sjúkling til Reykjavíkur ef svo bæri undir. 
mbl.is Samgöngumiðstöðin rís ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að segjast að Besti flokkurinn hefur valdið mér mikklum vonbrigðum og þetta síðasta með að þeir vilji flugvöllinn burt fyllir mælirinn hjá mér. Kaus þá síðast en það verður í síðasta sinn sem ég geri það.

Guðmundur Ragnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 22:57

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held nú að það verði ekki hægt að kjósa þennan flokk oftar því hann þurrkast hvort eð er út.

Jóhann Elíasson, 10.11.2010 kl. 23:10

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Bull

Einar Bragi Bragason., 10.11.2010 kl. 23:40

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óskaplega ert þú málefnalegur Einar Bragi.   

Jóhann Elíasson, 10.11.2010 kl. 23:43

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Jóhann 2024 gæti allt verið breyt og vel það !!!!!,en við erum ekki sammála um að flugvöllurinn fari/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 12.11.2010 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband