13.12.2010 | 16:31
DAPURLEGT AÐ LESA SVONA "YFIRKLÓR"................................
Það er auðvitað rétt að ábyrgðin á rekstri bankanna var hjá stjórnendum þeirra EN ÁBYRGÐIN Á ENDURSKOÐUN REIKNINGA ÞEIRRA VAR HJÁ ENDURSKOÐENDUNUM. Samkvæmt lögum nr 79/2008 lög um endurskoðun lll kafla 10 gr. segir: " Endurskoðandi samstæðu ber ábyrgð á endurskoðun samstæðureikninga. Endurskoðandi samstæðunnar skal afla gagna og yfirfara vinnu annarra endurskoðenda sem komið hafa að endurskoðun annarra eininga innan samstæðunnar. Þá skal endurskoðandi samstæðu tryggja aðgang eftirlitsaðila að vinnugögnum annarra endurskoðenda vegna endurskoðunar annarra eininga innan samstæðunnar.
Í þeim tilvikum þar sem endurskoðun tiltekinna eininga innan samstæðu fer fram í landi utan Evrópska efnahagssvæðisins skal endurskoðandi samstæðu varðveita afrit af vinnugögnum viðkomandi endurskoðenda eða tryggja með öðrum hætti aðgang eftirlitsaðila að þeim og afla sér gagna annarra endurskoðenda. Sé endurskoðanda meinaður aðgangur að vinnugögnum skulu vinnuskjöl skjalfesta þær hindranir og ástæður þeirra". Samkvæmt þessum lögum verður ekki vikist undan ábyrgð og hafi gögnum verið ábótavant bar endurskoðendum skylda til að nálgast þau gögn og ef ekki var hægt að fá þau átti að tilgreina ástæðu þess að þau vantaði. Þannig að allt tal um að EKKI sé ábyrgð til staðar er bara út í hött og á ekki að neinu leiti við. Nógu er nú þjónustan dýr. Ef ekki er nein ábyrgð tekin á vinnunni, FYRIR HVAÐ ER ÞÁ VERIÐ AÐ BORGA????? Svo kemur það fram í þessum tveimur skýrslum, að millistjórnendur bankanna sögðu endurskoðendum ítrekað frá misfærslum í uppgjöri bankanna en aðvaranir þeirra voru sniðgengnar. Gefur þetta tilefni til þess að menn tali um vönduð vinnubrögð???
PwC: Ábyrgðin hjá stjórnendum bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 119
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 2035
- Frá upphafi: 1855188
Annað
- Innlit í dag: 70
- Innlit sl. viku: 1255
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er meira en rekstur bankanna sem er á ábyrgð stjórnendanna. Ársreikningurinn allur er á þeirra ábyrgð. Ábyrgð endurskoðenda er á því áliti sem þeir láta í ljós á reikningsskilunum það stendur í áritun þeirra.
Er svo ekki rétt að mennirnir fái að svara fyrir sig og kannski að þeir verði yfirhöfuð ákærðir áður en þeir verða teknir af lífi? Það fyrsta sem þeir heyra af þessu er umfjöllunin í Kastljósinu - sem er eiginlega alveg makalaust hjá þessum sérstaka. Í fyrstu fréttaumfjölluninni frá Mr. spes kemur fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um frekari málsmeðferð.
Grétar (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 17:04
Grétar, eins og fram kemur í lögunum þá er ábyrgð endurskoðenda óumdeild og þá er spurning, ef þitt álit er skoðað, fyrir hvað stendur þá áritun endurskoðenda???? Eru þeir ekki að votta það að ALLAR upplýsingarnar í ársreikningnum séu réttar?????
Jóhann Elíasson, 13.12.2010 kl. 18:24
að ársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstri og efnahag eða eitthvað svoleiðis, - það stendur í árituninni - nema náttúrulega að ársreikningurinn geri það ekki þá stendur eitthvað annað.
Grétar (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 20:06
Já, um að gera að vera með útúrsnúninga þegar menn verða rökþrota. Í stað þess að vera með skæting og útúrsnúninga ættir þú að lesa og kynna þér lögin um endurskoðendur, svo þú vitir eitthvað um hvað er verið að fjalla.
Jóhann Elíasson, 13.12.2010 kl. 21:28
Telur þú þig þekkja þau lög?
Ég sé það bara á þessari tilvitunun þinni í lögin að þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala.
Það er enginn útúrsnúningur að þetta er það sem endurskoðendur skrifa undir. Það myndi enginn heilvita maður skrifa undir að allt sé rétt og ætla að bera ábyrgð á því. Myndir þú gera það?
Grétar (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 01:16
Ef þú þykist sjá það á tilvitnun minni að ég hafi ekki hugmynd um hvað ég er að tala, þá er mikið athugavert við lesskilninginn hjá þér. Það er það sem þú gerir með undirskrift þinni, þú vottar að viðkomandi hlutur sé réttur og þar með ertu að taka á þig vissa ábyrgð, svo geturðu líka skrifað undir með fyrirvara. Og svona í framhjáhlaupi, þá þekki ég lög alveg ágætlega.
Jóhann Elíasson, 14.12.2010 kl. 07:07
Nú þekki ég log nánast ekki neitt en allmenn skynsemi segir mer að tilgangur þess að láta endurskoðendur fara yfir ársreikninga hlítur að vera til að sannreyna upplýsingar, ekki bara fyrir stjórnendur heldur allmenna hluthafa og tilvonandi kaupendur hlutabréfa líka, og það er ábyrgðarmál að þessar upplýsingar eru réttar en ekki bara sjónarmið á því sem best gerist fyrir stjórnendur bankanns. annar væru þessar endurskoendaskrifstofur ekki til heldur deildir í bankanum yrðu látnar gera þetta.
ef það væri hlutverk endurskoðenda að kvitta upp á hvaða upplýsingar sem er sannar eða lognar sem koma frá stjórnendur, þá er þetta með öllu tilgangslaust.
Jóhann Hallgrímsson, 14.12.2010 kl. 09:44
Vil bara minna á Enron, þar sem endurskoðendur voru dæmdir líka. Endurskoðendur bera ábyrgð á að ársskýrslan sé rétt.
Þetta fer annars að lyktar eins og hagsmunatengls stærstu hluthafa og endurskoðenda!
Ómar Gíslason, 15.12.2010 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.