GÓÐUR SEINNI HÁLFLEIKUR LAGÐI GRUNNINN...............................

Ég get ekki sagt að ég hafi verið mjög bjartsýnn þegar fyrri hálfleik var lokið.  Austurríski markvörðurinn varði eins og berserkur á meðan markvarslan okkar megin var eiginlega engin, vörnin hjá "strákunum okkar" var eins og þeir væru ekki á staðnum, dómararnir voru ömurlegir og þegar "strákarnir okkar" hittu á markið þá varði Austurríski marvörðurinn, enda voru hálfleikstölurnar eftir því.  En þetta breyttist heldur betur í seinni hálfleik.  Það var bara allt annað lið sem mætti inn á völlinn og "strákarnir okkar" sýndu allar sínar bestu hliðar, Björgvin varði hvern boltann á fætur öðrum og strákarnir sýndu snilldarleik bæði í vörn og sókn.  Dómararnir hafa ekkert farið yfir sín mál í leikhléinu enda voru þeir áfram jafn  lélegir og í fyrri hálfleik.  En sigurinn var góður þó við getum ekki búist við því að fá aftur 14 krónu afslátt af bensínliternum.......
mbl.is Frábær síðari hálfleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband