HEITIR ÞETTA "VIÐRÆÐUFERLI" NÚNA????????????????

Eitthvað virðist það vefjast fyrir fólki hvað þetta er, sumir tala um "aðlögunarferli", aðrir tala um "umsóknarferli" enn aðrir tala um "innlimunarferli" nokkrir tala um "samningaferli".  Ekki ætla ég að skera úr um það hvaða "ferli" er í gangi en ég vil benda á að en erum við að "semja" við ESB þó svo að það sé löngu búið að gera mönnum það ljóst að ekki verði um NEINAR UNDANÞÁGUR að ræða fyrir Ísland, í hæsta máta verður gefinn einhver AÐLÖGUNARTÍMIÞað er Rómarsáttmálinn sem gildir og það er EKKI GEFINN NEINN AFSLÁTTUR Á HONUM.
mbl.is Þjóðin ráði lyktum ESB-máls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þá er málið einfalt, allir Íslendingar sameinist um að fella samninginn, málið leyst og getum hætt að þrefa um þetta og snúið okkur að einhverju öðru.

Birkir (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 15:14

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Birki, þér finnst þá allt það fjármagn, á þessum niðurskurðartímum, sem eru settir í þetta engu máli skipta?????

Jóhann Elíasson, 18.1.2011 kl. 15:31

3 identicon

 Lýðræði er dýrt, það er dýrt að halda kostningar, en við gerum það nú samt. 

Hvað kostar þetta "ferli", þegar allt er tiltekið + og -?

Hverjir hafa gert hverjum ljóst að ekki verði um neinar undanþágur að ræða?

Við hvað eru menn hræddir?.

Birkir (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 16:21

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að menn séu aðallega hræddir um að Landráðafylkingin ætli að "snuða" þjóðina um að kjósa í þessu máli.  Ég ætla að biðjast afsökunar á því að í fyrri athugasemd minni vantar "r" í nafnið þitt, það var EKKI með ráðum gert.

Jóhann Elíasson, 18.1.2011 kl. 16:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samfylkingin hefur alla vega komið sér út í horn með þessu ESB brölti sínu gagnvart meirihluta þjóðarinnar, sorglegt að kerlingin sem hefði getað sameinað þjóðina undir merkjum Íslands, lét það verða sitt fyrsta verk að sundra henni með þessari ESBþrákelkni sinni, það verður hennar myllusteinn alla tíð héðan í frá, enda er hún búin að vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2011 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband