19.2.2011 | 21:00
BARA SPURNING UM TÍMA!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þarna kemur glögglega fram hvaða áhrif eru af því að fækka mönnum á flotanum. Liður í þessu hefur verið að "flagga" skipunum út og þau hafa verið skráð í löndum þar sem minni öryggiskröfur eru gerðar, gerð er krafa um mun færri í áhöfn, í því felst einnig að mun minni kröfur eru gerðar um hæfni áhafnarinnar. Það er skýrt tekið fram, að það skuli ÁVALLT vera MINNST tveir menn í brúnni á Íslenskum skipum. En hvers vegna voru ekki minnst tveir menn í brúnni á Goðafossi??? Jú svarið er ósköp einfalt, SKIPIÐ VAR SKRÁÐ UNDIR "ÞÆGINDAFÁNA" OG VAR ÞVÍ EKKERT ÍSLENSKT OG ÞURFTI EKKERT AÐ FARA EFTIR ÍSLENSKUM LÖGUM OG REGLUM. Og svo hefur þetta verið "ódýrara" fyrir útgerðina. En hver verður "kostnaðurinn" þegar upp er staðið af þessum "sparnaði". Nú er svo komið að ekki eitt einasta kaupskip er skráð hér á Íslandi og persónulega hefur mér alltaf fundist það svolítið undarlegt að það skuli vera heimilt að skrá skip t.d í Kanada, sem í raun er með heimahöfn í Reykjavík. Ég ætla nú ekki að nefna nein sérstök dæmi en sennilega vita allir við hvað er átt. Ég er ekki í minnsta vafa um það að skipstjórinn á Goðafossi, hefur verið undir gríðarlegri "pressu" frá útgerðinni (tímaáætlanir eru mjög knappar og í þeim er ekki gert ráð fyrir neinu sem getur seinkað för skipsins) það er "keyrt" áfram af mannskap sem er langt undir þörf og í þessu tilfelli hefur verið sett á fulla ferð um leið og lóðsinn var kominn frá borði, því það verður að halda tímaáætlun og skipstjórinn var einn í brúnni því allur mannskapurinn var við að ganga frá "endunum" og klára að gera "sjóklárt".
Það vekur furðu mína að reyndur sjómaður eins og Guðjón Ólafsson er, skuli þurfa að spyrja að því hvernig þetta slys gat gerst.............................
Ekki hressir með Goðafoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- AUÐVITAÐ ER "HÆGT" AÐ STÖÐVA VERKIÐ - SPURNINGIN ER EINGÖNGU ...
- ÞÁ ER FYRIRSJÁANLEIKINN Í REKSTRI KOMINN - NÚ Á BARA AÐ FARA ...
- STRANDVEIÐAR.......
- HÚN LÆTUR GREINILEGA BLEKKJAST AF EINHLIÐA FRÉTTAFLUTNINGI RÚ...
- HÚN GETUR EKKI VERIÐ ELSTA MANNESKJA HEIMS EF HÚN ER LÁTIN.....
- EN VERÐUR EITTHVAÐ GERT MEÐ ÞESSAR TILLÖGUR?????????
- SVONA FRÉTTIR GEFA LÍFINU GILDI..........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 22
- Sl. sólarhring: 255
- Sl. viku: 1433
- Frá upphafi: 1852638
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 849
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þær reglur sem gilda um vaktstöður í brú skipa eru alþjóðlegar og kallast STCW (Standard of Training, Certification and Watckeeping). Öll kaupskip í alþjóðlegum siglingum verða að gangast undir þessar reglur og eru leiguskip Eimskipafélagsins ekki undanskilin því. Í reglugerð 599/2001 um vaktstöður um borð í íslenskum farþegaskipum og flutningaskipum almennt kveðið á um yfirmann vaktar (skipstjórnarmaður) og útvörð (háseti). Þessi reglugerð er sett með hliðsjón af STCW kröfunum og eru íslenskar reglur því í samræmi við alþjóðlegar kröfur.
Þau skip sem skráð eru undir hentifána sem halda illa utan um þessi mál ná ekki inn á svokallaðan hvítlista og eru undir stanslausu eftirliti og pressu frá yfirvöldum þeirra landa sem þau koma til og eru aðilar að samkomulagi sem kallast ParisMoU. Verkfærið sem notað er til þessa eftirlit kallast Port State Control (PSC). Þau skip sem standast skoðanir eru mun sjaldnar tekin til skoðunar. Hægt er að fara inn á heimasíðu PSC www.parismou.org og finna skoðanir sem gerðar hafa verið um borð í Goðafossi. Þar sést að athugasemdir eru yfirleitt léttvægar. Þrátt fyrir að Goðafoss sé skráður undir hentifána þá er unnið skv. STCW.
Hitt er svo annað mál að við Íslendingar skulum ekki vera með þessi skip okkar skráð undir íslenskum siglingafána. Þar má kenna um bæði stjórnvöldum, útgerðum og sjómannafélögum að hafa ekki komist að samkomulagi sem getur gert skipafélögunum þetta kleift.
Guðmundur (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 22:06
Æðsta valdið er skipstjórinn. Hann hefði átt að hafa háseta eða stýrimann með sér í brúnni á þessum hluta siglingarinnar þar til komið er á örugga siglingaleið ..
Það er hæpið að kenna útgerðinni um þetta ..eða hentifána ..
Loggið sýnir að skipið hafði siglt á 12-14 hnúta hraða innar í firðinum .. var þá lóðsinn ekki með .. síðan hægir skipið ferðina niður í 7 hnúta og eykur síðan ferðina aftur í 12-13 hnúta og strandar ..
Kannski var bara hægt á ferðinni á meðan lóðsinn var að koma sér frá borði ..
GAZZI11, 19.2.2011 kl. 22:43
Sennileg skýring er að Háseti og Stýrimaður fylgja báðir lóðsinum að lóðsleiðaranum ( kaðalstiga út í hafsögubátinn) og á meðan hefur Skipstjórinn verið einn í brúnni
Guðjón Ólafsson, 19.2.2011 kl. 23:02
Það eru 14 manns í áhöfn er það mikil fækkun frá því sem var ??????? Allt saman íslendingar á kjörum Sjómannafélagsins ??
ER þá félagið að standa sig nógu vel ef svona er komið ??
thin (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 23:14
GAZZI, þetta er gömul tugga hjá þér allir vita sem vilja vita að skipstjórinn er bara æðsta valdið um borð í skipinu og er látinn taka alla ábyrgð þegar eitthvað kemur fyrir, eins og verður sjálfsagt í þessu tilfelli og hefur oft gerst áður. " það er hæpið að kenna útgerðinni um þetta..eða hentifána", hvers vegna heldur þú að skip séu skráð undir hentifána?????? Lastu ekki greinina þetta með hentifánana er áralöng þróun og er þess valdandi að skipin eru "undirmönnuð" þú segir að skipstjórinn hefði átt að hafa háseta eða stýrimann með sér í brúnni en málið er nefnilega það að í blogginu segi ég eins og er að menn eru orðnir svo fáir um borð að þeir þurftu að sinna öðrum störfum.
Svona einfalt er þetta ekki Guðjón og það veistu................
Jóhann Elíasson, 19.2.2011 kl. 23:29
Þú hlýtur að geta svarað því, thin...............
Jóhann Elíasson, 19.2.2011 kl. 23:31
Ég er skipstjórnarmentaður og hef reynslu af siglingum, fiskiskipum og farþegaskipum. Ég sem yfirmaður í brú léti þetta aldrei viðgangast, að vera einn við stjórnvölinn og allra síst á þessu siglingarsvæði.
Hentifánar breyta ekki stjórnun og vöktun skipa á ferð.
GAZZI11, 20.2.2011 kl. 03:13
Sem skipstjórnarmenntaður maður og með reynslu hlýtur þú að vita að það hafa orðið mjög miklar breytingar á fyrirkomulagi um borð í skipunum og að það er hlutverk "hentifána" að BREYTA stjórnun og vöktun skipa á ferð..... Þegar menn læra siglingareglur í Stýrimannaskólanum (þær eru alþjóðlegar) er miðað við að skipstjórinn hafi fullt vald á skipinu og hafi einnig úr nægum fjölda í áhöfn úr að spila og öryggi skipsins og áhafnar er númer eitt, tvö, þrjú,............. og tíu. En hjá þessum reglum hefur verið sveigt og útgerðum býðst að "spara" kostnað (fækka mönnum (þ.e að fara á svig við alþjóðleg lög og reglur)og minnka öryggiskröfur sem nokkur lönd bjóða útgerðum upp á. Því miður hafa kaupskipaútgerðir á Íslandi farið þessa leið og því má segja að það sé bara "hundaheppni" hversu fá svona "slys" verða.
Jóhann Elíasson, 20.2.2011 kl. 08:24
Þú ert sem sagt að segja það að forstjóri Eimskipa hafi skipað skipstjóranum að vera einum uppi í brú til að spara pening ..
GAZZI11, 20.2.2011 kl. 11:53
Þegar menn verða rökþrota grípa þeir til alveg furðulega fullyrðinga.................
Jóhann Elíasson, 20.2.2011 kl. 12:10
Hefðir þú verið einn uppi í brú sem skipstjóri eða stýrimaður á þessari siglingarleið
GAZZI11, 20.2.2011 kl. 14:15
Það er ekki spurningin um hvað ég hefði gert, heldur er þetta spurningin um hvað verður að gera. Það er tími til kominn að menn horfist í augu við staðreyndir....................
Jóhann Elíasson, 20.2.2011 kl. 14:26
Ég er sannfærður um það að við hefðum báðir verið uppi í brú á þessum hluta siglarinnar ef við hefðum verið þarna ráðandi um borð.
Það er allt of mikið í húfi og ábyrgðarleysi að vera að slaka á kröfum bara af því að útgerðin heimtar sparnað.
Sjáum bara hvernig til tókst með Vikatind (Eimskip) þar sem tryggingarfélag og útgerð tóku yfir vald skipstjóra áður og eftir að hann sendir út neyðarkall. Hélt að menn hefðu lært eitthvað af þessu.
GAZZI11, 20.2.2011 kl. 15:01
Það er nefnilega málið GAZZI11, sýna þessi inngrip útgerðanna það að í rauninni er skipstjórinn EKKI æðsta valdið um borð í skipinu, nema þegar eitthvað kemur fyrir og finna þarf "blóraböggul"????
Jóhann Elíasson, 20.2.2011 kl. 16:15
Ég er viss um að við létum það ekki hafa áhrif á störf okkar. Þannig að valdið væri hjá okkur hvað varðar stjórn skipsins eins og okkur hefur verið kennt.
GAZZI11, 20.2.2011 kl. 16:18
Ég hef heyrt margar svona ræður en reyndin er oftast sú að menn hafa "kokgleypt" svona ummæli þegar á hólminn hefur verið komið. Skipsrúmum fer fækkandi og menn þakka bara fyrir að hafa eitthvað til að hverfa að.............
Jóhann Elíasson, 20.2.2011 kl. 16:36
Þökk fyrir jákvæð og greinagóð svör eins og alltaf. Guðmundur kemur með athyglsiverða ábendingu í athugasemd nr. 1 en svo virðist sem það falli ekki í kramið hjá bloggritara.
thin (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 12:07
Ég stend ennþá nokkuð fastur á mínu. Skipstjórinn ber ábyrgð og tryggir það að það sé maður á útkikki (útvörður) og skipuleggur vaktir með tilliti til veðurs og siglingarleiðar. Alla minn sjómannsferil bæði sem háseti og yfirmaður hafa alltaf hásetar staðið vaktir á siglingu skipsins og ég tala nú ekki um það þegar verið er á alþjóðlegri siglingarleið.
Einnig er vert að benda Guðjóni á að samkvæmt öllum reglum að þá er sá sem er á útkikki eða útvörður eingöngu að sinna því hlutverki. Á varðskipunum var það þannig að maður var bara nánast með hausinn út í glugga allann tímann.
Annars er allt um þetta í siglingarreglum sem eru Alþjóðasiglingareglur og þar er t.d tekið á vaktreglum á farþega- og flutningaskipum, vaktreglum á fiskiskipum, og stjórnskipanir í brú og vélarúmi.
Færslan hjá Guðmundi segir allt sem þarf ..
GAZZI11, 21.2.2011 kl. 13:05
Þetta er alveg rétt og alveg samkvæmt lögunum en er þetta svona í praxís???? Það er minn punktur, ég vona að menn hafi náð því.........
Jóhann Elíasson, 22.2.2011 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.