20.2.2011 | 22:58
ERU MENN ÞÁ LOKSINS AÐ ÁTTA SIG Á ÞVÍ AÐ DÓMSTÓLALEIÐIN ER EINA LEIÐIN
Þá verður loksins skorið úr því hvort þessar kröfur Breta og Hollendinga eiga sér einhverja lagalega stoð. Fram að því vinnur tíminn bara með okkur og kannski losnum við við Heilaga Jóhönnu og Gunnarsstaða-Móra í leiðinni..............
Skýrir kostir í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 476
- Sl. sólarhring: 537
- Sl. viku: 2258
- Frá upphafi: 1846932
Annað
- Innlit í dag: 251
- Innlit sl. viku: 1347
- Gestir í dag: 226
- IP-tölur í dag: 221
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú verður einhver eða einhverjir að stíga fram - gera almenningi grein fyrir því hvaða kostir og hvaða gallar fyylgja jái og neii.
Áróðrinum verður að linna - núna vantar okkur staðreyndir sem settar verði fram á mannamáli. Stjórnin er búin að ljúga okkur svo full að hörðustu alkar hafa ekki lent á öðru eins fylleríi.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.2.2011 kl. 23:51
Hverjum er treystandi til að segja okkur sannleikann í þessu máli????????????????????
Jóhann Elíasson, 20.2.2011 kl. 23:53
Það er eiginlega ekki réttlætanlegt, þegar það er allt bankakerfi evrópusambandsins undir, eða öllu heldur meingallað innistæðutryggingakerfi, að gefa alltof glæstar vonir um að íslendingar vinni dómsmál. Ekki síst þegar bæði ESA og EFTA eru búin að segja sitt álit, sem er íslendingum engan veginn í hag. Menn hafa talað um að hér hafi hæstiréttur látið undan þrýstingi vegna stjórnlagaþings... hvað er þá með bankakerfi Evrópu undir? Fyrir utan það að með endalausum yfirlýsingum um að við munum borga þessar "skuldir okkar", þá hafa Jóhanna og Steingrímur skapað ákveðnar væntingar, sem ekki verður hægt að líta framhjá.
Málareksturinn? Bretar og Hollendingar eyddu 2 milljörðum króna í lögfræðinga á móti Svavari Gestssyni. Stúdent. Ef við förum í nokkurra ára málarekstur gegn þeim þá kostar það okkur... hvað? Ég las blogg einhvers doktorsnema í hagfræði sem leggur til að við fáum bara bestu lögfræðinga EVER og knésetjum kvikindin. Þeir góðu í London eru að taka um 200 þúsund kall á tímann! Hvað ætlar doktorsneminn að borga lengi fyrir það? Að því gefnu að þeir vilji þá ekki vera frekar í liði með hinum! :D
Svo má alltaf nefna þorskastríðin. Þau unnust nefnilega ekki á rothöggi, kjarnorkusprengju eða ofbeldi... heldur samningum. Alltaf var sest að samningaborðinu og alltaf komu sömu efasemdarraddirnar um að Ísland hefði samið af sér, þegar það í raun setti nýtt viðmið fyrir strandveiðiþjóðir!
Ófeigur (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 00:35
Sannleikurinn er skýr, samninganefndin hefur fyrir löngu skýrt málið en menn hlusta bara ekki. Samningurinn er einfaldlega það góður að betur verður ekki samið, þetta er því spurning um að borga eða borga ekki.
Ef þjóðin velur að borga ekki þá er það svo heimskulegt að engin þjóð í sögunni hefur tekið jafn vitlausa ákvörðun í kosningum fyrr og síðar nema kannski þegar þjóðverjar kusu yfir sig nasisma.
Það liggur alveg ljóst fyrir að gifurleg áhætta felst í því að fara með málið fyrir dómstóla. Áhættan felst í tvennu, 1. málið tapast og Ísland verður dæmt til að greiða miklu hærri upphæð en samningurinn kveður á um.
2. Menn verða að átta sig á þvi að domstólar skera ekki úr um vexti á lánum. Bretar og Hollendingar munu heimta staðgreiðslu, mjög sennilega skipa islendingum að taka lán annarsstaðar fyrir þessu væntanlega á miklu verri vaxtakjörum en búið er að semja um.
3. Frekari tafir á málinu tefja enn alla uppbyggingu hér, valda áfram langtíma atvinnuleysi. Það er alveg með ólikindum að láta upphæð sem nemur um 1% af skuldum þjóðarinnar tefja svo fyrir. Tafirnar hingað til hafa alveg örugglega kostað miklu meira en ágóðinn af betri samning.
Óskar, 21.2.2011 kl. 02:27
Það er bara þannig að alveg sama hver segir hvað og að fólk sé að reyna að vera málefnalegt og kynna samninginn á hlutlausan hátt, það mun alltaf skapast tortryggni í garð þeirra, alveg sama þó þeir séu ópólitískir. "Áróðrinum verður að linna"- hvaða áróðri? Áróðri ríkisstjórnarinnar sem segir að allt fari til fjandans ef Icesave-samningurinn verður ekki samþykktur eða áróðri einhverra annarra, t.d. Framsóknarmanna sem eru algjörlega á móti því að samþykkja samninginn og telja að allt fari til fjandans ef hann verður samþykktur? Viltu áróður sem þú tekur mark á? Viltu engan áróður? Hvað meinarðu með áróðri? Þetta getur enginn gert, það hafa allir hugmyndir og skoðanir á samningnum og hvað muni gerast hvort sem hann verður samþykktur eða ekki. Staðreyndir í þessu máli munu alltaf vera gerðar tortryggilegar og kallaðar áróður og þeir sem kynna þær flokkaðir til hægtri eða vinstri og þar með gerðir tortryggilegir. Ég sé engan veginn hvernig þessu máli mun ljúka þar sem það mun aldrei nást fullkomin sátt um þetta mál.
Skúli (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 02:31
Annars held ég að dómstólaleiðin sé ekki endilega besta lausnin og í henni felst mikil áhætta því hún mun alltaf kosta okkur eitthvað og líklega taka mörg ár. Auk þess gætum við átt á hættu að þurfa að borga enn hærri fjárhæðir en gert er ráð fyrir með núverandi samningi (sem fer fyrir þjóðina). Það er ekki þannig að við getum bara sleppt því að borga. Ég get samt alls ekki borið þetta saman við Nasisma eins og gert er hér að ofan, það er hans mál.
Skúli (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 11:41
Vandamálið er að þessi leið, dómstólaleiðin, hefur aldrei verið krufin til mergjar og það metið hvað hún þýðir. Í það minnsta hafa þær niðurstöður ekki mikið verið kynntar þjóðinni. Þingið og stjórnvöld hafa frá upphafi verið ákveðin að ná fram samningum þanngi að þetta hefur aldrei verið skoðað af neinu viti.
Ég hef bara fundið á einum stað fjárhagslegt mat á því hvað dómstólaleiðin muni kosta okkur. Það mat er að finna í greiðargerð InDefence. Sjá hér.
Flestir eru sammála um að dómsmálið getur farið á þrjá vegu.
InDefence leggur þetta fjárhagslega mat á þessa þrjá möguleika:
75 milljarðamun Icesave 3 kosta okkur.
Þá má geta þess að í greinargerð lögspekinganna sem sendu fjárlaganefnd greinargerð vegna Icesave 3, sjá hér, þá meta þeir það svo að mjög ólíklegt sé að við töpum málinu algjörlega og verðum dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu. það kostar 140 milljarðaskv. InDefende.
Þeir telja líklegast að við verðum dæmd til að tryggja lágmarksinnistæður á hverjum reikning. það kostar 22 milljarðaskv InDefence. Sjá nánar hér.
Það sem við þurfum nú er annað óháð fjárhagslegt mat á dómstólaleiðinni. Mat sem mun þá annað hvort styðja þetta mat InDefence eða ekki.
Til þess að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun í þessu máli þá verðum við að fá að vita hvort þetta mat InDefence er rétt.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.2.2011 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.