MEÐAL ANNARS AÐ FLYTJA ÚT MEIRA AF ÓUNNUM FISKI.......................

Og það þegar fiskveiðar fara alltaf minnkandi ár frá ári, eða réttara sagt það kemur alltaf minni og minni afli AÐ LANDI.  Það er örugglega rétt að áhrifin á ferðaþjónustuna á svæðinu yrðu mjög jákvæð enda eru þvílíkar náttúruperlur á svæðinu að það væri vandséð hvernig hæg væri að komast hjá aukningu í ferðaþjónustu yrði af þessu?????  En sjávarútvegurinn er í vandræðum með að halda uppi fullri vinnu á svæðinu við núverandi aðstæður og hætt við að atvinna myndi alveg leggjast af, í þessari grein ef útflutningur á ferskum fiski myndi aukast.
mbl.is Stofna klasa nyrðra um millilandaflugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Fiskurinn yrði væntanlega fluttur út með sama hætti og frá Keflavík, þ.e. fullunninn í pakkningum skv. pöntun kúnnans.  Annars stendur verðmæti hans ekki undir flugflutningi. 

En draumórar norðanmanna um beint millilandaflug allt árið eru fullkomlega óraunsæir, hvað þá til þriggja staða eins og nefnt er í fréttinni.  Ef menn ætla að fljúga eitthvað einbeita þeir sér að því að byggja upp eina leið.  Þegar hún er farin að ganga er hægt að hugsa um annað.

Hvumpinn, 28.3.2011 kl. 10:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þó að fiskurinn yrði fluttur eins og í Keflavík, RÉTTLÆTIR ÞAÐ EKKI AUKNINGU á flutningi af óunnum fiski frá landinu.  .  Það þýðir lítið að tala um aukningu á einhverju ef heildarkakan er alltaf að minnka.  Hvaðan á aukningin að koma?????????  Draumórar og ekki draumórar, er ekki allt draumórar sem ekki er komið í framkvæmd????  Ég trúi ekki öðru en að það hafi farið fram einhverjar athuganir á hagkvæmni þess að fara út í þetta og væntanlega hefur niðurstaðan verið jákvæð er þá eitthvað sem mælir á móti þessum hugmyndum??????

Jóhann Elíasson, 28.3.2011 kl. 10:35

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

Sammála Jói að flytja út óunninn fisk er með því heimskasta sem þjóð með atvinnuleysi getur gert.Og Hvumpinn það er ekki í öllum tilfellum sem útflutningur með flugi er fullunninn vara,það fer mikið af hráefni í flug með roði og beinagarð út í 10-25kg kössum,en mikið að flottri fullunnri vöru líka.

Mín skoðun er að það á að banna allan útflutning á óunnum fisk í gámum og takmarka leyfi íslenskra skipa siglinga með óunninn afla úr okkar landhelgi.

Friðrik Jónsson, 28.3.2011 kl. 10:41

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óunninn fiskur í gámum verður vaxandi útflutningur við aukið eignarhald útlendinga í útgerð á Íslandi. Hagspekingar, exelvæddir í bak og fyrir með ESB stimpil á sitjandanum hafa komist að því að þess konar alþjóðavæðing yrði okkur mikið gæfuspor.

Okkur vantar svo sárlega erlent fjármagn til innspýtingar í efnahgskerfið ! Er það ekki eitthvað sem við heyrum vikulega frá S.A.?

Árni Gunnarsson, 28.3.2011 kl. 15:07

5 Smámynd: Friðrik Jónsson

Jú þetta er aðalsöngurinn hjá þessum greyjum sem eru á því að þeir eigi fiskimiðin skuldlaust,en sannleikurinn er að við erum ekkert bættari með snöggt fjármagn á fáar hendur.Við eigum að sætta okkur við minna á lengri tíma og byggja upp fullvinnslu sem skapar atvinnu,útgerðarmenn eru með kvótann að láni uppá náð og miskun fólksins til að skapa atvinnu fyrir fólkið sem raunverulega á hann.

Friðrik Jónsson, 28.3.2011 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband