BANKARÁN

Alltaf er að koma meira og meira í ljós, varðandi bankana síðustu dagana fyrir endanlega hrunið.  Glitnir "lánaði" helsta eiganda sínum þegar bankinn átti sjálfur í lausafjárerfiðleikum og þegar átti að BJARGA Kaupþingi frá falli voru þeir peningar "lánaðir" til helstu eigenda og vildarvina þeirra.  Sagði ekki einn útrásarvíkingurinn "að ef menn ætluðu að ræna banka væri best að eiga hann"???  Skyldi hann hafa hlegið þegar hann sagði þetta, í það minnsta hefur hann verið með þetta heimskulega glott sitt þá?????????????
mbl.is Fékk 1,4 milljarða lán eftir fall Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Alveg örugglega hefur hann hlegið. Ég bara skil ekkert í meðhöndlun þessara mála hjá slitastjórnum og ríkinu, ef þetta væru einstaklingar út í bæ þá væri búið að gera þetta fólk persónulega gjaldþrota fyrir löngu.

Sandy, 5.5.2011 kl. 10:22

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Mikið hljótum við samt að vera fegin að sami yfirmaður er núna yfir áhættustýringu Glitnis og var fyrir hrun. Hann er núna að auki orðinn yfir lánaeftirlitinu hjá eftirhreytum bankans. Þetta tryggir að spillingin og vanhæfnin geti haldið áfram óáreitt eins og var fyrir hrun. Að sjálfsögðu á þetta líka við um marga aðra stjórnendur í bankageiranum. Húrra :) Þetta er hið "nýja" Ísland með sömu spilltu og vanhæfu hálfvitana við stjórn í hrunbönkunum eins og ekkert hafi í skorist.

Guðmundur Pétursson, 5.5.2011 kl. 21:17

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð greining Guðmundur, ég er þér hjartanlega sammála og það er allt í lagi að bæta því við að ég er orðinn alveg á því að það verður ENGINN af hinum svokölluðu FORSPRÖKKUM í bankahruninu dreginn til ábyrgðar.  Það verður haldið áfram að dæma einhver "SMÁPEÐ", sem í raun og veru eru bara fórnarlömb útrásarvíkinganna eins og þessi ráðuneytisstjóraræfill og þessir tveir "verðbréfastrákar" hjá Kaupþingi.  Með vissu millibili verður tekið svona eitt og eitt "PEÐ" og dæmt og með því halda stjórnvöld að þau geti "friðað" almenning.  En allt verður óbreitt.

Jóhann Elíasson, 6.5.2011 kl. 08:01

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki munu stjórnvöld geta friðað mig því að ég er hættur að skipta við þessa mafíu sem bankarnir eru! Og í ofnaálag mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að berjast móti þessari mafíu!

Sigurður Haraldsson, 6.5.2011 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband