OG EKKERT STIG FRÁ HOLLANDI!!!!!!!!!!!!!

Ég tók bara ekki eftir því hvort England gaf okkur stig.  Enda lagið sem Ísland sendi var nú ekki upp á marga fiska, þetta kennir okkur kannski að þó svo að við veldum þetta lag vegna samúðar, á voru aðrir sem greiddu atkvæði ekki á sama máli.  Ekki væri nú lakara að ESB HAFNAÐI Íslandi með þessum hætti (en því miður er víst lítil hætta á því)..................... 
mbl.is Ísland endaði í 20. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jóhann stýrimaður !

Ég hygg; að þú þurfir nú ekkert að reikna neitt frekar með, að Norður- Ameríku ríkið Ísland, umhverfist í einhverja Evrópska hjálendu, úr þessu.

Evrópa er; hvort eð er, að rakna upp í frumeindir sínar - með tíð og tíma, Jóhann minn.

Katalónía; er að rífa sig lausa frá Spáni / líkt; og Baskaland.

Skotland; hlýtur að fara að losna frá Englendingum, eftir að hafa verið þeim innvinnklaðir, í 304 ár.

Og; áfram mætti telja, svo sem.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 22:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vona að þetta sé rétt hjá þér Óskar og hafðu bestu þakkir fyrir að koma á síðuna mína.

Jóhann Elíasson, 14.5.2011 kl. 23:16

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég þarf að taka þetta mál upp við Hollenska tengdadóttur mína!

Mig minnir að Bretar hafi gefið okkur 4 stig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 23:38

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Axel, ég gat bara ekki með nokkru móti munað þetta (sýnir kannski hvað ég var að fylgjast vel með) Annars viðurkenni ég það alveg að ég hafði kveikt á sjónvarpinu, þótt áhuginn hefði mátt vera meiri.

Jóhann Elíasson, 14.5.2011 kl. 23:56

5 Smámynd: Che

Það er mín skoðun (og margra annarra), að þeir tónlistarunnendur, sem kunna að meta góða músík, eigi ekki að sóa tímanum í þessa söngvakeppni. Ekki gerði ég það. Upprunalega var Eurovisionkeppnin hugsuð sem pólítískt/menningarleg tilraun til að leyfa mismunandi þjóðernum í Evrópu að skemmta sér saman, þótt ekki væri nema í gegnum sjónvarpsskjáinn. Síðan hafa aðrar mikið áhugaverðari sjónvarpaðar, samevrópskar keppnir litið dagsins ljós, t.d. Jeux sans frontières.

Aðalvandamálið með söngvakeppnina er að góð músík hefur sjaldan eða aldrei ratað þangað inn. Þau lög sem vinna, eru einföld með síendurteknu viðlagi og með óvenjulega ómerkilegum texta (þannig var íslenzka lagið Was It You sem komst í annað sæti um árið). Þannig að lenda í lágu sæti  er síður en svo slæmt, frekar þvert á móti í mörgum tilfellum. Til dæmis lenti lag sem var mjög gott neðarlega fyrir tveimur árum. Lag sem hefði unnið keppni, þar sem tónlistargæði væru það sem væri mælikvarðinn. Bezta popp- og rokktónlistin sem samin hefur verið á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum myndi ekki einu sinni komast í undanúrslit í Eurovision. 

Þess vegna finnst einföldu fólki með lélegan tónlistarsmekk gaman að þessu. Því að keppnin snýst ekki um góða músík, heldur þjóðernisrembing, múgsefjun og tálsýnir. Ég vil taka það fram, að ég hef ekki heyrt neitt lag frá keppninni í ár, en byggi skoðun mína á fyrri keppnum. Það á alls ekki að taka þetta sjónvarpsefni hátíðlegar en stillimyndina.

Mér finnst Eurovision minna dálítið á söguna um Nýju fötin keisarans hvað varðar múgsefjunina og hégómleikann. 

Che, 15.5.2011 kl. 15:21

6 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Mikið er ég sammála Che.Þetta er bara sanleikurinn,afhverju gáfu Ítalar hæsta stig til Rumeniu jú vegna þess að það eru meira en miljón af rumenum þar svo stiginn eru klíkuskapur.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 15.5.2011 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband