"FJARLÆGÐIN GERIR FJÖLLIN BLÁ OG LANGT TIL HÚSAVÍKUR"........

Þetta er nokkuð sem er búið að vera að tala um lengi en enginn hefur viljað hefja máls á.  Nú er þetta skjalfest.  Fyrst var það "hvalaskoðunin" sem kom í ljós að var nánast rekin á núlli og oft á tíðum langt fyrir neðan núllið (fór eftir því hvort menn kunnu að reka fyrirtæki eða ekki).  Nú er svo komið að örfá fyrirtæki eru í þessum rekstri, flestir bátarnir eru úr sér gengin "fúaflök", sem uppfylla ekki öryggiskröfur (á þessu eru reyndar undantekningar en eftir því sem tíminn líður verða þessar undantekningar færri og endar með því þessi atvinnugrein leggst af).  En nú er komið í ljós að GREININ í heild sinni þénar vart fyrir kostnaði.  Hvernig er það með þessa "snillinga" sem reka þessa "framtíðaratvinnugrein" þjóðarinnar. VITA ÞEIR EKKI MUNINN Á TEKJUM OG KOSTNAÐI OG KUNNA ÞEIR EKKI AÐ VERÐLEGGJA ÞÁ ÞJÓNUSTU SEM ÞEIR BJÓÐA???? 
mbl.is Engin arðsemi i ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband