VETTEL ER BARA SNILLINGUR..................................

Að sjá aksturinn hjá honum í dag var ekkert annað en SNILLD.  Hann virtist bara gera það sem hann þurfti til að VINNA.  Það er langt síðan annað eins sjálfstraust hefur sést hjá nokkrum manni á kappakstursbrautinni, ég man ekki eftir öðru eins síðan Schumacher var upp á sitt besta.  Svo virtist Alonso ná öllu út úr bílnum sem hægt var en það má segja að það hafi verið honum til happs að gírkassinn var að stríða Webber þarna í restina á keppninni.
mbl.is Vettel einráður - Alonso sækir á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt að Wettel er alveg frammurskarandi ökumaður. Betri en Schumacher....svona blanda af því besta í Schumacher og Hakkinen. Það er sðá mín að Wettel á eftir að vera á toppnum í mörg ár í við og fella mörg af metum Schumachers. Það er spurning hvort það eigi eftir að ríða formúlunni að fullu? Sami vinningshafi keppni eftir keppni og formulan verður leiðinleg.

Gunnar Magnússon (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 21:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Menn spáðu mikið í þetta, hvort að það færi með formúluna að  einn maður "domineraði" hana, þegar Schumacher var upp á sitt besta.  En sem betur fer virtust áhrifin ekkert stórvægileg, þó svo að það sé alltaf erfitt að meta svoleiðis lagað.  En alltaf kemur eitthvað upp þegar velgengni eins er orðin mjög áberandi.  Mark Webber lýsti því yfir í viðtali á BBC að "sigurfingur" Vettels færi verulega í taugarnar á honum, eins voru einhverjir sem lýstu því yfir að "sigurhopp" Schumachers færi í taugarnar á þeim.

Jóhann Elíasson, 29.6.2011 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband