VERÐIÐ ER BARA FYRIR LÖNGU KOMIÐ YFIR "ÞOLMÖRK"...................

Málið er barasta ekki flóknara en það.  En Gunnarsstaða-Móri og hans hirð í Fjármálaráðuneytinu gera sér ekki nokkra grein fyrir því og vilja bara MEIRI álögur á eldsneytið til að "auka" tekjur ríkisins LoL  Smile  Devil  (þetta þýðir AULAR).  Til eru mjög einföld dæmi um það að tekjur ríkisins hafi AUKIST við það að álögur ríkisins voru LÆKKAÐAR.  Það sem mest er vitnað í og menn muna hvað best er dæmið um dekkin.  Það var í Fjármálaráðherratíð Alberts Guðmundssonar (D) að dekk undir bíla voru alveg óheyrilega dýr og ekki á valdi nema sterkefnaðra manna að vera á bílum sem voru vel dekkjaðir, það heyrði til undantekninga ef bílar voru á þokkalegum dekkjum, flestir keyrðu þau alveg inn í striga og yfirleitt var ekki til neitt sem hét MUNSTUR á dekkjunum og að einhver ætti bæði vetrar- og sumardekk var bara ekki til umræðu.  Ein  helsta athugasemdin sem menn fengu við skoðun var AÐ DEKKIN VORU ORÐIN ÓNÝT.  FÍB, lögreglan og fleiri aðilar höfðu orðið miklar áhyggjur af þess og að sjálfsögðu var það öryggið sem var efst í huga.  Það voru farnar margar ferðir upp í Fjármálaráðuneyti vegna þessa máls.  Að lokum fór svo að þeir náðu eyrum Fjármálaráðherra, hann bar upp málið og um síðir voru gjöld ríkisins lækkuð all verulega á þessari vöru.  Fljótlega eftir þetta JUKUST tekjur ríkisins af dekkjum alveg gríðarlega.  Það sama er ég viss um að myndi gerast ef ríkið LÆKKAÐI sínar álögur svo mikið að bensínlítrinn færi niður í c.a 150 krónur, þá færi fólk að nota bílana meira (fleiri lítrar af eldsneyti yrðu seldir). 
mbl.is Álögur hækka en tekjur aukast ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Komdu sæll Johann,ja er mikid sammala tessu med aløgurnar,og tad er buid ad reina tetta med hækkanir a aløgum og skøttum a øllum nordurløndunum og øll gafust taug upp a tvi,en eins og venjulega turfum vid ad finna upp hjolid einn gangin enn

Þorsteinn J Þorsteinsson, 19.7.2011 kl. 14:23

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Skattar eru í dag 47.95% af bensínverði,  í krónutölu eru það 114.89kr .. þar af er VSK um 48kr.

Sé ekki fyrir mér að hægt væri að lækka skatta á bensíni um meira en 10-20kr, því einhvernveginn verður að halda vegagerðinni uppi þó þeir mega alveg hætta að gera jarðgöng hingað og þangað, og malbika vegi sem eru í fínu lagi (sbr að- og frá- reinar reykjanesbrautar hjá Völlunum í Hafnarfirði).  Hægt er amk að lækka bensínverðið um 3.8kr strax með því að afnema kolefnisgjaldið sem var lagt á nýlega og var ekkert annað en aukaskattur í skjóli Global Warming.  En það virðist sem Skattgrímur hafi ekki fengið góða einkun í hagfræði því með hærri opinberum álagningum þá dregst auðvitað neyslan saman... svipað og gerðist með áfengið,  tekjur Ríkisins af áfengissölu stóðu í stað þrátt fyrir að álagningarnar hefðu stóraukist.  Því það segir sig sjálft að fólk hefur bara ákveðna upphæð sem því er fært að eyða í hluti og þegar álagning eykst og þ.a.l. verðið þá minnkar bara magnið sem er keypt, eða í þessu tilviki keyrt minna.

En Þessi ríkisstjórn hefur yndi af því að bera sig saman við norðurlöndin og þar eru skattar á bensíni miklu hærri og því er "þetta í lagi" hérna heima.. okkur væri nær að líta til BNA þar sem skattar á bensíni eru um 11%.

Jóhannes H. Laxdal, 19.7.2011 kl. 15:17

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála því að lækkun þýðir hækkun því þá selst meira af benzíni. Stundum skilja menn ekki einföldustu atriði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2011 kl. 16:52

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Dæmið sem Móri reiknar,er að allt öðrum toga við sem vitum að gróði ríkisins mundi aukast erum kapítalistar það vara allir að tapa komminn segir honum það,en meir að segja ég Jóhann bloggvinur og fl. að ég skuli þetta skilja bara með barnaskólapróf !! er ekki kenndur reikningur í jarðfræði?????Kveðja

Haraldur Haraldsson, 19.7.2011 kl. 19:15

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er bara ekki alveg með það á hreinu hvort reikningur sé kenndur í jarðfræðinni en í það minnsta hefur Gunnarsstaða-Móri "sleppt "því að mæta í þá tíma hafi þeir verið á stundatöflunni en það er alveg á tæru að ekki hefur verið kenndur grunnkúrs í hagfræði............

Jóhann Elíasson, 19.7.2011 kl. 19:22

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég held að fjármálaráðherra okkar sé fyrir löngu búinn að taka af allan vafa um að hann skilji ekkert í hagfræði eða fjármálum. Það sem fer eiginlega mest í taugarnar á mér er að hann skilur ekki samhengi á milli skattahækkana og verðbólgu/verðtrygginga. Það er eitt að skýla sér á bakvið umhverfissjónarmið með háum sköttum en þessar hækkanir fara beint út í allt annað verðlag. Þessi fjármálaráðherra skilur það ekki! Ef hann skilur það samhengi ekki þá er hætta að hann skilji ekki heldur annað sem er flóknara í hagfræði. Það er stórhættulegt að hafa svona einstakling við stýrið á þjóðarskútunni!

Sumarliði Einar Daðason, 20.7.2011 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband