HANN FÆR ÞÁ KANNSKI AÐ VERÐA FORMAÐUR ESB-INNLIMUNARSINNA.

Hann hélt að formennska í Framsóknarflokknum gengi í erfðir en þegar hann komst að því að svo var ekki fór hann í fýlu og hætti.  Hann var búinn að koma sér út úr húsi í Landráðafylkingunni og því sér hann að hann á ekki aðra möguleika en að stofna "flokk" ESB-dindla og jafnvel von til þess að hann fái að verða formaður þeirrar samkundu.  Þá uppfyllast hans æðstu draumar og meira að segja á fámennum "klúbbfundum" gæti hann dregið fram harmonikkuna og utanaðkomandi gætu áætlað að það væri voða gaman á þessum samkundum.......................
mbl.is Segir Jóhönnu vera guðmóður nýs flokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég sé að þú ert haldinn miklum ranghugmyndum um ESB og það hvað því fylgir að ganga þar inn. Ef víð Íslendingar tökum það gæfuspur að ganga í ESB þá erum við að gerast aðilar að samstarfsvettvangi frjálsra og fullvalda lýðræðisþjóða í Evrópu og með því bæði bætum við lífskjör hér á landi og aukum áhrif okkar í Evróipu og á heimsvísu með því að taka þátt í þessu samstarfi sem fullgildir meðlimir.

Í þsssu felst hvorki innlimun né afsal fullveldis. Það geta því ekki á nokkurn hátt talist landráð að vilja taka þátt í þessu samstarfi. Það að nolta orðið "landaráð" um menn fyrir það eitt að vera óssammála sér varðandi aðild að ESB getur því ekki talist neitt annað en lágúrulegt skítkast og persónuníð manna sem skortir rök fyrir máli sínu. Skík orð skila engu til málefnanlegrar umræðu um kosti og galla ESB aðildar.

Það er líka stórhægtulegt að viðhafa slík orð. Það ættu hryðjuverkin í Noegi að hafa sýnt okkur. Það getur nefnilega verið að einhver eða einhverjir sem lesa þessi orð séu svo kexruglaðir að halda að þetta séu viðeigandi orð og jafnvel verðskulduð. Þeir gætu því talið sig þufa að grípa til aðgerða gegn þessu fólki.

Sigurður M Grétarsson, 23.8.2011 kl. 09:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég sé nú ekki betur Sigurður en að það sért ÞÚ sem ert haldinn ranghugmyndum um ESB.  Hefur þú lesið Rómarsáttmálann og kynnt þér þróunina í ESB?????  Þú ættir að kynna þér málið áður en þú ferð að segja að innlimun í sambandið sé ekki afsal á fullveldi.

Jóhann Elíasson, 23.8.2011 kl. 09:22

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég sé ekki betur en að þú sért maðurinn með ranghugmyndirnar um ESB Sigurður M, í ESB er gott sem ekkert lýðræði, ótrúlegt en satt þá er fólk þar alveg jafn spillt og í stjórnmálum á Íslandi ef ekki spilltara, Evran er í bullandi vanddræðum og þú hefur ekki neitt fyrir þér að hér muni lífskjör batna.

Það er brandari að halda því fram að í þessu sambandi sé hópur fullvalda þjóða þar sem allar þessar þjóðir framselja fullveldi sitt til ESB, ESB setur lög og það er ekkert sem þjóðirnar geta sagt við því.

Þessi 0.eitthvað prósentu vald sem við fáum í þessu batterýi verður ekki til að auka áhrif okkar í evrópu, við höfum líklegast meira vald til að valda breytingum í gegnum EES samninginn.

Samkvæmt stjórnarskránni þá gengur ESB aðild gegn henni, að halda að fólk komi til með að hlaupa vopnað niður í kringlu eða niður á þing til að herma eftir fjöldamorðingjanum í noregi út af þessu fer lengra í að lýsa öfgunum í þér meira en nokkrum öðrum.

Hér eru nokkur orð um hverjir eru hvað í ESB...

http://www.youtube.com/watch?v=YWSYMpuCFaQ&playnext=1&list=PL2CDC827FBB775C80

Halldór Björgvin Jóhannsson, 23.8.2011 kl. 09:22

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann og Halldrór. Ég hef kynnt mér málð vel, sem þið hafið greinilega ekki gert. Æðsta vald ESB er ráðherraráðið sem er með einn fulltrúa frá hverri þjóð. Þar er oftast reynt að ná 100% samkomulagi og því fara flestar breytingar í gegn sem málamiðlanir sem allar þjóðir geta sætt sig við. Takist ekki að ná samkomulagi með þeim hætti innan ráðherraráðsins þá getur meirihluti þess lagt fram lagafrumvarp á Evrópuþinginu. Þar fer fjöldi þingmanna frá hverri þjóð vissuleg að hluta til eftir stærð þjóða og valdið innan þess líka. Hins vegar eru þingmenn hverrar þjóðas sjaldnast allir sammála því línur á Evrópuþinginu skiptast eftir stjórnmálaskoðunum en ekki löndum. Hægri menn kjósa oftast eins óháð þjóðerni og það sama á við um vinstri menn.

Engin þingmaður Evrópuþingsins getur lagt fram lagafrumvarp heldur getur aðeins ráðherraráðið það. Það fara því engar lagabreytingar í gegn öðruvísi en að annað hvort náist 100% samkomulag í ráðherraráðinu eða að bæði meirhiluti fulltrúa í ráðherraráðinu og meiihluti fulltrúa á Evrópuþinginu samþykki breytinguna. Það þarf því bæði meirihlutasamþykki í ráðherraráðinu þar sem hver þjóð hefur einn fulltrúa og því atkvæðavægi óháð stærð og í Evrópuþinginu þar sem atkvæði fara að hluta til eftir stærð þjóðanna. Stóri þjóðirnar innan ESB geta því ekki valtað yfir minni þjóðirnar þó þær hafi meirihluta á Evrópuþinginu því hinar mörgu minni þjóðir geta stoppað öll lagafrumvörð til Evrópuþingsins með meirihluta sínum í ráðherraráðinu.

Allri þingmenn Evrópuþingsins eru kostnir beint af kjósendum í sínu landi. Fulltrúar í ráðherraráðinu eru kosnir af stjórnvöldum í sínu landi og öll þessi lönd nota lýðræðislegar aðferðir við að kjósa þau stjórnvöld sem skipa fulltrúa í ráðherraráðið.

Það er því út í hött að halda því faram að ESB sé stjórnað með ólýðræðislegum hætti. Það er einnig út í hött að tala um að þjóð missi fullveldi sitt við að ganga í ESB. Vissulega er það svo að þegar þjóð gerist aðili að samstarfsvettvangi sem veitir henni ákveðin rétt og ávinning en setur henni á móit ákveðnar skyldur að þá þrengist um val í ákvarðandtöku. Það er hins vegar aðeins eðlilegur þáttur í samstarfi þjóða rétt eins og það skerðir valkosti einstaklinga að eiga í samstarfi við aðra menn. Það dettur engum í hug að kalla samstarf einstaklinga afsal sjálfræððis þeirra sem eiga í slíku samstarfi.

Það eitt að ef þjóð sem er í ESB getur hvenær sem er gengið úr ESB líki henni ekki á hvaða leið samstarfið fer ef breytingár verða á því sem hún getur ekki sætt sig við segir allt sem segja þarf um þann rakalausa þvætting sem sú fullyrðing er að það sé afsal á sjálfræði að ganga í ESB.

Hvað varðar hættu á voðaverkum þá fór Sighvatur Björgvinsson ágætlega yfir þetta í grein sem hann skrifaði og í samtalsþætti í útvarpi um daginn. Þegar farið er að kalla suma menn "landráðamenn", "landsölumenn", "þjóðníðinga", "óþjóðholla" og svo framvegis fyrir það eitt að vera ósammála manni um kosti og galla ESB aðildar þá er alltaf hætta á því að úti í þjóðfélaginu sé veikur maður sem er svo kexruglaður að halda að þetta séu viðeigandi orð og að þau séu jafnvel í einhverjum tilfellum verðskulduð.  Vissulega þarf alvarlega ruglaðan mann til að halda að þessi orð séu verðskulduð í þessari umræðu en það getur alltaf verið einhver þarna úti sem er svo alvarlega ruglaður að hann trúir því og telur sig því þurfa að bjarga þjóð sinni frá þessu "stórhættulega" fólki.

Sigurður M Grétarsson, 23.8.2011 kl. 10:35

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Samkvæmt því sem þú skrifar, Sigurður, hefur þú EKKERT kynnt þér heldur kemur þú þarna með sömu innantómu frasanaog virðast vera innstimplaðir í ykkur innlimunarsinnana.  Er ekki til neitt hjá ykkur innlimunarsinnum, sem heitir sjálfstæð hugsun??????????

Jóhann Elíasson, 23.8.2011 kl. 12:16

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég bíð ennþá eftir því einhver aðildarsinni útskýri hvers vegna Íslendingar geti ekki sjálfir sett sér lög og reglur og gert samninga sem eru jafn góðir eða betri en ESB?

Það eru nefninlega 190 önnur þjóðríki þarna úti. Er ekki einangrunarhyggja að vilja loka sig inni í samstarfi við aðeins 27 þeirra?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2011 kl. 15:04

7 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sigurður M Grétarsson, "Æðsta vald ESB er ráðherraráðið sem er með einn fulltrúa frá hverri þjóð. Þar er oftast reynt að ná 100% samkomulagi og því fara flestar breytingar í gegn sem málamiðlanir sem allar þjóðir geta sætt sig við." ESB hefur forseta sem er hæðstsetti  maður innan ESB, sjá hér . Hvernig var hann kosinn?Lýðræði?

Brynjar Þór Guðmundsson, 23.8.2011 kl. 16:59

8 identicon

Jóhann þú talar um "innantóma frasa".  Það er gott hjá þér, því ég er sammála því sem Sigurður segir um það þegar farið er að kalla fólk sem er á öðru máli en þú og fleiri um ESB-aðild "landráðamenn", "þjóðníðinga", "Landráðafylkingin" og ég veit ekki hvað og hvað.  Sjálfur hef ég ekki gert upp hug minn til ESB-aðildar og er frekar mótfallinn ef eitthvað er, en svona frasar eru þér og þínum málflutningi alls ekki til sóma.  Mér finnst það gott hjá Guðmundi að segja bless við hinn forneskjulega Framsóknarflokk og fylgja sinni sannfæringu.

Skúli (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 18:00

9 Smámynd: Vendetta

Sigurður M.: Ekkert af því sem þú skrifar, er rétt. Þetta er 100% bull. Annað hvort ertu með blindan áróður fyrir Samfylkinguna og skrifar um ESB gegn eigin vitund. Eða þá að þú ert pólítískur einfeldningur og veizt ekki betur. Ef það síðarnefnda er tilfellið, þá vil ég upplýsa þig um að ég hef átt jakkaföt, sem vita meira um ESB en þú.

Varðandi vindhanann Guðmund Steingrímsson, þá kom það engum á óvart að hann sagði sig úr Framsókn. Það var vitað frá byrjun að hann var skotinn í Samfylkingunni og ESB og mun sennilega ganga í þann flokk á endanum (eftir að hans eigin flokkur bíður afhroð í næstu kosningum). Allt tal hans um "frjálslyndi" er bara froðusnakk, fyrirsláttur. Framsókn er í endurnýjun og úthreinsun á 5. hersveitarmönnum eins og Guðmund og Siv (vonandi) er liður í þeirri endurnýjun.

Vendetta, 23.8.2011 kl. 18:46

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurður M. Hvað er það sem þið ESB - sinnar eruð að að sækjast eftir? Ekki trúið þið því væntanlega að þær þjóðir sem þið þráið svo mjög að bindast hjúskap séu svo erfiðar í samskiptum að þessi örþjóð norður í höfum verði lokuð úti frá vínberjaökrunum?

Líklega hef ég aldraður maðurinn aldrei lesið gegnsærri og bernskari áróður en núna á dögunum í Fréttabl. Þar var einhver snotur telputuðra frá ESB skólanum að benda ókkur á að líklega værum við betur sett með að leyfa landsbyggðinni sjálfri að ráðstafa styrkjunum frá ESB fremur en að láta stjórnsýsluna framkvæma þetta!

Bíðum við! Erum við komin á sama stig og á dögum vesturfaranna fyrir aldamótin 1900 þegar barnið spurði:

"Pabbi, má ég líka tína vínberin og kaffibaunirnar þegar við verðum komin til Amiríku?"

"Já,já, við tínum öll."

Erum við ekki lengur fær um að tala og/ eða sjá um okkur eins og hvert annað fullorðið fólk?

Hversk. andsk. vitleysisgangur er þetta orðið?

Árni Gunnarsson, 24.8.2011 kl. 09:28

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann. Jú ég hef kynnt  mér ESB vel og það sem ég skrifaði hér að ofan er rétt. Bullið um missi fullveldis, missi auðlynda og að sjávarútavegur eða landbúnaður muni rústast við inngöngu í ESB eru hins vegar farsar frá fólki sem hefur ekkert kynnt sér málið og hefur sinn sannleika frá öfgasamtökum eins og Heimsýn sem fer verulega á svig við sannleikan í sínum skrifum svo vægt sé til orða tekið.

Guðmundur Ásgeirsson. Ástæðan er einfaldlega sú að við höfum ekki sömu vikt og 500 milljóna manna ESB. Þau 190 ríki sem þú talar um eru tilbúinn að leggja mikið á sig til að komast með sem lægsta tolla inn á þann stóra markað með þann mikla kaupmátt almennings sem þar er. Áhuginn á okkar litla 300 þúsunda manna markaði er einfaldlega mun minni og því eru þessar þjóðir ekki tilbúnar til að teygja sig eins langt í samningum við okkur eins og við ESB. Svo snýst þetta ekki bara um að gera samningana heldur þarf líka að fylgja því eftir að viðsemjendur okkar viriði samningana og beita þrýstingi ef það er ekki gert. Það er frekar erfitt fyrir 300 þúsund manna þjóð að gera slíkt svo vel sé gagnvart mörgum þjóðum og mörgum samningum.

Brynjar Þór Guðmundsson. Þó það að vera forseti ESB sé æðsta embottið innan ESB þá hefur forsetinn engin völdl varðandi lagasetningar. Hvað það varðar er ráðherraráðið æðsta valdið innan ESB.

Vendette. Það er ódýrt að slá fram svona farsa an staðreyndin er sú að ég fer með rétt mál í því sem ég hef skrifað hér að ofan. Það að lesa vefsíðurnar Heimssýn eða Evrópuvakdtina færrir þér ekki sannleikan um ESB. Þar er verulega hallað réttu máli svo vægt sé til orða tekið enda eru þetta áróðurssíður en ekki upplýsingasíður. Taktu eftir því að hvorug þessara síða heimilar athugasemdir við greinar sínar övugt við það sem Evrópusamtökin gera. Enda er ekki hægt að halda útil lygaáróðri með því að heimila athugasemdir.

Árni Gunnarsson. Hugmyndin um að heimila landsbyggðinni sjálfri að ráðstafa styrkjum ESB er einfaldlega hugmynd tiltekinna manna og getur því vart talist hugmynd allara ESB sinna. Ég hef sjáflur ekki tekið afstöðu til þessarar hugmyndar.

Að lokum. Þegar Eistar eru spurðir hvort það skjóti ekki skökku við að fórna nýfengnu sjálfstæði sínu með því að ganga í ESB svöruðu þeir að þvert á móti væru þeir að treysta sjálfstæði sitt og fullveldi með inngöngu í ESB. Með aðil væru þeir orðnir þjóð meðal þjóða í Evrópu og hefðu þannig mun meira um framtíðarþróun í Evrópu að segja heldur en ef þeir stæðu þar fyrir utan. Það er vert að hafa þetta í huga. Þetta á líka við um Ísland.

Sigurður M Grétarsson, 24.8.2011 kl. 12:38

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður M Grétarsson, eitt er að fjalla um hlutina af þekkingarskorti annað  að ljúga gegn betri vitund, nú hefur þú játað það á þig að ljúga um hlutina, því ef þú hefur kynnt þér hlutina vel eins og þú segir þá ertu hreinlega að ljúga til um niðurstöðurnar svo einfalt er það bara.  Það er ekki til neins fyrir þig að reyna að segja eitthvað annað því í því námi sem ég legg stund á er lögð á það mikil áhersla að við þekkjum ÖLL ríkjasambönd og innviði lög og reglugerðir frá upphafi til dagsins í dag og ekkert af því sem þú skrifar stenst nokkra skoðun.....

Jóhann Elíasson, 24.8.2011 kl. 22:37

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Með því að tala um Eistlendingana, skaustu aftur yfir markið og sagði ekki hver var RAUNVERULEGA ástæðan fyrir "inngöngu" þeirra í ESB.  Þeir héldu nefnilega að með því að vera í ESB þá kæmi það í veg fyrir að Rússar myndu ráðast inn í landið og TAKA landið  aftur.  Þetta er nú satt að segja ekki í fyrsta skipti sem innlimunarsinnar eru staðnir að því að "laga" staðreyndir til...........

Jóhann Elíasson, 25.8.2011 kl. 06:02

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Johann. Ég hef engu logið. Raunerulega ástæða Eista fyrir inngöngju í ESB var sú að vera með í samráðsvettbvangi lýðræðisþjóða í Evrópu og að sjálfsögðu líka til að bæta lífskjör þjóðar sinnar og vera minna háðir Rússun efnahagslega. Þetta hefur allt gengið eftir og er nú bullandi hagvöxtur í Eistlandi og er það ekki hvað síst að þakka inngöngu þeirra í ESB.

Þeir sem halda því fram að þjóðir tapi sjálfstæði sínu og fullveldi við inngöngu í ESB hafa ekki efni á að ásaka aðra um lygar.

Sigurður M Grétarsson, 26.8.2011 kl. 09:35

15 Smámynd: Vendetta

Þess ber að geta, að Sigurður M. Grétarsson er flokksbundinn í Samfylkingunni og hefur tekið að sér það hlutverk að verja Jóhönnu og ESB gegn gagnrýni með klóm og kjafti. Það útskýrir margt.

Vendetta, 26.8.2011 kl. 10:52

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ertu virkilega svo FORHERTUR Sigurður halda því fram að Eistlendingar (að segja Eistar er afbökun á nafni landsins og Eistlendingum sjálfum finnst þetta vera niðurlægjandi orðskrípi), sem sögðu mér ástæðuna fyrir inngöngu landsins í ESB hafi verið að segja ósatt.  Í það minnsta voru þetta helstu rök aðildarsinna þar í landi fyrir innlimun landsins á sínum tíma (sjá athugasemd mína nr 13)

Sé ekki um AFSAL fullveldis að ræða HVERS VEGNA ÞARF AÐ GERA BREYTINGAR Á STJÓRNARSKRÁNNI ÁÐUR EN AF INNLIMUN VERÐUR?  Heilög Jóhanna hefur staðfest þetta.

Jóhann Elíasson, 26.8.2011 kl. 11:06

17 Smámynd: Vendetta

Enginn heilvita maður getur haldið því fram, að ekki sé um afsal fullveldis að ræða. Þetta var gert smám saman alveg frá dögum EBE, með næstum hverjum nýjum sáttmála er skorin enn ein sneið af fullveldi ríkjanna. Í dag ræður ekkert aðildarríkiríki ESB yfir ríkisfjármálum og atvinnuvegum innan eigin landamæra. Í huga Sigurðar M. jafngildir þetta fullveldi. Hvernig hann fær það út verður hann að útskýra betur. Og hvernig telur hann sig umkominn að halda sig vita betur en ríkisstjórnir aðildarríkjanna sem fúslega viðurkenna að fullveldisafsal hafi átt sér stað?

Vendetta, 26.8.2011 kl. 11:49

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann. Vissulega var það eitt af því sem Eistlendingar horfðu til þegar þeir ákváðu að ganga í ESB og Nato var að með því minnkuðu líkurnar á að Rússar réðust á þá. Hitt er annað mál að þeir gerðu sér líka grein fyrir því að áhrif þeirra á gang mála í Efrópu, sem þeir eru hluti af óháð því hvort þeir eru í ESB eða ekki, væru meiri innan ESB en utan. Þeir gerðu sér líka grein fyrir því að með inngöngu í ESB gengi betur að bæta lífskjör í landinu.

Ástæða þess að það þarf að breyta fullveldiskafla stjórnarskrárinnar til að Ísland geti gengið í ESB er sú að notuð er önnur aðferð við að fullnusta ESB reglur ef við erum í ESB heldur en er í dag með aðild okkar að EES samningum. Í dag neyðumst við til að taka yfir breytingar á ESB reglum án þess að koma nokkuð nærri því að semja nýju reglurnar. Það gerist hins vegar formlega með þeim hætti að Alþingi breytir lögunum. Það er hins vegar ekkert val um að gera það ekki ef við viljum halda áfaram að vera aðilar að EES samstarfinu.

Ef við hins vegar göngum í ESB þá er gerð krafa um að breyttar reglur ESB verði sjálfkrafa að lögum án aðkomu Alþingis. Á móti því kemur hins vegar að þá sitjum við við borðið þar sem lagabreytingarnar eru ákveðnar. Við höfum því meira að segja um okkar mál með aðild en við höfum í dag með EES samningum. Það þarf hins vegar að breyta fullveldisákvæði stórnarskrárinnar til að hægt sé að láta lög hér á landi verða til með þessum hætti án aðkomu Alþingis.

Við munum hins vegar ekki þurfa að sætta okkur við hvað sem er. Ef ESB breytist með þeim hætti að við getum ekki sætt okkur við það og teljum hagsmunum okkar betur borgið utan ESB en innan þá getum við einfaldlega sagt okkur úr ESB og afnumið þannig úr íslenskum lögum allar þær ESB reglur sem við kjósum.

Valkostnrinir bæði sem aðilar að ESB og EES samningum eru því að taka við öllum breytingum á ESB reglum eða fara úr samstarfinu. Eini munurinn er að með aðild að ESB erum við með í að móta reglur ESB sem við þurfum að taka yfir en það gerum við ekki í dag með því að vera með EES samningin.

Það er því rangt sem Vendetta heldur fram að engin heilvita maður geti haldið því fram að ekki sé um afsal fullveldis að ræða með inngöngu í ESB því það er einfaldlega staðreynd málsins. Það eru þeir sem halda því fram að í því felist afsal fullveldis að ganga í ESB sem eru að fara með rangt mál.

Sigurður M Grétarsson, 27.8.2011 kl. 19:52

19 Smámynd: Vendetta

Sigurður M.: Aðildarríki ESB verða að innleiða tilskipanir ESB á embættismannastigi án umræðu á þjóðþingunum. Þannig að munurinn á EES er aðaðildaríki ESB verða að innleiða  allar tilskipanir ESB, en EES-ríki eins og Ísland einungis sum þeirra.

Varðandi áhrif Íslendinga innan ESB ef að aðild verður, þá verða þau áhrif örlítil (míkróskópísk) eins og ESB-andstæðingar og einkum Jón Valur Jensson hafa mörgum sinnum bent á. Hver er munurinn á 0% áhrfum og 0,06% áhrifum, Sigurður?

Vendetta, 27.8.2011 kl. 20:23

20 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður, þú ert kominn í marga hringi með málflutning þinn.  Í hvert skipti sem eitthvert bullið er rekið ofan í þig þá kemur þú með aðra þvælu sem þú reynir að fá menn til að gleypa við en þú virðist ekki gera þér grein fyrir því að menn  hafa kynnt sér ESB mun betur en þú hefur gert og við erum ekki að LJÚGA einhverju upp til að slá um okkur eins og þú gerir en svoleiðis lagað kemur mönnum ALLTAF í koll.

Jóhann Elíasson, 28.8.2011 kl. 05:51

21 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Vandtte. EES ríku þurfa að innleiða allar tilskipanir varðandi þá málaflokka sem EES samningurinn nær til. Það eru um það bil 80% af öllum reglum sambandsins.

Það er nú að æra óstöðugan að vitna í rugludallinn Jón Val Jensson. Menn finna ekki sannleikan um ESB hjá honm. Annað eins rugl og afbökun á staðreyndum er vandfundið. Bloggsíða hans er ekert annað en áróðurssíða þar sem á sér stað veruleg afbökun á staðreyndum og síðan lokar Jón á alla sem koma ítrekað inn á síðuna hans og reka bullið ofan í hann. Þannig bullr hann athugasemdalítið á sinni síðu óháð því hversu mikið bull hann skrifar þar.

Staðreyndin er sú að áhrif smáríkja er mun meiri en Jón og aðrir ESB andstæðingar vilja vera láta. Þið talið alltaf um það hversu lítið hlutfall okkar þingmanna yrði á Evrópulinginu og skautið alveg framhjá þeirri staðreynd að það er ráðherraráðið sem er aðalvaldstofnun ESB og þar eiga öll lönd jafn marga fulltrúa óháð stærð eða einn á hvert ríki. Það er aðeins ráðherraráðið sem getur lagt fram frumvörp um breytingar á lögum ESB og því getur meirihluta aðildarríkja óháð stærð komið í veg fyrir allar tillögur að lagabreytingum hjá ESB. Þar að auki er alltaf reynt að ná 100% samkomuloagi í ráðherraráðinu og þannig alltaf reynt til hins ýtrasta að gera lagafrumvörp þannig úr garði að allar aðildarþjóðir geti sætt sig við þær. Það heyrir til algerra undantekninga að lagafrumvörp fari frá ráðherraráðinu án 100% samþykkis. Því hefur smáþjóðum innan ESB gengið ágætlea að koma sínum málum fram og það hefur aldlrei gerst í sögu ESB að farið hafi verið gegn grundvallarhagsmunum nokkurrar aðildaþjóðar. Það segir allt sem segja þarf um hættuna á því að farið verði gegn fiskveiðihagsmunum okkar.

Jóhann Elíasson. Ég hef ekki farið með neitt bull hér um ESB öfugt við það sem lítur út varðandi þig. Miðað við málflutning þinn hefur þú ekki kynnt þér staðreyndir um ESB mikið. Þó verður að athuga það að þú finnur ekki sannleikan um ESB á netsíðum Heimssýnar eða Evrópuvaktarinnar. Það eru áróðurssíður sem fara frjálslega með sannleikn um ESB svo vægt sé til orða tekið. Taktu líka eftur því að á þeim netsíðum er ekki boðið upp á að gera athugasemdir við það sem þar er skrifað öfugt við síðu Evrópusamtakanna. Enda er það svo að það er erfitt að ástunda blekkingar með því að hafa opið fyrir athugasemdir þar sem hægt er að fletta ofan af bullinu.

Sigurður M Grétarsson, 28.8.2011 kl. 13:07

22 Smámynd: Vendetta

Sigurður: Í ráðherraráðununum og nefndum ESB er í fjölmörgum málum tekin ákvörðun á grundvelli aukins meirihluta, sem byggir ekki bara á meirihluta ríkja, heldur ákveðinn meirihluta í krafti íbúafjölda. Sbr. þennan texta frá þessari síðu: "In most cases, the Council votes on issues by qualified majority voting, meaning that there must be a minimum of 255 votes out of 345 (73.9 %) and a majority of member states (sometimes a two–third majority). A majority representing 62% of the EU's population may also be taken into account." Þar stendur Ísland mjög illa að vígi með rúmlega 300.000 íbúa gagnvart uþb. 500.000.000. Þar verða áhrif Íslendinga 0,06% eins og Jón Valur hefur bent á. Neitunarvaldið í ráðherraráðinu dó með Maastricht-sáttmálanum.

Á þinginu í Strasbourg yrðu áhrif Íslendinga með 6 af allt að 750 þingmönnum (núverandi heildarfjöldi þingmanna er 736, brytist árið 2014) uþb. 6/750 =  0,8%, sem er að vísu meira, en Evrópuþingmönnum er ekki heimilt að gæta hagsmuna heimalandsins, heldur ekki hagsmuna Íslands.

Þetta sem þú skrifar um Jón Val er kjaftæði. Ólíkt þér, sem slengir fram hverri lyginni á fætur annarri án þess svo mikið sem að rökstyðja það nokkurn tíma (enda væru öll skjöl í andstöðu við það sem þú héldir fram), þá rökstyður Jón Valur allt með því að vitna í skjalfestar staðreyndir.

Athugaðu, Sigurður, að við hér erum ekki heilaþvegnir Samfylkingar-kumpánar þínir sem þú getur talið trú um allan fjandann, við ESB-andstæðingar erum hugsandi fólk. Sumir af þeim bloggurum sem aðhyllast ESB gera hreint fyrir sínum dyrum og viðurkenna fullveldistap og lítil áhrif Íslands en hafa svo aðrar, kannski persónulegar ástæður fyrir því að vilja aðild. Mér finnst að þú ættir að gera það sama og hættu svo að ljúga.

Vendetta, 28.8.2011 kl. 13:59

23 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður, ég leita EKKI upplýsinga um ESB á síðum Heimssýnar eða Evrópuvaktarinnar öfugt við þig sem virðist sækja allan þinn "fróðleik" til heimasíðu Evrópuvaktarinnar og ekkert annað að finna í málflutningi þínum en öfugmæli og rógburð sem virðist vera kominn beint af þeirri síðu.  Jú víst hefur þú bullað mikið í þessari umræðu, en það sem verra er þú ferð með lygar og þvætting sem er mun verra.  Eins og ég hef komið inn á áður þá hef ég kynnt mér ESB mjög vel, sem verður EKKIsagt um þig.  Ég legg til að þú farir að kynna þér ESB og kannski verður þú eitthvað málefnalegri við það og kannski sérðu þá að innlimun í sambandið ER EKKI góður kostur eftir allt saman..................

Jóhann Elíasson, 28.8.2011 kl. 14:30

24 Smámynd: Vendetta

Um neitunarvaldið í ráðherraráðinu og afnám þess: 

Það eina sem aðildarríkin 27 eiga sameiginlegt er að þau þurfa að hafa aðgang að evrópskum mörkuðum fyrir útflutningsvörur auk þess að geta forðazt enn ein vopnuð átök í Evrópu. Kol-og stálsambandið sem síðar varð hluti af Efnahagsbandalaginu sáluga (EBE) kom á varanlegum friði milli Þjóðverja og Frakka. Á meðan einungis voru stofn-meðlimir í bandalaginu (Vestur-Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Benelux-löndin), þá voru engin vandamál með að krafizt var að allir ráðherrar væru sammála um öll mál (concensus). Hins vegar, eftir að Danmörk, Bretland og Írland urðu meðlimir og ljóst varð að þessi ríki áttu ekki alltaf samleið með hinum (ástæðan fyrir því að de Gaulle vildi ekki hleypa Bretum inn í bandalagið á sínum tíma) og þá byrjaði hugmyndin um að afnema smám saman neitunarvaldið sem var hluti af concensus.

Á þessu var svo byrjað með stofnun ESB (Maastricht-sáttmálinn 1992 með síðari breytingum (Amsterdam/Nice/Lisbon) á grundvelli EBE, þar sem aukinn meirihluti var innleiddur í flestum atkvæðagreiðslum. Stefna sambandsins var og er að afnema algjörlega neitunarvaldið og innfæra aukinn meirihlutaákvarðanir í öllum málum í öllum ráðum og nefndum, líka utanríkismálum og öðrum af mikilvægustu málaflokkunum, þar sem ennþá krefst samþykkis ráðherra allra ríkjanna. Hvort þetta verði orðin raunin árið 2014 þegar Lissabon-sáttmálinn leggst á af fullum þunga eða hvort það tefst fram til 2015, er ekki vitað.

En eitt er víst, að með aðild að ESB líður þjóðríkið Ísland sem slíkt undir lok.

Vendetta, 28.8.2011 kl. 14:36

25 Smámynd: Vendetta

Í framhaldi af því sem Jóhann skrifaði nú síðast, vil ég upplýsa, að nær allar tilvitnanir sem ég nota tek ég frá vefsíðum Evrópusambandsins, byrja hér: http://europa.eu/ eða þá frá Wikipedia, sem er hlutlaus alfræðivefur (í öllu falli hvað varðar ESB): http://en.wikipedia.org/wiki/European_Union .

Þegar Sigurður M. og aðrir kratar komast í andstöðu við sjálfar upplýsingasíður ESB, þá er orðið anzi hart í ári hjá þeim (þ.e.a.s. hjá krötunum).

Vendetta, 28.8.2011 kl. 14:48

26 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vendetta, enda hef ég EKKIvænt þig um að fara ekki með rétt mál, þvert á móti hefur málflutningur þinn byggst á góðum rökum og verið mjög málefnalegur.  Hafi ég gefið annað í skyn þá byðst ég afsökunar það hefur alls ekki verið ætlunin................

Jóhann Elíasson, 28.8.2011 kl. 15:47

27 Smámynd: Vendetta

Nei, Jóhann, þú misskildir mig, sem ég sá því miður ekki fyrir. Athugasemd mín var ætluð Sigurði sem vændi þig um að vera með áróður, sem er fjarri lagi.

Ég greip bara tækifærið út frá því sem þú skrifaðir, að láta Siguð vita að ekki ég heldur vitna í síðu Heimssýnar, heldur vefsíður ESB sjálfs eða hlutlausar upplýsingasíður eins og Wikipedia.

Vendetta, 28.8.2011 kl. 16:31

28 Smámynd: Elle_

Sigurður, ég vil ekki trúa enn að þú sért hreinlega að ljúga en þú ferð með ótrúlegar rangfærslur um E-sambandið.  Víst munum við missa fullveldið ef yfirgangs- og öfgaflokkurinn þinn getur dregið okkur með valdi þangað inn.  Þú talar um lygar og níð og skítkast og hikar samt ekki við að kalla heiðarleg samtök gegn fullveldisafsali landins, öfgasamtök. 

Við setjum okkar eigin lög og stjórnum okkar landi sjálf.  Við þurfum ekki útlendinga hinu megin við Atlantshafið til að stjórna okkur.  Við viljum ekki einangrast undir þeirra æðri stjórn þar sem Frakkland og Þýskaland, já gömul heimsveldi stjórna langmestu.  Við getum líka losað okkur við valdasjúka flokka eins og Samfylkinguna.  

Elle_, 28.8.2011 kl. 19:50

29 Smámynd: Elle_

Já, ég kallaði flokkinn þinn öfgaflokk, Sigurður, eins og þú kallaðir samtökin sem vilja verjast fullvelsisafsali.  Maður mundi ætla að öllu hugsandi fólki finndist það ekki öfgar að verja fullveldi landsins og sem þau samtök eru að gera.  Öfgarnar liggja í framgangi flokks Jóhönnu og Össurar þar sem hann valtar af öllu afli og með blekkingum og lygum, yfir þjóðina bæði í fullveldismálinu og ICESAVE. 

Elle_, 28.8.2011 kl. 21:59

30 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður M. Grétarsson: Í svarinu þínu til mín útskýrirðu þörfina fyrir ESB aðild með því að stærsta klíkan fái besta dílinn, og þess vegna sé mikilvægt að tilheyra réttu klíkunni. Þú ert með öðrum orðum að segja að alþjóðlegir markaðir séu hvorki frjálsir né sanngjarnir, ekki frekar en hrekkjusvínið í grunnskólabekknum mínum var.

Ef þetta er rétt hjá þér, þá er það þetta eineltisfyrirkomulag sem þarf að afnema. Þú gerir það ekki með því að ganga í klíku með stærra hrekkjusvíni.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2011 kl. 18:08

31 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega.  Evrópuveldið gegn hinum veikari löndum.  Evrópusambandsklíka Jóhönnuflokksins spillta gegn heiminum.  Málið snýst bara ekki um peninga og völd, heldur FULLVELDI OKKAR LANDS.

Elle_, 30.8.2011 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband