Föstudagsgrín

 

Ég man þegar ég var lítill og mamma sendi mig útí búð með 500 kall og maður kom heim með 2 brauð, 2 lítra af mjólk, oststykki, 5 snakkpoka, 2 lítra af gosi, slatta af nammi og kex. En núna er ekki hægt að gera þetta........

það eru alltof margar öryggismyndavélar....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eiginlega er þetta enn verra Jóhann. "Nýja krónan" tók við 1981 og þá tóku menn tvö núll af krónunni. Þanning að 500 kallinn í "gömlu krónunni" er ekki nema 5 "ný krónur" og fyrir það held ég að það sé nánast ekkert hægt að fá ekki einu sinni karamellu í lausvikt.

Þetta sýnir í raun það á hvaða villigötum gjaldmiðils og skuldaumræðan er.

Einstaklingur sem skuldar eða á 20 miljónir Ískr á að ári liðnu miðað við 10% verðbólgu verðgildi 18 miljóna í árslok og síðan koll af kolli, eftir 10 ár er þetta verðgildi 7 miljóna og tæplega 2,5 miljón eftir 20 ár.

Þeir sem tala um "stökkbreyttar skuldir" tala um stökkbreytta krónutölu en verðmætin eru þau í raun ef fólk breytir þessu í Evru, norska/sænska krónu, svissneskan franka eða bresk pund þegar það tók lánið og eftirstöðvunum.

Fólk sem tekur jafngreiðslulán til 40 ára er í 25 ár nánast í kaupleigu og í raun eignast ekkert í þessu fyrr en eftir nokkra áratugi.

Klárlega verður það þungur klafi á íslensku þjóðfélagi að halda uppi gjalmiðli sem ekki er í höftum það mun fólk þurfa að borga í miklu miklu hærri vaxtamun en í nágrannalöndunum annars mun fjármagnið flæða úr landi. Það er gríðarleg áhætta að koma með fé inn í íslenska hagkerfið.

Gunnr (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband