SEM SAGT - ENGIN BREYTING FRÁ ÞVÍ SEM VERIÐ HEFUR..............

Þetta "Landeyjahafnarklúður" er heldur betur að stimpla sig inn.  Og þeir sem verða fyrir mestu skakkaföllunum eru Vestmannaeyingar.   Þessi niðurstaða er engan veginn ásættanleg og er eins loðin og segir eins lítið og mögulega er hægt.  En sjálfsagt eru þeir "spekingar" sem hafa komist að þessari niðurstöðu á fjallháum launum og með marg skonar sposlur, fyrir að komast að því sem lá eiginlega í augum uppi.
mbl.is Herjólfur notaður áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er nú meira klúðrið, og afar erfitt að viðurkenna mistök sín hjá þessum fræðimönnum, spurningin er bara af hverju er ekki búið að reka þessa svokölluðu sérfræðinga?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2011 kl. 00:13

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, það er gráglettin húmor sem læðist að mér þessa dagana. Eins og þú manst kannski, þá spáði ég og reyndar þú og fleira góðir borgarar þessa land fyrir þessu! Ekki að ég hlakki yfir þessu klúðri, heldur hinu að við höfðum rétt fyrir okkur. Svo þykir mér sárast að engin ber ábyrgð á þessu öllu, svo finnst mér svo lítið fyndið hvað "menn" toglast alltaf á því að skipið sé of stórt!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 10.12.2011 kl. 14:33

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Satt er það Helgi, það er ekki eins og ekki hafi verið varað við því að svona gæti farið vandamálið var bara það að búið var að ákveða að fara út í þessa vitleysu, sama hvort það væri hægt eða ekki, því miður verðið þið Eyjamenn fórnarlömbin í þessu "klúðri" og eins og þú sagðir þá virðist enginn bera nokkra ábyrgð á þessu og það gefur ekki góð fyrirheit.

Jóhann Elíasson, 10.12.2011 kl. 14:48

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 10.12.2011 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband