Föstudagsgrín

 

Magga fór með Jónas til læknisins vegna þess að hann var farinn að verða dálítið gamall og „litli" jafnaldrinn hans var hættur að geta lyft sér upp. Læknirinn skoðaði Jónas vandlega og fann mikið til með Möggu.

Hann sagði við hana:

 „Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, þá á Jónas stutt eftir, en vegna þess að ég finn til með þér, þá skal ég gefa þér dropa sem þú getur notað til að síðustu dagarnir ykkar saman verði góðir." Hann rétti henni lyfseðil.

„Settu þrjá dropa af þessu út í mjólkina hans áður en hann fer að sofa og ég lofa þér að þú finnur muninn." Magga þakkaði lækninum mikið og vel fyrir og fór út með Jónas.

Tveim vikum seinna kom Magga aftur til læknisins og hann spurði hana hvernig þetta hefði gengið. Magga roðnaði og varð undirleit, en sagði síðan:

„Ja, ég setti dropana í mjólkina hans og þetta hafði nákvæmlega þau áhrif sem þú sagðir. En fyrir mistök setti ég þrjátíu dropa í staðinn fyrir þrjá, og nú þurfum við að fá mótefni til að geta lokað kistunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Léttur,

Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2012 kl. 04:09

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Flottur !!!góði bloggvinur !!!/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 20.1.2012 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband