NORÐMENN KENNA DÓMURUNUM UM TAPIÐ........................

Sona hafa Norðmenn bara alltaf verið.  Þetta er eitt atvik sem þjálfari Norska liðsins vill meina að hafi breitt gangi leiksin.  Það er mjög umdeilt hvort það hefði átt að dæma víti þar, það er svona 50/50 álitamál, en þetta atvik var í lok leiksins og ef ég man rétt þá vann Ísland með tveggja marka mun, þannig að eg Norðmenn hefðu fengið víti þarna og skorað úr því hefði munurinn samt orðið eitt mark.  En auðvitað þurfa Norsku blöðin að finna einhvern blóraböggul og að þeirra mati er tap aldrei þeim sjálfum að kenna..................
mbl.is Ótrúlegur endir og sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Það var staðan 33:32 fyrir Ísland þegar þetta atvik gerðist þannig að Norðmenn hefðu jafnað leikinn í 33:33.

Friðrik Friðriksson, 18.1.2012 kl. 21:21

2 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Já þeir kenna dómurunum um tapið en hafa Norðmenn alltaf verið svona????

Nú er ég búinn að búa hérna í 6 ár og sum systkyni mín í 20 ár og ég get bara ekki verið sammála þér.

Snúðu dæminu við og þú hefðir orðið brjálaður hefði staðan verið 33-32 fyrir Norðmönnum og Róbert sem dæmi tekinn svona niður.

Maður þarf alltaf að skoða svona atvik útfrá öðru sjónarhorni en stuðningsmaður sigurvegarana til að fá rétta sýn í máli. Það finnst mér allavegana.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 18.1.2012 kl. 22:26

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Auðvitað getur maður búist við að dómarar geri mistök, en í þessu tilviki eins og Jóhann bendir á hafi þetta verið 50/50 álitamál. Mér sjálfum fannst þetta vera lítil sem engin snerting, og því tel ég dómarana hafa gert rétt. En svo er til lítils að ætla sér hálfpartinn að éta dómarann eftir leik, eins og markmaðurinn og þjálfarinn gerðu sig líklega til að gera, lokatölum verður ekki breitt 34-32 FLOTT.

Hjörtur Herbertsson, 18.1.2012 kl. 22:55

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og ég sagði þá var 50/50 að dæma víti þarna og yfir heildina var dómgæslan meira Norðmönnum í hag og þarna hefur dómarinn ákveðið að jafna það hlutfall.  Með það hvort Norðmenn hafa alltaf verið svona verð ég að segja JÁ því ég hef búið í Noregi og hef aldrei kynnst neinu öðru af þeirra hálfu..........................

Jóhann Elíasson, 18.1.2012 kl. 23:00

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef þú skoðar endursýningu af atvikinu þá sést að það var ekki hreift við manninum.............

Jóhann Elíasson, 18.1.2012 kl. 23:03

6 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Horfði a leikinn með nokkrum norðmönnum her um borð og allir pollrolegir end karlaboltinn ekki svo vinsæll her.

Þorvaldur Guðmundsson, 19.1.2012 kl. 10:44

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Illur ræðari kennir árinni um!!!!

Helgi Þór Gunnarsson, 19.1.2012 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband