14.2.2012 | 13:11
HVAÐ MEÐ TJÁNINGARFRELSIÐ???????????????
Þegar menn eru í vinnu þýðir það að atvinnurekandinn geti sett þig sem eign í efnahagsreikningsinn eða fyrirtækisins og þar með stjórnað því hvað þú gerir og segir í þínum frítíma? Erum við ekki komin inn á ansi hálan ís? Ég þekki nokkur dæmi þess að fólk hafi misst vinnuna vegna ummæla á facebook og á bloggi. Segir það ekki nokkuð til um réttmætið að í þessu tilfell er maðurinn sendur í LAUNAÐ frí? Ég er nokkuð viss um að lögin séu Óskars megin hvað þetta mál varðar. Allt tal um að kennarar og fólk í uppeldisstörfum verði að gæta að því hvað það segir eru í mínum huga innantómt blaður því ekki veit ég til þess að allri þessari ábyrgð sé nokkuð að finna í launaumslögum þessa fólks.
Hvar liggja mörkin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Mannréttindi | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 138
- Sl. sólarhring: 323
- Sl. viku: 2287
- Frá upphafi: 1837271
Annað
- Innlit í dag: 92
- Innlit sl. viku: 1304
- Gestir í dag: 87
- IP-tölur í dag: 86
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem er slæmt í þessu dæmi Jóhann er að maðurinn er þekktur Homma andstæðingur og ekki bara það heldur talar um að þeir séu í raun og veru glæpamenn eins og morðingjar. Segjum nú svo að í bekk hans sé unglingur sem er að berjast við sjálfan sig og kynhneigð sína, hvernig heldurðu að honum líði. Enda hef ég heyrt Snorra sjálfan segja hér einhversstaðar í viðtali að hann sjái ekkert rangt við þessa afstöðu sína því hún sé í samræmi við biblíuna. Þess vegna RÆÐI HANN ÞESSI MÁL GJARNAN VIÐ NEMENDUR. Hvað er einhver brotnar niður og fremur sjálfsmorð út af svona leiðneiningum? Ætli það sé í ands krists og biblíunnar? Hugsi nú hver fyrir sig. Auðvítað átti ekki að senda hann heim á fullum launum, það átti að senda hann í launalaust leyfi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 13:18
Jæja Ásthildur, þar kom að því að ég varð sammála þér....flott svar.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 13:34
Takk fyrir það Helgi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 13:48
Persónulegar skoðanir hans eru ekki aðalmálið hér heldur hver staða manna er og málfrelsið. Það þekki ég vel sem fyrrum kennari að menn eiga ekki að ræða NEIN viðkvæm mál eða viðra persónulegar skoðanir sínar í skólastofunni en maðurinn er sendur í frí vegna ummæla sem hann viðhafði á öðrum vettvangi og þá væntanlega utan síns vinnutíma og vinnustaðar. Svo biðst ég velvirðingar á því að hafa farið rangt með nafn mannsins hann heitir Snorri og er Óskarsson en heitir ekki Óskar eins og ég skrifaði ranglega.
Jóhann Elíasson, 14.2.2012 kl. 14:05
Ég er ekki sammála því að lagðar séu út fleiri milljónir frá Reykjavíkurborg til að styrkja "gleðigöngu". Er sama borg tilbúin að greiða fyrir okkur sem höfum verið í sama hjónabandi í 30-50ár tílbúið að styrkja okkur um nokkrar "Milljónir" ef við löbbum niður Laugaveginn ég tala nú ekki um ef við höfum fætt af okkur nokkra skattborgara eða útrásarvíkinga?
Þetta er mjög vel athugandi að gleðja þessa sem aldrei hafa átt neinn "skáp" til að skríða út úr. Þetta fólk er bara ruglað af frekju, og tranar sér fram á öllum sviðum. Kórónan á öllu saman þegar það "krefst þeirra mannréttinda" fá að ættleiða börn. Hver á að sjá um þessi börn þegar farið verður að stríða þeim í skóla? Hvar eru barnanna mannréttindi?
Jóhanna (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 14:33
Málið er ekki svona einfalt Jóhanna mín. Ég þekki persónulega Hörð Torfason. Hann var fyrsti homminn til að standa upp opinberlega og viðurkenna kynhneigð sína. Það varð til þess að hann varð að flýja land vegna árása og jafnvel morðtilrauna fólks sem var við hann eins og holdsveikan mann. Þannig var nú staðan hér fyrir nokkrum árum. Þessi hópur hefur þurft að berjast fyrir tilveru sinni og fá að vera manneskjur, og það er bara ekki allstaðar sem slíkt er leyft, bara í Færeyjum er hommum og lesbíum ekki vært. Það er svo stutt í fordómana. Þess vegna háðu þeir baráttu sína fyrir að fá að vera til. Það hefur þú og ég aldrei þurft að gera í þeim mæli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 14:41
Þá sjaldan sem ég blanda mér í svona umræður á bloggsíðum langar mig til þess að nefna eitt atriði varðandi þá frétt sem hér er verið að fjalla um. Fyrst vil ég taka fram að ég er ekki trúaður og lít á trúarbrögð almennt sem mistök mannkynsins eða langvarandi stjórntæki sjúkra einstaklinga sem vilja ráðskast með annað fólk. Í þessari frétt segir Eygló Harðardóttir:
"Ég tel samkynhneigð ekki vera synd.."
Þessi setning stenst ekki þar sem samkvæmt boðskapnum í bókinni er fólki ekki gefinn frjáls vilji til að ákveða hvað sé synd og hvað ekki. Þetta er svipað og ég myndi segja: "mér finnst þjófnaður ekki vera glæpur.."
Ef fólk er trúað á annað borð þá verður það að vera samkvæmt sinni trú hvort sem mér líkar það betur eða verr.
Einnig vil ég nefna að margt annað en samkynhneið er forboðið í kristinni og fleiri trúarbrögðum, ein synd er þó öllum fremri og það er guðlast gagnvart heilögum anda, en sú synd er ófyrirgefanleg. Þeir sem eiga eftir að lenda í þeirri hrikalega aðstöðu að einhver trúaður einstaklingir reynir að uppfræða þá um villu síns vegar gagnvart boðskapi einhverra guða geta haft það í huga að betra og einfaldara er að hlusta á viðkomandi, sýna honum eða henni virðingu, en að hlaupa upp til handa og fóta vegna þess að þetta er náttúrulega bara innantómt þvaður og bull. Samt getur trúað fólk verið alveg ágætt, eða það finnst mér alla veganna.
Gunnar Bergmann Steingrímsson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 14:53
Sem betur fer er ég ekki kristinn því síður öfgagrúarmanneskja. Að trúa á einhverja bók eins og heilagan sannleika er bara svo brjálæðislega vitlaust að það tekur engu tali. Við þurfum fyrst og fremst að trúa á okkur sjálf, hver er sjálfum sér næstur. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Þetta er grunnstoðin, síðan getur þú verið það klár að þú getir hjálpað náunganum. En maður þarf fyrst og fremst að hugsa um sjálfið, rétt eins og í flugvélum áttu að festa súrefnisgrímuna á sjálfan þig áður en þú reynir að hjálpa öðrum. Þetta er mesta öryggisatriði sem til er.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 15:01
Sæll Jóhann, ég er mikið sammála þér, en ég er ekki sammál Ásthildi að það sé slæmt að Snorri ræði við ungmennin um kynhneigð, öll fræðsla er góð. Það man ég að Snorri er góður kennari, en maðurinn má hafa skoðun eins og við öll.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.2.2012 kl. 22:08
Ef fólk sem gerði veður út af þessum skrifum Snorra á bloggsíðu sem fáir unglingar lesa,telja að þau skrif valdi þeim þjáningum,var þá ekki best að láta það vera, að upplýsa þau,það gerði engum skaða.
Helga Kristjánsdóttir, 15.2.2012 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.