EÐLILEGA.............................................

Því Heilög Jóhanna og Gunnarsstaða Móri stefna að því að taka hér upp evruna og eru því mótfallin allri umræðu um aðra gjaldmiðla.  Annars leysir það engan vanda, hjá okkur Íslendingu að tala um að skipta bara um gjaldmiðil.  Gengi krónunnar er alls ekki hennar sök heldur hefur efnahagsstjórnuninhér á landi verið algjörlega í rúst frá lýðveldisstofnun og er ennþá.  Nýr gjaldmiðill myndi engu breyta þar um.  Eins og umræðan hefur verið undanfarið um krónuna, af hálfu fjölmiðla, ASÍ, SA, stjórnmálamanna og einstaka "fræðimanna" ber svo ríkan keim af áróðri og nornaveiðum að það er til háborinnar skammar.  Menn ættu að gera sér grein fyrir því að ef við tökum upp annan galmiðil tekur sá gjaldmiðill EKKERT tillit til efnahagsaðstæðna hér á landi..........
mbl.is Stjórnvöld andvíg umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Voru ekki tekin tvö núll aftan af krónunni á sínum tíma til að rétta við efnahaginn, hvernig fór það? Nei okkur vantar fólk sem kann með peninga að fara. Partur þjóðarinnar er strax farin að haga sér í peningamálum eins og það gerði fyrir hrun, hvernig væri að eyða eins og efni standa til?

Sandy, 3.3.2012 kl. 11:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einmitt það sem ég er að benda á í blogginu Sandy.  Það að taka upp annan gjaldmiðil leysir ekki vandann sem við erum í......

Jóhann Elíasson, 3.3.2012 kl. 11:51

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Já tvö núll voru tekin af, ekki til að bæta efnahaginn heldur til að auka virðingu gjaldmiðilsins. Vingullinn Steingrímur Hermannsson sem bara stjórnaði með sértækum aðgerðum og helst ekki fyrr en allt var komið í hönk, sá til þess að þau núll komu strax aftur.  

 

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2012 kl. 13:37

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála ykkur þarna 1000 kallin verði 10 kall og svo framvegis þetta vara gert og Dollar þá varð 6,50 það gott/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 4.3.2012 kl. 11:58

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann. Gallinn er sá að íslenska krópnan tekur heldur ekki mikið tillit til efnahagsaðstæðna hér á landi í heimi vogunarsjóða og spákaupmanna. Hún mun því alltaf þurfa að vera í höftum ef við viljum verja gengi hennar. Gott dæmi um þetta er árið 2006. Í upphafi árfsins tóku bandarísk stjórnvöld ákvörðun um að fara heim með herinn sinn sem var hér og skapaði okkur nokkuð stóran hlut af gjaldeyristgekjum okkar. Hvað gerðis með krónuna. Jú hún hækkaði í verði.

Um sumarið kom í ljós að fiskistofnar okkar voru í verra ástandi en menn höfðu ætlað og því var tekin ákvörðun um verulegan samdrátt í veiðiheimildum. Hvað gerðist með krónuna. Jú hún hélt áfra að hækka í verði.

Staðeyndin er sú að með örmynt eins og íslensku krónuna án hafta mun gengi hennar ráðast mun meira af því hvernig vindar blása á alþjóðlegum fjármálamörkuðum heldur en hvernig efnahagsmálum er háttað hér á landi. Vogunarsjóðir munu þá hafa mun meiri áhrif á hengi krónunnar en gangurinn í íslenskum efnahag.

Hvað varðar meint tilarun íslenskra stjórnvalda til að hafa áhrif á þessa umræðu á fundinum hjá Framsóknarflokknum þá er ekkert sem bendit til þess að neitt sé hæft í þessum fullyrðingum Sigmundar enda hefur hann ekki komið fram með neinar sannanir fyrir því. Það er almennt svo að stjórnvöldum ríkja heimsins finnst það ekki við hæfi að sendiherrar þeirra séu að taka þátt í pólitískri umræðu um innanríkisnál þeirra ríkja sem þeir eru í. Það bendir því allt til þess að þegar kanadískum stjórnvöldum var það ljóst að hér var um að ræða pólitískan fund eins flokks á Íslandi um íslensk innanríkismál þá hafi þeim einfaldlega ekki þótt við hæfi að sendiherra þeirra væri að koma þar fram og bannað honum það alfarið af eigin frumkvæðí.

Þessi fullyrðing Sigmundar minnir svolítið á fullyrðingu hans um að Jóhanna hafi beitt sér til að koma í veg fyrir að Norðmenn lánuðu okkur fé án milligöngu AGS. Þetta hafði alla tíð verið skilyrði Norðmanna og þeir frá upphafi komið þeim skilaboðum skýrt til skila við íslensk stjórnvöld. Þetta var því ekkert annað en lágkúrulegur rógburður Sigmundar í pólitísku lýðskrumi. Þarna tók hann Lindon bandaríkjaforseta sér til fyrirmyndar sem ítrekað laug um pólitíska andstgæðinga sína undir forskriftinni "látum þá neita því".

Það er nákvæmega ekkert sem bendir til annars en að þessi fullyrðing Sigmundar sé af sama meiði runnin.

Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 12:10

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður, enn verð ég að "skerpa" á þessu með krónuna, ÞAÐ ER EKKI AÐ KRÓNAN TAKI EKKI TILLIT TIL EFNAHAGSINS Á ÍSLANDI HELDUR ERU ÞAÐ STJÓRNVÖLD SEM ERU ANNARS HUGAR.  Hvaðan komu fréttirnar um bágt ástand fiskistofnanna við landið, komu þær ekki frá HAFRÓ????????  Ég hef áður lýst starfsaðferðum þeirrar stofnunar, við að meta ástand og stærð fiskistofnanna og ég verð að segja að ég tek meira mark á fimm ára barni í þeim efnum en því sem kemur frá þeirri stofnun.  

Jóhann Elíasson, 4.3.2012 kl. 15:10

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann. Það kemur þessu máli ekkert við hvernig staðið er að mati á styrk fiskistofnanna og hvernig ákvarðanir um veiðar eru teknar í framhaldi af því. Það sem skiptir máli er að það að tekin var ákvörðun um verulegan samdrátt í fiskveiðum, hversu vel sú ákvörðun var ígrunduð, leiddi ekki til lækkunar krónunnar heldur þvert á móti hækkaði hún segir allt sem segja þarf um það hversu vel hún endurspeglar íslenskan efnahag.

Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 15:20

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú byrjaðir sjálfur að ræða þá hluti og ég endurtek það með krónuna (hún lifir EKKI sjálfstæðu lífi og hún tekur heldur EKKI efnahagslegar ákvarðanir, eins og einhverjir vilja halda) HELDUR ER STAÐA HENNAR GLUNDROÐA OG EFNAHAGSLEGU STJÓRNLEYSI AÐ KENNA OG ÞAÐ AÐ TAKA UPP AÐRA MYNT BREYTIR ENGU ÞAR UM.  Viljir þú lesa um starfsaðferðir HAFRÓ við að meta stærð og viðgang fiskistofnanna við strendur landsins er það HÉR.

Jóhann Elíasson, 4.3.2012 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband