NÚ ER HASARINN AÐ BYRJA....................................

Því miður verður maður að segja að líkurnar á að evran hrynji eru meiri en minni.  Ef evran hrynur þá eru líkur á miklu efnahagshruni um allan heim og það er mesti misskilningur að hrun evrunnar bitni eingöngu á evrulöndunum.  ÞVÍ ÆTTU ALLIR AÐ VONAST TIL ÞESS AÐ EVRAN STANDI ÞESSA ERFIÐLEIKA AF SÉR.  En hitt er svo annað mál að evran, sem sameiginlegur gjaldmiðill margra ríkja með mismunandi hagkerfi var STÓR MISTÖK og kannski þessir erfiðleikar verði til þess að gerðar verði breytingar á evrusamstarfinu og evrunni yfirleitt..................
mbl.is Býr sig undir hugsanlegt hrun evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikil er Þórðargleði ykkar EB andstæðinga.....það er búið að spá hruni evrunnar frá því að sá gjaldmiðill var tekin upp

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 09:28

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi Rúnar, lastu ekki bloggið, þar er EKKERT sem hægt er að túlka sem Þórðargleði frekar sýnist mér að þið INNLIMUNARSINNAR séuð að fara á taugum vegna erfiðleikanna með evruna..............................

Jóhann Elíasson, 30.5.2012 kl. 09:58

3 Smámynd: Óskar

Það er sjálfsagt að  bíða með inngöngu þar til storminum lægir, etv. verður allt annað ESB innan fárra ára.   Það er mín skoðun að lönd eins og Grikkland, Spánn, Ítalía og Portúgal hafi í raun ekkert í ESB að gera, þarna er grasserandi óviðráðanleg spilling og þessi lönd eiga fátt sameiginlegt með löndum norðar í álfunni.   - Það er ekki ólíklegt að ESB hristi þessi lönd af sér og standi miklu sterkara á eftir.   Samningaviðræðum á að halda áfram en ekki skrifa undir neitt fyrr en það er ljóst hvernig þetta fer.

Óskar, 30.5.2012 kl. 12:36

4 identicon

Skemmtilega orðuð frétt og þó sérstaklega fyrirsögnin. Málið er að Bretland er í sömu stöðu og Ísland var í fyrir þremur árum.

Evrulöndin ætla ekki að hlaupa undir bagga vegna pundsins. Hversvegna ættu þau að gera það. Við ættum að hafa áhyggjur af þeim sem eru að selja á UK markaðinn.

Ingi (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband