ÞÁ HAFA VINSTRI MENN TÆKIFÆRI TIL AÐ KOMA "SÍNUM" MÖNNUM AÐ..

Vinstri mönnum hefur verið tíðrætt um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fyllt Hæstarétt af sínum mönnum.  Auðvitað er þessi umræða ekki boðleg, að það skuli vera opið fyrir það að Framkvæmdavaldið geti haft áhrif á val fólks í Dómsvaldið ætti ekki að vera NEINN möguleiki. Við búum við þrískiptingu valdsins og þarna á milli Á EKKI AÐ VERA NEIN TENGING en raunin er sú að tengingin er til staðar.  En hvernig væri hægt að koma í veg fyrir þetta?????
mbl.is Auglýst eftir dómurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mega hægri menn bara koma sínum mönnum að?

Sleggjan og Hvellurinn, 6.7.2012 kl. 14:55

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sleggjan og Hvellurinn, ef þú hefur ekki lesið bloggið almennilega, þá er ég aðallega að gagnrýna það að Framkvæmdavaldið skuli vera með "puttana" í mannaráðningum í Dómsvaldið, mér er nokkuð sama hvort um er að ræða "hægri"- eða "vinstri"menn þar................

Jóhann Elíasson, 6.7.2012 kl. 15:21

3 identicon

Það eru reyndar engar mannaráðningar í dómsvaldið heldur eru dómarar skipaðir.

Veistu hvernig fyrirkomulagið við skipun hæstaréttardómara yfirhöfuð?

Karma (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 16:00

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já ég veit það mjög vel.  Til þess að vera skipaður, þarf að sækja um, því er hægt að segja að mjög lítill munur sé á ráðningu og skipun - munurinn felst að mestu í forminu.  Umsækjendur skila umsókninni í Innanríkisráðuneytið og á meðan svo er þá er Framkvæmdavaldið með "puttana" í mannaráðningum Dómsvaldsins..................................

Jóhann Elíasson, 6.7.2012 kl. 17:43

5 identicon

Það er reyndar talsverður munur á því að vera ráðinn í starf eða skipaður í stöðu, en það er annað mál.

Þú segist vita það mjög vel, getur þú kannski útskýrt það betur en "þarf að sækja um" og "umsækjendur skila umsókninni í Innanríkisráðuneytið"?

Karma (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 13:19

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það þarf nú varla að útskýra þetta fyrir þér það ætti að vera nóg fyrir þig að lesa fréttina sem bloggað er um, nema þú sért enn vitlausari en skrif þín gefa til kynna???????

Jóhann Elíasson, 9.7.2012 kl. 14:30

7 identicon

Hvað er þetta eiginlega með þig Jóhann að segja að allir sem kommenta hjá þér séu vitlausir?  Ég veit ekki hversu oft ég hef séð þetta á síðunni þinni en það er ansi oft...  Þú ert með þessu að gera lítið úr þínum málflutningi.

Skúli (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 01:46

8 identicon

Eina sem ég skrifaði var að benda á rangfærslu þína og spurja þig hvort þú vissir hvernig þetta virkaði því það leit ekki út fyrir að þú gerðir það. Ef það gefur til kynna að ég sé vitlaus þá ættiru kannski að líta í eigin barm.

En fyrst þú segir að það sé nóg að lesa fréttina þá bendir það ennþá meira til þess að þú hafir ekki hugmynd um hvernig skipun hæstaréttardómara gengur fyrir sig því í henni er ekkert sagt hvernig það ferli fer fram. Ef þú hefðir fyrir því að kynni þér hvernig þetta virkar þá myndiru myndiru sjá að framkvæmdavaldið hefur mjög takmarkað svigrúm til að hafa "puttana" í hver fær stöðuna.

Ef þig skortir hæfileika til að leita að þessum upplýsingum á netina þá get ég bent þér á hvar þú finnur þetta. Ef þig skortir hæfileika til að skilja reglurnar get ég því miður lítið hjálpað þér í þeim efnum.

Annars er það rétt sem Skúli segir hér. Ef þig skortir getu til að svara þeim sem kommenta hjá þér með alvöru rökum heldur uppnefna þá ertu að gefa í skyn að þú sért annað hvort rökþrota eða skortir greind til að tjá þig í rituðu máli. Hvoru tveggja gerir lítið í þínum málflutningi.

Karma (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband