7.7.2012 | 13:31
STRAX FARIN AÐ SKJÓTA SÉR UNDAN .............................
Það er greinilega ekki sama hver á í hlut. Þegar Baldur Hermannson bloggaði á EINKASÍÐU sinni um hluti sem ekki þóttu alveg sæmandi og fóru fyrir brjóstið á einhverjum, var hart brugðist við af yfirmönnum hans og honum hreinlega sagt að annað hvort færi hann í "bloggfrí" eða hann HÆTTI að vinna á þeim vinnustað, sem hann var á. Niðurstaðan varð sú að hann fór í "bloggfrí". Nú kemur svipað dæmi upp og þá allt í einu kemur yfirmanninum ekkert við hvað maðurinn skrifar á einkasíðu sinni. Er ekki til neitt sem heitir samræmdar reglur yfir svona lagað????? Það er alveg með ólíkindum að enginn geti í rauninni vitað hvað má og hvað ekki í þessu bloggi......................
Skilur ekki afstöðu Guðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 541
- Sl. viku: 2170
- Frá upphafi: 1847001
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1263
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki veit ég hver þessi Baldur Hermannsson er eða hvað hann skrifaði á sinni einkasíðu. Einu tilfellin sem ég þekki um að opinberir starfsmenn séu látnir velja milli starfsmissis eða að hætta að blogga með ákveðnum hætti eru þegar um er að ræða hatursáróður eins og til dæmis blogg Snora í Betel um samkynhneigða.
Blogg Davíðs er allta annars eðlis. Hér er um að ræða ásökun á tiltekinn einstakling sem er studd rökum sem væri hægt að hrekja væri um ranga ásökun að ræða sem er reyndar ekki tilfellið hvað þessi skrif Davíðs varðar. Hann var einfaldlega að benda á staðreyndir nvarðandi Ólaf Ragnar Grímsson.
Sigurður M Grétarsson, 7.7.2012 kl. 20:39
Staðreyndir eins eru lygi og áróður hjá öðrum................
Jóhann Elíasson, 7.7.2012 kl. 22:46
Það er laukrétt Jóhann.
Helga Kristjánsdóttir, 7.7.2012 kl. 23:49
Innilega sammála þér Jóhann, eins og oftast. Ég les oftast bloggin þín, en er latur við að koma með komment.
Vitanlega er það slæmt ef kirkjunnar þjónn ritar á þessum nótum, það er alltaf til amk. tvær, jafnvel fleiri hliðar á öllum málum og menn í stöðu Davíðs Þórs ættu frekar að hvetja til sátta.
Jón Ríkharðsson, 8.7.2012 kl. 11:49
Ég er löngu hættur að hneikslast á Davíð Þór !!!langur ferill hans í skemtanalífinu og því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur,en nú er hann orðin Prestlingur eins og sagt var um kapilán áður,og þarf að passa sinn strigakjaft!!!!! Biskup er þar
na ekki með rétt svar að mínu mati,enda er ég trúaður maður ,en er Fríkikjumaður ekki í Þjóðkirkjunni sem ekki á að vera til!!!Q!!!/Kveðja til ykkar gott fólk!!!!!
Haraldur Haraldsson, 8.7.2012 kl. 12:41
"Staðreyndir eins eru lygi og áróður hjá öðrum".
Þetta er dálítið fyndin fullyrðing. Hvernig geta staðreyndir um leið verið lygi og áróður?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 15:23
Bergur, er ekki alveg í lagi með þig (reyndar hef ég þau kynni af þér að þú sért bara rugludallur)????? Ef einhver "skellir" fram einhverju sem hann heldur fram að sé staðreynd en hann getur ekki með nokkru móti staðfest það sem hann er að halda fram, getur annar sagt að þetta sé ekkert annað en lygi og áróður....................
Jóhann Elíasson, 8.7.2012 kl. 17:32
Róa sig, Jóhann, róa sig.
Og já, ég get staðfest að ég er bara rugludallur, talsvert fyrir neðan þig hvað greindarvísitölu viðkemur og langt frá því jafnþroskaður, víðsýnn og vel að mér.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 18:30
Loksins kemur eitthvað af viti frá þér. En svona þér að segja þá æsir ruglið í þér mig ekkert upp, það þarf mun meira til.........
Jóhann Elíasson, 8.7.2012 kl. 19:36
"Ruglið" í mér, Jóhann minn, var nú bara bein vísun í það sem þú sagðir, orðrétt. Þannig að þú varst að horfa í spegil. En hvaða "kynni" af mér og "loksins" er þetta hjá þér? Mér vitanlega höfum við aldrei hist og þetta er í fyrsta skipti sem ég set komment inn hjá þér. Af hverju þykist þú þekkja mig?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 00:14
Ég þykist ekkert þekkja þig ég þekki þig, á þessu er stór munur. Þó svo að þú munir ekki eftir kynnum okkarg eri ég það en það er ekki við því að búast að þú munir neitt. Þó svo að þú hafir ekki sett "kommennt" inn á síðuna hjá mér fyrr hef ég séð hvað þú skrifaðir á meðan þú varst á blogginu. Þetta "speglakjaftæði" í þér er algjört kjaftæði en það var svo sem ekki við öðru að búast hjá þér.......
Jóhann Elíasson, 9.7.2012 kl. 10:14
Jóhann, maður virðist geta leyft sér hvað sem er á blogginu, sérstaklega ef maður er kristinnar trúar.
Davíð fór langt út fyrir velsæmismörk í mjög illa rökstuddum fullyrðingum. Því miður virðast margir halda að þessum fullyrðingum hafi ekki verið svarað, sjálfsagt er það nú af því að flestum finnst það vera fyrir neðan sína virðingu.
En ég hef nú alltaf verið svagur fyrir strigakjöftum, þeir hafa sinn sess einnig, og því lagðist ég svo lágt að svara lítillega bullinu í Davíð, sérstaklega þegar hann kveinkaði sér undan að fá til baka í sömu mynt, það er á síðunni hans undir færslunni http://silfurgeitin.wordpress.com/2012/06/30/hugleiding-um-umraeduna-og-umraeduna-um-umraeduna-ii-moggabloggid/ en ég get alveg endurtekið það hér öðrum til "yndis og ánægjuauka":
"Davíð, ég skrifaði innlegg við fyrri hugleiðingu þína um umræðuna og er núna búinn að hlusta/horfa á fréttir Svavars og annarra varðandi ummæli ÓRG um að hætta hugsanlega áður en kjörtímabili lýkur.
Ein frétt Svavars (í útvarpsfréttum 4. mars) er vægast sagt furðuleg, sérstaklega í ljósi þess að eiginkonan átti eftir að bjóða sig fram. Nú má vel vera að slík ákvörðun hafi ekki legið fyrir 4. mars, væntanlega hefur hún þó verið uppi á borðinu. En jafnvel án þess er frétt Svavars mjög furðuleg og áróðurskennd. Aðrar fréttir Svavars um þetta mál, t.d. 20. mars, sýnist mér í góðu lagi.
En ég get ekki séð neinn grundvöll stóryrða þinna í pistli þínum frá 29. júni þar sem þú kallar ÓRG “lygara”, “rógtungu”, að hann “byggir kosningabaráttu sína á ósannindum og níðrógi”, “óvefengjanlegt að hann [byggir] kosningabaráttu sína á lygum og rógi”, líkir starfsaðferðum hans við að “sparka í fæðandi konu”, hann hafi “ráðist að starfsheiðri” Svavars með “bláköldum lygum” og annað eftir þessu. Stórar fullyrðingar og auðvitað alvarlega ærumeiðand (var einhver að nefna Kvíabryggju?) og, við nánari lestur, einstaklega illa rökstuddar.
Varðandi það sem þú nefnir í lið 2) í pistli frá 29. júní þá er það frétt Svavars frá 4. mars sem stillir framboði ÓRG upp sem andóf við sitjandi ríkisstjórn. Fréttin byggir á getgátum einhverra spekinga. Í ljósi síðari atburða virðist þessi tiltekna “klípa” vera komin frá “herbúðum” Þóru – ef hún hefur snúist upp í andstöðu sína síðar þá er það varla ÓRG einum að kenna? Þetta kallar þú “lygi” frá ÓRG, orðaval sem dæmir sig sjálft.
Í lið 3) vísarðu í þriðja aðila sem á að hafa “rekið öfugt ofan í ÓRG” það sem þú kallar árás á starfsheiður Svavars með “bláköldum lygum”. Eftir að hafa hlustað á umræddan þátt sé ég engar lygar, en vissulega gagnrýni á hlutleysi maka forsetaframbjóðanda. Fréttaflutningur Svavars frá 4. mars er vægast sagt furðulegur.
Í lið 3) vísar þú ennfremur til liðar 5) til að rökstyðja að Ólafur hafi gerst sekur um að ljúga varðandi fullyrðingu um að hafa ætlað að sitja “í tvö ár”. Liður 5) staðfestir ekki að um “lygar” sé að ræða. Hann opnaði fyrir það að sitja ekki út kjörtímabilið í upprunalegri yfirlýsingu en lýsti því aldrei yfir að hann myndi ekki sitja út kjörtímabilið. Tvö ár eru aldrei nefnd af honum í yfirlýsingunni (og heldur ekki í fréttum Svavars). Orð ÓRG í viðtali í Sprengisandi eru ekki lygar í neinum skilningi þess orðs.
Í lið 4) beitirðu ómerkilegri brellu. Hér er ekki um lygar að ræða í neinum skilningi þess orðs heldur fullyrðing sem stenst allar sannleikskröfur. ÓRG segir ekki meira en að hann geti vísað lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú staðreynd að sum lög þurfi hvort eð er að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu gerir hann ekki að lygara. Vantar þig kannski orðabók, Davíð?
Þú mátt auðvitað skrifa það sem þig sýnist og þó þú farir, að því er virðist, vel út fyrir þau mörk sem löggjafinn setur varðandi ærumeiðingar þá vona ég svo sannarlega að þú fáir að halda áfram að skrifa eins og þú gerir. En ekki verða hissa á því að menn bregðist við skítkasti með skítkasti."
Brynjólfur Þorvarðsson, 9.7.2012 kl. 10:57
Af hverju ertu svona æstur Jóhann? Bara út af því að ég vitnaði orðrétt í þig? Ferðu á límingunni út af því?
En nú er ég forvitinn: Upplýstu mig um kynni okkar, ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma heyrt á þig minnst áður og því síður kynnst þér.
Hvernig telurðu okkur þekkjast?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 14:09
Ég er ekkert æstur, hef sagt það áður en þú virðist eiga eitthvað erfitt með að koma því inn í þinn ferkantaða leðurhaus......
Jóhann Elíasson, 9.7.2012 kl. 14:32
Hmmmm? Þú ert undarlegur eintak.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 15:20
*undarlegt eintak, ætlaði ég að segja.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 15:22
Góð ábending Jóhann, ég er þér hjartanlega sammála. Sakna bloggs Baldurs Hermannssonar en fáir myndu sakna Davíðs Þórs með sína myrku og tapsáru sál.
Ég vil líka nota tækifærið hér og þakka Brynjólfi Þorvarðarsyni fyrir að svara Davíð Þór. Vel gert.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.