LOKSINS SEGIR HANN EITTHVAÐ AF VITI...........

Víst er krónan MJÖGslök, sem gjaldmiðill, en hver skyldi nú vera orsökin fyrir því?????  Jú sú efnahagsstefna (eða réttara sagt skortur á henni), sem hefur verið rekin hér á landi allt frá lýðveldisstofnun, hefur verið svo arfaslök að krónan er stödd þar sem hún er í dag.  Það að skipta um gjaldmiðil er nokkuð meira en að segja það. Kostnaðurinn við að skipta um gjaldmiðil er alveg gríðarlegur og efnahagsaðstæður hér á landi eru þannig að svigrúm til að fara í þær aðgerðir eru ekki til staðar.  Stærsti hluti þessa snýst um traust og trúverðugleika.  Þar af leiðandi er sá möguleiki að taka EINHLIÐA upp annan gjaldmiðil algjörlega úr myndinni og hefur ekkert upp á sig nema kostnað sem kemur aldrei til með að skila sér.  Ef á annað borð á að taka upp annan gjaldmiðil VERÐUR að gera það með TVÍHLIÐA samkomulagi við viðkomandi ríki og Seðlabanka þess.  Annað er eins og að pissa í skóinn sinn.  En þetta er margra ára ferill og eins og Gunnarsstaða Móri segir þá verður krónan okkar gjaldmiðill í mörg ár..................
mbl.is Verkefnið að bæta umgjörð krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er bara alveg auðséð og gott að hann sér ljósið.  En ég er ekki viss um að frúin sá á sama máli, því er það svo að ég hallast að því að hér tali tungur tvær ein til almannabrúks og önnur á ríkisstjórnarheimilinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2012 kl. 12:58

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú, Ásthildur en "elliglöpin" hjá henni eru orðin svo augljós að almennt eru menn hættir að hlusta á og hvað þá að taka mark á því sem hún ruglar...

Jóhann Elíasson, 20.9.2012 kl. 15:04

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Bæði eru þau gömlu gráu orðin lúin og komin mörg á frammyfir "síðasta söludag". Það heyrir á eindemi að þeim ratist satt orð á munn.

Óskar Guðmundsson, 20.9.2012 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband