TILLÖGUR AÐ NÝRRI STJÓRNARSKRÁ ALVEG ÚT Í HÖTT...............

Og algjörlega ótímabærar.  Niðurrifsöflin í landinu notuðu sér ástandið sem skapaðist í hruninu og héldu því fram að þjóðin "þyrfti og vildi" nýja stjórnarskrá.  Þegar fólk var í mesta sjokkinu vegna "hrunsins" var efnt til "þjóðþings" og því var haldið fram að niðurtöður þessa þjóðþings endurspegluðu vilja þjóðarinnar.  Þetta er alrangt og ein mestu öfugmæli sem hægt er að láta frá sér fara.  Ég veit ekki nein dæmi þess að maður sem orðið hefur orðið fyrir miklu  áfalli, sé látinn taka mikilvægar ákvarðanir um framtíð sína strax eftir áfallið.  Ef fólk verður fyrir miklum og stórum áföllum er því veitt áfallahjálp en  ég veit ekki til þess að nokkrum manni hafi verið veitt slík hjálp eftir "hrunið".  Svo á að fara að þröngva einhverjum stjórnarskrárdrögum upp á þjóðina, sem eru hvorki fugl né fiskur og vekja upp fleiri spurningar en þau svara.  Ég ætla nú reyndar að mæta á kjörstað og svara fyrstu spurningunni neitandi.
mbl.is Varasamt frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Krafan um nýja stjórnarskrá er orðin margra áratuga löng og er endurnýjuð nokkuð reglulega. Stjórnarskrárvinna hefur farið í gang í það minnsta tvisvar svo ég nuni en verið stöðvuð af stjórnmálaöflum eins og flestir vita.

Störf Alþingis og ríkisstjórna undanfarin ár hafa farið versnandi og fulltrúalýðræði okkar breyst í lýðræðisofbeldi ríkisstjórna.

Þessu verður að linna og lausnin er í þessum nýju drögum sem brýnt er að fullnusta.

Hvort þar er allt til bóta skal hinsvegar ósagt látið.

Árni Gunnarsson, 8.10.2012 kl. 14:22

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo er það misskilningur að það eigi að þröngva nýrri stjórnarskrá upp á þjóðina.

Árni Gunnarsson, 8.10.2012 kl. 14:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Verður hún ekki að vera samþykkt af tveim þingum. Þessari skoðanakönnun er líklega best að taka þátt í og afþakka drögin sem Þorvaldur Gylfason leggur þvílíka ofur áherslu á að sé samþykkt,að hann leggur á sig að spana út á land til að kenna fólki hvernig skal kjósa.

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2012 kl. 23:38

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er mesti misskilningur að það hafi verið uppi KRAFA um nýja stjórnarskrá og það í áratugi.  Hinsvegar hefur verið "unnið" að gerð nýrrar stjórnarskrár á vegum Alþingis í áratugi en án þess að þjóðin hafi farið fram á það.

Jóhann Elíasson, 9.10.2012 kl. 02:20

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég var ekki að spyrja þig Jóhann minn. Ég var að segja þér frá þessum kröfum svo það er ekki um neinn misskilning að ræða. Í mörg ár voru hér starfandi þverpólitísk samtök sem kölluðu sig fyrst: Samtök um jafnrétti milli landshluta og tóku síðan nafnið: Útvörður.

Eitt af helstu baráttumálum samtakanna var skipan Stjórnlagaþings ásamt því að við höfðum sterkar skoðanir á breyttri stjórnsýslu, m.a. með því að koma hér á fylkjaskipan.

Að hér hafi verið unnið á Alþingi í áratugi að nýrri stjórnarskrá er að mínum dómi vondur sannleikur. 

 Það voru gerðar tilraunir - fleiri en ein - en rétt eins og nú þá hugnaðist sjálfstæðismönnum ekki að það plagg yrði að veruleika.

Árni Gunnarsson, 9.10.2012 kl. 08:43

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég var líka að segja þér Árni minn, að það hefur EKKI verið NEIN almenn krafa um "nýja stjórnarskrá"............................

Jóhann Elíasson, 9.10.2012 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband