"LEAVE ME ALONE I KNOW WHAT I'M DOING".........

Voru skilaboð Kimi Raikkonen til liðsins þegar verið var að koma skilaboðum til hans í gegnum talstöðina.  Þetta var nokkuð öruggt hjá honum eftir að Hamilton féll úr leik en  Alonso var kominn hættulega nálægt honum í restina.  Sebastian Vettel var tvímælalaust maður dagsins , en eftir að hefja keppnina af þjónustusvæðinu og keyra sig upp í að enda í þriðja sæti, er alveg grjótmagnað og hann sýndi það og sannaði að það eru fáir sem standast honum snúning á brautinni.........
mbl.is Räikkönen sjöundi sigurvegari ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Yes, yes, yes, yes. I am doing that all the time. You don't have to remind me - var það sem Kimi sagði. Frönsku sjónvarpsmönnunum var aldeilis skemmt, eru vanir yfirleitt alltof sterílum talstöðvarkommentum frá ökuþórunum. Þetta var skemmtilegt krydd frá Räikkönen í tilþrifamikinn kappakstur.

Ágúst Ásgeirsson, 4.11.2012 kl. 16:47

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég horfði á keppnina á BBC og Coulthard og Eddie Jordan endurtóku þetta oft eftir honum, hann sagði þetta, sem ég vitnaði til í fyrra skiptið í það seinna kom það sem þú vitnar í og eftir það sögðu Coulthard og Jordan að yfirvélvirkinn myndi ekki þora að tala aftur við hann í mótinu. 

Jóhann Elíasson, 4.11.2012 kl. 21:21

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Coulthard fannst þessi komment lýsa karakter Raikkonens vel............

Jóhann Elíasson, 4.11.2012 kl. 22:40

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

OK, það hafa þó verið meiri samskipti en við fengum að heyra hérna megin. Mér fannst þetta alveg frábært að heyra, við eigum ekki því að venjast að heyra svona meldingar. Þarna fannst mér ég líka sjá Kimi í nýju ljósi, hann segir yfirleitt fátt og virðist ískaldur og svalur en þarna var ró hans greinilega raskað. Hann er þá með tilfinningar eftir allt, Coulthard þekkir hann náttúrulega frá því þeir óku saman hjá McLaren.

Ágúst Ásgeirsson, 5.11.2012 kl. 13:45

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var nú einmitt það sem Coulthard benti á hann sagði að Kimi væri fagmaður alveg fram í fingurgóma en hann kann því afar illa ef menn, sem hafa minni kunnáttu og þekkingu en hann, fara að reyna að segja honum hvernig hann eigi að gera hlutina.....

Jóhann Elíasson, 5.11.2012 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband