HANN ER BARA "MILLIBILSÁSTAND" OG KJÓSENDUR ERU BARA ÞREYTTIR Á ÞVÍ......

Það hefur bara alla tíð verið þannig að þegar koma fram "sterkir" og óumdeildir "foringjar", þá er alveg sama hver á í hlut, þá "eyða" þeir út allri hugsanlegri samkeppni til að styrkja stöðu sína.  Þetta höfum við séð gerast í flestöllum stjórnmálaflokkum á Íslandi undanfarin ár.  Eftir að Ingibjörg Sólrún hætti sem formaður LANDRÁÐFYLKINGARINNAR, varð mikil formannskrísa í flokknum og enginn augljós arftaki, varaformaður flokksins var ekki til stórræðanna og naut ekki traust og varð lendingin sú að dregin var fram afdankaður og útbrunninn pólitíkus og stofnanamatur til að leiða flokkinn áfram til glötunar.  Eftir að Davíð Oddsson hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins, varð DJÚP gjá í formannsmálum þar sem ekki hefur tekist að brúa enn þann dag í dag.  Hvað svo sem menn segja um Davíð Oddsson er EKKI hægt að bera á móti því að þar fór einn mesti foringi stjórnmálanna á Íslandi en eins og aðrir einræðisherrar sögunnar kom hann í veg fyrir að þeir sem mögulega gætu ógnað stöðu hans á nokkurn hátt, ættu ekki neinn möguleika á framgangi innan flokksins og því er staðan í dag eins og hún er.  Ekki verður með sanngjörnum hætti hægt að kalla Gunnarsstaða Móra mikinn og sterkan leiðtoga en hann er klókur og undirförull og hefur komið því svo fyrir að innan VG (WC) er ENGINN augljós arftaki í formannsstólinn. Þannig er hægt að segja að ALLIR sem eru að berjast í formannskjörum flokkanna eru að berjast við drauga fortíðar...............
mbl.is Glímir við „arfleifð hrunsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

LANDRÁÐFYLKINGARINNAR

afdankaður og útbrunninn pólitíkus og stofnanamatur

Gunnarsstaða Móra

VG (WC)

Villi Asgeirsson, 11.11.2012 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband