ÞAÐ VERÐA ENDALAUSAR DEILUR UM STAÐSETNINGU FLUGVALLARINS

Á meðan hann er staðsettur í Vatnsmýrinni og ekki verður búið að ná endanlegri sátt um staðsetninguna.  Þeir aðilar sem vilja flugvöllinn burt eru smám saman að ná yfirhöndinni enda virðast þeir vinna skipulega og staðfast að þessu markmiði sínu á meðan þeir sem vilja óbreytt ástand, beita aðallega tilfinningarökum (sem sum hver eru engin rök að mínu mati).  Væri ekki eðlilegast að það væri farið í að finna innanlandsfluginu VARANLEGA staðsetningu fyrir innanlandsflugið og undirbúa þann flutning vel og eyða orkunni í það, í stað þess að rífast endalaust um það hvort flugvöllurinn eigi að vera í Vatnsmýrinni eða ekki?  Það eina sem  við vitum er að flugvöllurinn verður sífellt deiluefni meðan hann er staðsettur í Vatnsmýrinni.........
mbl.is „Verra en blaut tuska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það lýsir ekki mikilli þekkingu á umræðunni um Reykjavíkurflugvöll að kasta fram fullyrðingum eins og þessum: "Þeir aðilar sem vilja flugvöllinn burt eru smám saman að ná yfirhöndinni enda virðast þeir vinna skipulega og staðfast að þessu markmiði sínu á meðan þeir sem vilja óbreytt ástand, beita aðallega tilfinningarökum (sem sum hver eru engin rök að mínu mati)."

Flugvallarandstæðingar byggja sinn málstað á uppdiktuðum forsendum sem standast ekki skoðun. Til fróðleiks bendi ég á eftirfarandi glósu:

https://www.facebook.com/notes/sigur%C3%B0ur-ingi-j%C3%B3nsson/vatnsm%C3%BDrin-og-talnaleikfimi-flugvallarandst%C3%A6%C3%B0inga/10151521509957520

Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 09:24

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður, lýsir það ekki lítilli þekkingu á umræðunni um flugvöllinn að hafa aðra skoðun en þú á málinu????

Jóhann Elíasson, 29.5.2013 kl. 09:46

3 identicon

Jóhann, það væri kannski ekki úr vegi að þú útskýrðir hvað þú átt við þegar þú fullyrðir að rök fyrir áframhaldandi rekstri Reykjavíkurflugvallar séu aðallega tilfinningarök, jafnvel ómerk. Þannig getum við rætt um málefnin en ekki vægi persónulegra skoðana.

Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 09:55

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég lít á það sem tilfinningarök að helsta málið sé að hafa flugvöllinn nálægt stjórnsýslunni og nálægt sjúkrahúsi, þessi rök eru kannski ekki ómerk en þau halda hvorki vatni eða vindi og það er alveg vitað mál að ekki er neitt stórkostlegt vandamál að gera vægi þessara mála mun minna.  Svo er það alveg furðuleg árátta hjá rökþrota mönnum (eins og hjá þér í þessu tilfelli) að heimta "rök" frá öðrum en hefur ekkert til málanna að leggja sjálfur..................

Jóhann Elíasson, 29.5.2013 kl. 10:41

5 identicon

Jóhann, ég hef vísað í töluleg gögn, sem ég tel rök, en það er ekki að sjá að þú deilir þeirri skoðun. Það er af miklu meira að taka, en það er allt á svipuðum nótum, tilvísanir í opinberar skýrslur og önnur gögn. Þessu er því sjálfhætt.

Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 10:49

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eru það "skotheld" rök, að þínu mati, að vísa í facebook-færslu frá sjálfum þér????  Ég sé að það er ekki eyðandi tíma í svona rugludalla eins og þig.  Hafðu það gott í framtíðinni..............

Jóhann Elíasson, 29.5.2013 kl. 11:05

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hvert á flugvöllurinn að fara?

Hólmsheiði er ekki lengur möguleiki enda byrjað að reysa fangelsi á fyrirhuguðum brautarenda og "heilsuhótel fanga" verður jú að vera í friði og ró. Einnig eru blindflugsstundir á Hómsheiði og vindur langt yfir viðmiðunarmörkum.

Keflavík? Finnst fólki s.s. OK ef að flugvöllurinn á Ísafirði yrði í Djúpuvík, flugvötturinn á Akureyri væri á Dalvík eða flugvöllurinn á Egilsstöðum á Eskifirði?

Álftanes (Gálgahraun og Bessastaðir) eru einnig möguleg enda búið að gera útaf við Löngusker með úthlutun á landi.

Óskar Guðmundsson, 29.5.2013 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband