25.6.2013 | 21:17
ER UMRÆÐAN UM VERÐTRYGGINGUNA SANNGJÖRN????????
Hvernig væri nú að skoða þetta aðeins, hafa menn ekki farið svolítið framúr sér í umræðunni um verðtrygginguna????? Upphafleg markmið verðtryggingar á lán var það að menn greiði sanngjarnt verð fyrir lánsfjármagn. Þessu markmiði var ágætlega viðhaldið á upphafsárum veðtryggingarinnar þar sem VÖXTUM á verðtryggð lán varhaldið hóflegum. En svo tók græðgin völdin og vextir á verðtryggð lán fóru á tímabili yfir 8% en nú hefur orðið viðsnúningur á þessu og yfirleitt eru vextir í dagum 3,5 - 4% (mismunandi eftir bankastofnunum). Vandamálið við verðtrygginguna er vaxtaokrið, sem hefur verið hér en ekki verðtryggingin sjálf. Ég hef talað við marga og leitað álits manna sem þekkja þetta mjög vel og teljast hafa vit á þessum málum, það er samdóma álit allra að vextir á verðtryggð lán eigi alls ekki að fara yfir 2 %. Í verðtryggingunni er gert ráð fyrir verðbólgu og því sé ekkert sem réttlætir hærri vexti...
Gæti sín á verðtryggðum lánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- KRÓATAR UNNU ÞENNAN LEIK "VEGNA UMDEILDRAR DÓMGÆSLU".....
- LOKSINS KEMUR EINHVER MEÐ "RAUNHÆFA" LAUSN Á ÞESSU MÁLI.......
- ÞAÐ VIRÐIST VERA EINA RÁÐIÐ, SEM SAMFYLKINGIN HEFUR TIL AÐ AU...
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 149
- Sl. sólarhring: 394
- Sl. viku: 1572
- Frá upphafi: 1856405
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 998
- Gestir í dag: 95
- IP-tölur í dag: 94
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt er sanngjarnt verð fyrir "láns"fjármagn. En annað er að spyrja nú réttra spurninga til að byrja með:
Hvað er sanngjarnt verð þjóðfélagsins fyrir það heildarpeningamagn sem er í umferð hverju sinni og hvað ákvarðar það?
Hver "lánaði" þjóðfélaginu í heild það fé og á hvaða kjörum og hver er er réttlætingin fyrir þeim kjörum?
Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2013 kl. 23:01
Ég get nú ekki betur séð en að þú sért kominn nokkuð langt út fyrir efnið og sért bara farinn að tala um allt aðra hluti en þessi pistill er um.......
Jóhann Elíasson, 26.6.2013 kl. 00:44
Alls ekki, þetta er kjarni málsins. Þú segir sjálfur:
"Upphafleg markmið verðtryggingar á lán var það að menn greiði sanngjarnt verð fyrir lánsfjármagn "
Þá hljótum við fyrst að þurfa að skilgreina það hvað sé "sanngjarnt verð" fyrir lánsfjármagn.
Þar sem 96% af öllu peningamagni í umferð hefur verið fengið að láni (frá bankakerfinu) er þetta (nánast) jafngilt spurningunni:
"Hvað er sanngjarnt verð þjóðfélagsins fyrir það heildarpeningamagn sem er í umferð hverju sinni?" (Þ.e.a.s. 96% af því.)
Kostnaður við að prenta og slá þau 4% sem eru í seðlum og mynt er þekktur, en hvernig á að verðleggja rafeindamynstur?
Þar sem ég er kerfisfræðingur þá treysti ég mér alveg til að áætla það af nokkurri skynsemi:
Á Íslandi eru um 1.600 milljarðar rafrænna króna í umferð. Með 64 bita tölum má búa til 18.446.744.073.709.551.615 einkvæm auðkenni og samt eiga eftir svigrúm sem dygði þó peningamagnið myndi ellefumilljónfaldast frá því sem nú er. Með sömu gagnarýmd má geyma auðkenni á því hvar hver og ein króna sé niðurkomin í bankakerfinu á hverjum tíma (t.d. reikningsnúmer) og samt eiga álíka umfangsmikið svigrúm afgangs til stækkunar í framtíðinni. Þannig er hægt að tákna hverja einustu krónu í peningakerfinu með pari af tveimur 64 bita tölum eða samtals 128 bitum sem jafngilda 16 bætum á krónu. (Þetta er MJÖG myndarlega ofáætlað!)
Með einfaldri margföldun fæst að: 16 bæti/krónu * 1.600.000.000.000 krónur = 25.600.000.000.000 bæti = 23,8 TB (terabæti)
Hér er vandaður þriggja terabæta harður diskur sem kostar tæpar 35.000 krónur: http://tl.is/product/wd-red-3tb-sata3-64mb-nas
Hægt er að geyma tæp 24 terabæt á: 24/3 = 8 stykkjum af svona hörðum diskum, en eins og áður sagði eru allar stærðir og öryggiskröfur í þessu sambandi myndarlega ofáætlaðar enda um mjög krítískt kerfi sem við viljum hafa réttu megin við öll skekkjumörk. Gerum ráð fyrir að hörðu diskarnir séu speglaðir til að eiga varaafrit (tvö) og séu endurnýjaðir árlega sem er þó umtalsvert hraðari endurnýjun en gengur og gerist með tölvukerfi almennt. Þannig fáum við með einföldum útreikningi eftirfarandi árskostnað:
8 diskar/afrit * 3 afrit * 35.000 krónur/disk = 840.000 krónur sem er árlegur vélbúnaðarkostnaður.
Með einfaldri deilingu fæst að: 840.000 krónur / 1.600.000.000.000 krónur = 0,000000525 eða 0,0000525 aurar á hverja krónu.
Þannig er raunkostnaður við að halda úti rafræna peningamagninu 0,0000525% sem er jafnframt kostnaðarverð hverrar rafkrónu.
Hafa ber í huga að allar stærðir í útreikningnum voru til öryggis námundaðar miklu hærra en er strangt til tekið lágmarksþörf fyrir.
Gaman væri að vita hvað mönnum finnst þá vera "sanngjarnt verð" fyrir þetta fjármagn og hverjum sé sanngjarnt að greiða það?
Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2013 kl. 13:43
P.S. Til samanburðar þá kostar meira en 100% að framleiða eina málmkrónu (minnir það sé tíkall) en þær eru sem betur fer fáar í kerfinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2013 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.